Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 46
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
➜ Big Kahuna-keppnin hefur
verið starfrækt í tæp fimm
ár en stysti tíminn sem það
hefur tekið nokkurn mann
að torga máltíðinni eru þrjár
mínútur og sautján sekúnd-
ur. Geoffrey Þór Huntingdon-
Williams segir keppnina vera
fyrirtaks viðburð í sístækkandi
hamborgara-samfélagi.
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Tónleikar
14.00 Á Thorsplani koma fram
m.a. Ingó veðurguð, Hallur Joensen,
Lúðrasveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar,
Kór Flensborgarskólans, unglingasöng-
hópurinn Gengið af Göflurunum. Við-
burðurinn er hluti af dagskrá Bjartra
daga í Hafnarfirði.
14.00 Sumardaginn fyrsta halda kórarn-
ir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með
skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans
við Hamrahlíð. Efnisskrár tónleikanna
eiga að vekja með öllum vorhug og
sumargleði.
16.00 Kvennakór Háskóla Íslands held-
ur sína árlegu vortónleika í Hátíðarsal
Háskólans. Stjórnandi er Margrét Bóas-
dóttir og píanóleikari Marie Huby.
18.00 Ben Frost frumflytur sitt nýjasta
verk, A U R O R A á Kaffibarnum, Berg-
staðastræti 1.
20.00 Tónleikur er sístækkandi hópur
ungs fólks sem á það sameiginlegt
að semja eigin tónlist og hafa ástríðu
fyrir tónlist. Hópurinn kemur fram
ásamt Mick Hargan á Hlemmur Square.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Tónleikaröðin Tónsnillingar
morgundagsins verða með tónleika í
Kaldalóni í Hörpu. Þar spila Kristján
Karl Bragason, píanóleikari og Hafdís
Vigfúsdóttir á þverflautu.
20.30 Agnar Már Magnússon spilar
Ellington og Björn Thoroddsen spilar
Bítlana. Báðir koma fram aleinir og
óstuddir í Kirkjuhvolli, safnaðarheimili
Vídalínskirkju. Viðburðurinn er hluti af
Jazzhátíð Garðabæjar.
21.00 Stúdíó Hljómur kynnir á ný tón-
leikaröðina/hljómsveitakeppnina Eflum
íslenskt tónlistarlíf. Eins og áður er engin
dómnefnd, heldur sjá áhorfendur alfarið
um val á þeim hljómsveitum sem fá frí
lög í upptökum. Hljómsveitirnar sem
koma fram eru Milkhouse, Sum Of Us,
Suntower og Electric Elephant.
22.00 Hljómsveitirnar Oyama,
Kimono og Sin Fang spila á Gamla
Gauknum í Tryggvagötu. Húsið opnað
klukkan 21.00 og kostar 1.500 krónur
inn.
22.00 Unnur Sara Eldjárn heldur
tónleika ásamt fríðu föruneyti á Café
Rosenberg. Aðgangur er ókeypis.
Fræðsla
13.00 Söguganga Byggðasafnsins um
gamla bæinn í Hafnarfirði. Viðburður-
inn er hluti af dagskrá Bjartra daga
en mæting er við Byggðasafnið.
14.00 Skemmtileg og fjölbreytt bók-
menntavaka fyrir börn og fullorðna.
Áherslan í ár er á teiknimyndasögur
og munum við fá að sjá og heyra
skemmtilegt erindi um teikni-
myndasögur. Léttar veitingar og allir
velkomnir í Edinborg, Menningarmið-
stöð á Ísafirði.
Söfn
11.00 Hægt er að fara í ratleiki,
sippa og kríta fyrir utan safnið en
einnig skoða fjölbreyttar sýningar,
meðal annars á verkum barna í tilefni
Barnamenningarhátíðar.
Hönnun og tíska
18.00 Tískusýning útskriftarnema í
fatahönnun frá Listaháskóla Íslands
verður haldin í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi.
Kvikmyndir
16.00 Opnunarhóf verður haldið
í Bíói Paradís og í kjölfarið verður
myndin Walesa: Maður vonar sýnd
með hljóðlýsingu fyrir blinda. Hægt
er að nálgast miða í afgreiðslu Bíós
Paradísar.
Ljósmyndasýningar
17.00 Blik, ljósmyndaklúbbur áhuga-
fólks á Suðurlandi opnar sína sjöttu
ljósmyndasýningu á Hótel Selfossi.
Þemað er Sunnan 65 gráður og var
myndefnið frjálst. Alls eru sýndar 57
myndir á sýningunni en um sölusýn-
ingu er að ræða.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
FIMMTUDAGUR
Metal design
Stefán Bogi gull-og silfursmiður
Skólavörðustíg 2 Sími 552-5445
„Það er rosalegt „show“ að sjá
menn gúffa í sig svona miklum
mat,“ segir Geoffrey Þór Hunting-
don-Williams, rekstrarstjóri Priks-
ins. Hin árlega Big Kahuna-keppni
fer fram þar í dag klukkan 13.00.
