Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
22
HAMMONDHÁTÍÐ Á DJÚPAVOGI
Níunda Hammondhátíðin á Djúpavogi hefst í dag og stendur
fram á sunnudag. Hammondhátíðin er tónlistarhátíð og hefur
það að meginhlutverki að heiðra og kynna Hammondorgelið.
Margir þekktir tónlistarmenn hafa komið fram á hátíðinni og svo
verður einnig nú, Todmobile og Raggi Bjarna eru meðal þeirra.
U nnur Pálmarsdóttir MBA, eigandi og framkvæmda-stjóri Fusion Fitness Academy og stöðvarstjóri World Class á Seltjarnarnesi, hefur stundað líkamsrækt um langt skeið með frábærum árangri. Hún hefur kennt heilsurækt, þol-fimi og dansfitness úti um allan heim í yfir 30 löndum og á að baki fjölda Íslandsmeistaratitla. „Ég trúði því varla hvað Magnesíum Sport-spreyið virkaði vel! Eftir þungar líkams-æfingar og mikið svitatap er frábært að taka inn steinefnið magnesíum því við töpum því í gegnum svita og það getur leitt af sér aukna þreytu, harðsperr-ur og vöðvakrampa. Magnesíum Sport-spreyið er sérstaklega áhrifaríkt við orkumyndun og endurheimt vöðva. Með því að spreyja magnesíumi beint á húðina skilar það sér hratt og örugglega inn í frumur líkamans og tryggir hámarksupptöku. Mér finnst best að nota það áhelstu ál
MAGNESÍUMSPREY – HREINASTA SNILLDGENGUR VEL KYNNIR Unnur Pálmarsdóttir, líkamsræktarfrömuður, hóptíma-
kennari og stöðvarstjóri, hugsar vel um heilsuna. Hún kolféll fyrir Magnesíum
Sport-spreyinu frá Better You og notar það ávallt fyrir og eftir æfingar enda
tryggir það hámarksupptöku.
KEMUR Í VEG FYRIRKRAMPA
GOTT AÐ SPREYJA FYRIR OG EFTIR ÆFINGAR
„Ég mæli eindregið með magnesíumspreyinu frá Better You því það hefur hjálpað mér við endurheimt vöðva og til að koma í veg fyrir krampa og harð-sperrur.“
Opið virka daga kl. 11–18.
Opið laugardaga kl. 11–16.
á
m
ynLaugavegi 178 (Bolholtsm i )
Verð 13
Stærð 38 litir: svart, hvítt, ljórautt, orange, g
di
r o
g
ve
rð
á
F
ac
eb
oo
k
.900 kr.
4 - 56
sbeige, sandbrúnt, rænt, fjólublátt.
TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
pHnífa aratöskur – 12 manna
14 tegundirVerð frá kr. 24.990
SÉRBLAÐ
Fólk
Sími: 512 5000
24. apríl 2014
95. tölublað 14. árgangur
Tap á hótelunum
Á höfuðborgarsvæðinu var meirihluti
hótela rekinn með tapi frá 2009-
2012. Betur gekk á landsbyggðinni. 4
Verkfall vofir yfir Skólastjórar
segja grunnskólakennara neyðast
til að undirbúa verkfall til að fá
sjálfsagða launaleiðréttingu. 6
Vinsælasta sprautulyfið Flestir
sprautufíklar á Vogi misnota ritalín. 8
Evrópa í bata Evrópuríkin eru hægt
og rólega að ná tökum á fjárhagsvand-
ræðum sínum. Vandinn er samt ekki
horfinn, atvinnuleysi er víða mikið
þótt nokkur árangur hafi náðst. 18
MENNING Ingunn Ásdísar-
dóttir hlaut Íslensku þýð-
ingaverðlaunin. 36
LÍFIÐ Götutískan í miðbæn-
um var fjölbreytt í sólinni
síðasta vetrardaginn. 44
SPORT Grasið á Laugar-
dalsvelli er dautt og verður
ekki leikið þar í maí. 50
KÖNNUN Meirihluti Samfylkingar,
Framsóknarflokks og óháðra og
Vinstri grænna á Akranesi er fall-
inn samkvæmt niðurstöðum skoð-
anakönnunar Fréttablaðsins og
Stöðvar 2 þrátt fyrir að flokkarnir
þrír fengju samanlagt 52 prósent
atkvæða samkvæmt könnuninni.
Björt framtíð býður fram í
fyrsta skipti á Akranesi og fengi
15,6 prósent atkvæða og einn
bæjar fulltrúa yrði kosið í dag.
Samfylkingin tapar miklu fylgi,
mælist með 23,8 prósent en fékk
34,8 prósent í síðustu kosningum.
Flokkurinn tapar tveimur af fjór-
um bæjarfulltrúum.
Sjálfstæðisflokkurinn styrkir
stöðu sína og næði fjórum fulltrú-
um í bæjarstjórn miðað við niður-
stöður könnunarinnar, en er með
tvo í dag. Vinstri græn tapa sínum
eina fulltrúa en Framsókn heldur
sínum tveimur. - bj / sjá síðu 20
Samfylkingin á Akranesi tapar miklu fylgi samkvæmt könnun Fréttablaðsins:
Meirihlutinn á Akranesi fallinnFLJÓTLEGTOG ÞÆGILEGT
LÍFIÐ Jón Þór Birgisson, betur
þekktur sem Jónsi í Sigur Rós,
og Alex Somers semja tónlistina
í nýrri bandarískri þáttaröð sem
kallast Manhattan.
