Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 10
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
FÖGNUM SUMRI SAMAN
Á BJÖRTUM DÖGUM
SUMARDAGURINN FYRSTI Í HAFNARFIRÐI
Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna
· Veitir faglegan og traustan undirbúning til starfa við
fjölbreytta sálfræðilega þjónustu.
· Byggir á hugrænni atferlismeðferð og hagnýtri
atferlisgreiningu.
· Veitir þjálfun á þremur meginsviðum: 1) sálfræði
fullorðinna, 2) sálfræði barna, unglinga og fjölskyldna og
3) þroskahömlunar, taugasálfræði og endurhæfingar.
Námskeið á sviði atferlisgreiningar hafa hlotið samþykki
vottunarnefndar atferlisfræðinga í Bandaríkjunum
(The United States Behavior Analyst Certification Board)
Umsóknarfrestur er til 30. apríl
hr.is/salfraedi/msc
MSc-nám í klínískri sálfræði
við Háskólann í Reykjavík
SUÐUR-KÓREA, AP Lee Joon-seok,
skipstjóri suðurkóresku ferjunnar
Sewol sem fórst í síðustu viku með
á fimmta hundrað manns innan-
borðs, átti meira en 40 ára reynslu
að baki sem skipstjóri, fyrst á
flutningaskipum í tuttugu ár og
síðan á ferjum í önnur tuttugu.
„Hann er örlátur, virkilega
almennilegur náungi,“ sagði Oh
Yong-seok, stýrimaður á ferjunni,
og tekur fram að skipstjórinn hafi
alltaf verið tilbúinn til að gefa
áhöfninni ráð, hvort heldur væri
um starfið eða um persónuleg
málefni. „Hann var líklega ljúfasti
maðurinn á skipinu.“
Lee, sem orðinn er 68 ára, situr
þó uppi með það að á myndbandi
sést að hann kom til lands með
einum af fyrstu björgunarbátun-
um. Á myndbandinu sést að verið
var að gera að sárum hans.
Hann var fljótlega handtekinn
og á yfir höfði sér refsingu fyrir
að hafa yfirgefið farþega í neyð og
sýnt af sér vítaverða vanrækslu.
Óttast er að nærri 300 manns hafi
farist, flestir ungir skólanemendur
sem voru í skólaferð ásamt kenn-
urum sínum.
Lee neitar að hafa flúið frá borði
en getur þó engar skýringar gefið
á ferðum sínum.
Félagar hans í áhöfninni hafa
velt því fyrir sér hvort hann hafi
hraðað sér í land vegna aldurs eða
vegna þess að hann hafði hlotið
meiðsli sem þurfti að huga að.
Jang Ki-joon, bæklunarskurð-
læknir sem sinnti skipstjóranum
eftir að hann kom í land, segir
meiðslin þó hafa verið smávægi-
leg: „Verkur í rifbeinum vinstra
megin og í baki, en það var allt og
sumt,“ sagði hann.
Þegar skipstjórinn kom til
aðhlynningar var hann ekki í skip-
stjórabúningnum og ekkert benti
til annars en að hann væri einn af
farþegunum. Jang segist ekki hafa
haft hugmynd um að hann væri að
hlúa að skipstjóra ferjunnar.
Aðrir úr áhöfn skipsins, sem AP-
fréttastofan hefur rætt við, segjast
vita lítið um persónuhagi hans.
Árið 2004 var tekið viðtal við
Lee þar sem hann sagðist stundum
hafa íhugað að hætta siglingum.
„Þegar ég lenti í óveðri á hafi
úti sagði ég við sjálfan mig að
ég myndi aldrei stíga fæti á skip
aftur. En mannshugurinn er lævís
og lúmskur. Eftir að hafa slopp-
ið úr lífsháska gleymdi ég alltaf
slíkum hugsunum og ég hef siglt
á skipum fram til dagsins í dag,“
sagði hann í viðtalinu við vefmiðil-
inn Jeju Today. gudsteinn@frettabladid.is
Skipstjórinn hafði
siglt í fjörutíu ár
„Líklega ljúfasti maðurinn á skipinu,“ sagði einn úr áhöfninni um Lee Joon-seok,
skipstjóra suðurkóresku ferjunnar sem fórst í síðustu viku. Hann fór einna fyrstur
frá borði og situr nú í fangelsi, sakaður um vanrækslu og önnur brot í starfi.
Á LEIÐ Í RÉTT-
ARSAL Lee Joon-
seok, fyrir miðri
mynd, á yfir höfði
sér refsingu fyrir
að hafa yfirgefið
farþega í neyð og
sýnt af sér víta-
verða vanrækslu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
PALESTÍNA, AP Fatah og Hamas,
tvær helstu fylkingar Palest-
ínumanna, blésu í gær til blaða-
mannafundar þar sem skýrt var
frá samkomulagi þeirra um að
mynda samsteypustjórn á ný og
boða til kosninga.
Sjö ár eru síðan slitnaði upp
úr samstarfi þeirra, með þeim
afleiðingum að Fatah hefur farið
með stjórn á Vesturbakkanum en
Hamas ráðið á Gasa.
Fatah og Hamas hafa áður náð
sáttum en ekkert orðið úr sam-
starfi. Ekki er ljóst að hvaða
leyti þetta nýjasta samkomulag
á að vera frábrugðið fyrri samn-
ingum, eða hvað ætti að verða til
þess að þetta samkomulag haldi
frekar en þau fyrri. Ísraelskir
ráðamenn brugðust hins vegar
snöggt við og afboðuðu fund með
Palestínumönnum, sem halda
átti í dag í von um að eiginlegar
friðar viðræður Palestínumanna
og Ísraela geti hafist á ný.
Ísraelar líta, rétt eins og
Bandaríkjamenn, á Hamas sem
hryðjuverkasamtök og vilja ekk-
ert við þau ræða.
Benjamín Netanjahú, for-
sætisráðherra Ísraels, sakar nú
Mahmúd Abbas Palestínuforseta
um að eyðileggja möguleikann á
friðarviðræðum: „Í staðinn fyrir
að friðmælast við Ísrael, þá frið-
mælist hann við Hamas.“
- gb
Ísraelar afboða fund með Palestínumönnum:
Fatah og Hamas
hafa náð sáttum
SÁTTIR Azzam
al-Ahmad, hátt-
settur í Fatah-
samtökunum,
ásamt Islmaíl
Haníjeh, for-
sætisráðherra
Hamas-sam-
takanna á Gasa-
strönd.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur dæmt Gísla Þór Gunn-
arsson í tveggja ára fangelsi fyrir
tvær árásir með hníf, fjársvik og
tilraun til ráns. Gísli afplánar
dóm fyrir aðild að Stokkseyrar-
málinu.
Auk Gísla voru karl á fertugs-
aldri og tvítug kona dæmd. Þau
auglýstu vændi í dagblaði og
konan mælti sér mót við kaup-
anda. Gísli og samverkamaður
hans settust inn í bíl mannsins
og hugðust ræna hann. Það mis-
tókst því maður-
inn flúði eftir að
Gísli skar hann á
háls.
Gísli Þór var
einnig dæmdur
fyrir að skera
annan mann í
handlegg. Konan
fékk skilorðs-
bundinn dóm en
hinn karlinn hlaut enga refsingu
því á honum hvílir þyngri dómur.
- ssb
Síbrotamenn dæmdir fyrir hrottalegt ofbeldi:
Skorinn á háls í ráni
GÍSLI ÞÓR
GUNNARSSON