„Big Kahuna er tvöfaldur ham-
borgari með öllu sem fyrirfinnst
á matseðlinum í einum hamborg-
ara,“ segir Geoff, en með hamborg-
aranum eru líka mjólkurhristingur
og franskar, sem gerir alla máltíð-
ina að rúmlega einu og hálfu kílói
af mat. „Það er mikill heiður sem
fylgir því að vinna þessa keppni,“
segir Geoff en hann varð sjálfur
sigurvegari fyrir þremur árum.
„Þetta byrjaði sem óform-
leg keppni þegar borgarinn kom
fyrst á matseðilinn. Þá voru menn
að keppa sín á milli en síðan var
ákveðið að setja á fót formlega
keppni,“ segir Geoff en metið er
þrjár mínútur og sautján sekúnd-
ur að torga borgaranum. „Það
breytir alveg lífi manns að vinna
þessa keppni,“ segir Geoff. „Vinn-
ingshafinn fær tíu Kahuna-mál-
tíðir, farandbikar og titilinn Big
Kahuna-Meistarinn sem fylgir að
sjálfsögðu mjög miklu stolti.“
baldvin@frettabladid.is
Eitt og hálft kíló af mat
Big Kahuna-keppnin er árlegur viðburður á Prikinu og mikill heiður að sigra.
GIRNILEGUR Big kahuna-borgarinn er einn sá vinsælasti á matseðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í tilefni hækkandi sólar og útgáfu plötunnar
Brighter Days, þriðju breiðskífu hljómsveitar-
innar FM Belfast, hefur hljómsveitin ákveðið að
blása til sumargleði í Mengi í dag frá klukkan
fjögur til sex.
Sannkölluð sumarstemning verður í gangi
en hópurinn SISTKINI sér um skemmtiatriði
ásamt því að FM Belfast þeytir skífum þar sem
spiluð verða lög af nýju plötunni í bland við aðra
slagara. Í lok sumarhátíðarinnar verður frum-
sýnt glænýtt tónlistarmyndband við Brighter
Days, titillag plötunnar, sem Magnús Leifsson
leikstýrði.
Sumarveisla
FM Belfast
Hljómsveitin FM Belfast var að gefa
út sína þriðju breiðskífu og býður til
sumarveislu í tilefni þess.
FERSKT FÓLK Hljómsveitarmeðlimir FM Belfast eru alltaf hressir.
„Við höldum þetta til þess að
hressa fólk við, nú þegar sum-
arið fer að nálgast,“ segir Tinna
Jóhanna Magnusson kórfélagi en
kórarnir í Hamrahlíð halda upp á
sumarkomu í hátíðarsal Mennta-
skólans við Hamrahlíð í dag
klukkan tvö. „Þetta eru tvennir
tónleikar, þeir fyrri klukkan tvö
og seinni klukkan fjögur,“ segir
Tinna en þess á milli verða seld-
ar dýrindis kaffiveitingar. „Allur
ágóði af sölu veitinganna rennur
í ferðasjóð kóranna,“ segir Tinna,
en Hamrahlíðarkórinn undirbýr
för sína á kóramót í Basel í Sviss.
Kórfélagarnir, sem eru 118 tals-
ins, syngja undir stjórn Þorgerð-
ar Ingólfsdóttur en hún stofnaði
báða kórana og hefur Hamrahlíð-
arkórinn ferðast víða undir stjórn
hennar. „Síðan verður boðið upp
á alls kyns skemmtanir, þá sér-
staklega fyrir yngri kynslóðina,“
segir Tinna en kórfélagar munu
meðal annars setja upp bangsa-
og dúkkuspítala og tilrauna-
stofu fyrir unga vísindamenn og
-konur. „Við bjóðum einnig upp
á andlitsmálningu og ljósmynda-
kennslu,“ segir Tinna. Músíkalskir
kórfélagar munu setja upp hljóð-
færastofu þar sem hægt verður
að prófa ýmis hljóðfæri á meðan
tískuþenkjandi kórfélagar halda
fatamarkað en allt verður þetta að
finna á göngum Menntaskólans við
Hamrahlíð í dag. „Þetta er hugs-
að sem eins konar vítamínsprauta
eftir veturinn,“ segir Tinna. „Nú
eru dagarnir farnir að lengjast
og orðið bjartara úti og því til-
valið að syngja sumarvísurnar.“
Efnisskrár tónleikanna eiga að
vekja með öllum vorhug og sum-
argleði en þar er að finna blöndu
gamalla gersema og nýrra. „Við
hvetjum alla til þess að mæta og
syngja með, allavega með ættjarð-
arljóðunum,“ segir Tinna og hlær.
baldvin@frettabladid.is
Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna
Kórfélagarnir í Hamrahlíð halda í dag árlega hátíð þar sem sungnar eru sumar-
vísurnar og gestum boðið upp á ýmsar uppákomur og skemmtanir yfi r daginn.
KÓRSÖNGUR
Þorgerður Ingólfs-
dóttir hefur verið
stjórnandi kór-
anna í Hamrahlíð
frá upphafi.