Þættirnir, sem fjalla um kapp-
hlaupið við smíði kjarnorku-
sprengju á fimmta áratug síðustu
aldar, fara í sýningu í júlímánuði
á bandarísku sjónvarpsstöðinni
WGN. Jónsi og Alex hafa unnið
saman í ýmsum verkefnum og
hafa samið tónlist saman undir
nafninu Jonsi & Alex síðan árið
2003. - glp / sjá síðu 54
Jónsi og Alex semja saman:
Sigurrósartónn
í nýjum þætti
GOTT TEYMI Jón Þór Birgisson og Alex
Somers semja tónlist fyrir bandaríska
þætti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKOÐUN Stefán Þ. Þórsson
skrifar að sjálftöku land-
eigenda verði að stöðva. 23
SJÁVARÚTVEGUR Tekjur ríkissjóðs
af veiðigjöldum á næsta fiskveiði-
ári verða átta milljarðar króna,
eða einum milljarði minni en í ár.
Tekjur af veiðigjöldum lækka um
tæpa tvo milljarða á næsta ári að
óbreyttu.
Frumvarp til laga um veiðigjöld
var lagt fram á Alþingi síðla dags
í gær eftir umfjöllun í þingflokk-
um stjórnarflokkana. Samkvæmt
frumvarpinu nema veiðigjöld níu
og hálfum milljarði króna á næsta
fiskveiðiári, miðað við 515 þúsunda
þorskígildistonna heildarafla. Frá-
dráttarliðir útgerðanna gætu numið
einum og hálfum milljarði og tekjur
ríkissjóðs því orðið átta milljarðar.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar-
útvegsráðherra sagði í viðtali við
fréttastofu í gær að frumvarpið
væri skýrara en verið hefur og svar
við ákveðnum neikvæðum röddum
sem hafa snúið að útreikningum á
síðustu árum. Hann telur dreifingu
gjaldanna skynsamari en verið
hefur.
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, gagnrýnir harðlega
hvernig staðið var að gerð frum-
varpsins, sem kemur fram þegar
rúm vika lifir af vorþingi. Ekkert
hafi verið gert til að greina hvað
sjávarútvegurinn geti borið í gjöld,
frekar en á undanförnum árum.
„Það er engin hugsun í því hvað
við viljum sjá íslenskan sjávar-
útveg verða til framtíðar; hvort
hann haldi samkeppnisstöðu sinni
í markaðssetningu og gæðum. Það
vantar alla upplýsta umræðu um
hvert þetta leiðir okkur,“ segir Kol-
beinn og bætir við að þrátt fyrir
krónutölulækkun í ríkiskassann þá
séu álögurnar á greinina þyngri en
þær voru í ljósi verri afkomu í dag.
„Það er einfaldlega hent fram
tölu sem er hvorki meira né minna
en 35 prósent af hagnaði útgerðar-
innar. Við það bætist síðan tekju-
skatturinn og þetta samsvarar
því, reiknað sem tekjuskattur, að
greinin sé að greiða 48 prósent
tekjuskatt á árinu 2012. Síðan þá
hefur afkoman versnað um 25 til
35 prósent,“ segir Kolbeinn og
vill minna á gagnrýni núverandi
stjórnarflokka á hvernig fyrri rík-
isstjórn hélt á málum við lagasetn-
ingu fyrri ára.
Spurður hvort í raun sé ekki um
þyngri álögur á útgerðina að ræða
segir Sigurður að hann geri sér
grein fyrir að útgerðin telji frum-
varpið ekki nægilega jákvætt
miðað við versnandi afkomu grein-
arinnar, og horfurnar daprar.
„Þetta er augljós málamiðlun
um að við þurfum tekjur í ríkis-
sjóð og það er eðlilegt að greitt sé
gjald fyrir auðlindina. Hversu hátt
gjaldið á að vera á hverjum tíma er
umdeilanlegt en við teljum þetta
skynsamlegustu leiðina sem hægt
er að fara,“ sagði Sigurður. - shá
Gjöldin lækka um milljarð
LÍÚ segir vinnubrögð við nýtt veiðigjaldafrumvarp forkastanleg. Þrátt fyrir krónutölulækkun í ríkissjóð hafi
álögur á greinina þyngst. Tekjur ríkissjóðs verða 2,8 milljörðum minni árin 2014 og 2015 en áður var áætlað.
Bolungarvík 8° NA 3
Akureyri 14° SA 2
Egilsstaðir 10° SA 4
Kirkjubæjarkl. 10° SA 5
Reykjavík 10° SA 7
Bjartviðri N- og V-lands í dag en skýjað
með köflum SA-til og dálítil væta.
Allhvasst syðst en annars fremur hægur
vindur. Hiti 6-15 stig, hlýjast V-til. 4
Það er engin hugsun í
því hvað við viljum sjá ís-
lenskan sjávarútveg verða
til framtíðar.
Kolbeinn Árnason,
framkvæmdastjóri LÍÚ.
4 fulltrúar
30,2%
2 fulltrúar
23,8%
1 fulltrúi
15,6%
Enginn fulltrúi
8,9%
2 fulltrúar
19,5%
vikmörk 3,3%
3,8%
3,5
%
3,
0%
2,3%
Könnun
22. apríl
2013
SÖGUGANGA Í VORSÓLINNI Birna Þórðardóttir var stödd með hópi fólks á Skólavörðustíg í gær. Mannskapurinn
naut veðurblíðunnar og hlustaði á Birnu af athygli en hún hefur skipulagt menningarrölt um miðbæinn um árabil. Búist er við
áframhaldandi blíðviðri á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN