Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 52
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 44
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
Stundum er ég í aðstæðum þar
sem ég verð kjaftstopp. Slíkt
gerðist nýlega er ég hlustaði á
hóp ungmenna á aldrinum 16 ára
til 20 ára tala um bláar og bleikar
pillur. „Ég meina, þegar maður er
að djamma og maður er pissfull-
ur þá er ekkert hægt að ná honum
upp, þá fær maður sér tvær svona
bláar og getur verið endalaust
að.“ Þarna varð ég kjaftstopp.
Það var rétt hjá þessum dreng að
áfengi hefur ýmis áhrif á líkam-
ann, meðal annars þau að erfitt
er að fá standpínu í lim og píka á
erfitt með að blotna. Auk þess er
erfitt að fá fullnægingu. Ég hjó
líka eftir því að hann talaði um að
vera „endalaust að“. Þegar dreng-
urinn fór að tala um samfarir í
klukkustundum talið þá runnu á
mig tvær grímur. Tími samfara á
ekki að vera mældur út frá stinn-
leika limsins og getunnar til inn-
út. Meðaltími samfara er eins og
eitt til tvö lög með Hjaltalín en
ekki allar Stjörnustríðs-bíómynd-
irnar.
Stúlka sem var í fræðslunni
svaraði drengnum. „Já, ég hef
prófað svona bleikar og mér
leið bara illa, varð eitthvað svo
þung í hausnum og fékk þvílík-
an hausverk.“ Þá voru þau sam-
mála um að hausverkur væri
leiðinda fylgikvilli þess að taka
inn þessar pillur. Ég átti ekki til
aukatekið orð. Ef líkami þinn nær
ekki kynferðislegri örvun (sökum
truflandi áhrifa áfengis) og
möguleikar á unaði eru afskap-
lega takmarkaðir, af hverju ertu
þá að stunda kynlíf? Hér eru á
ferð ungmenni sem detta í það,
og til að geta stundað kynlíf þá
taka þau inn lyf. Þegar ég fór á
stúfana að kanna algengi þessara
pilla þá könnuðust mjög margir
við lyfin og sögðu að þetta væri
frekar algengt og ekkert til að
stressa sig á, þetta er skaðlaust.
Stöldrum við hér. Blóðþynnandi
lyf, líkt og Viagra, er ekki hættu-
laust fyrir líkamann, sérstaklega
ef viðkomandi býr við ákveðna
líkamlega kvilla og/eða er undir
áhrifum mikils áfengis. Nú er
ég ekki læknir en þetta er tekið
fram á heimasíðu lyfsins sem er
jú lyfseðilsskylt. Einhver staðar í
huga þessara einstaklinga, er for-
senda fyrir kynlífi ekki unaður
heldur … ? Ég hef reyndar aldrei
skilið hvað er eftirsóknarvert við
það að stunda kynlíf pöddufull
með óstarfhæf kynfæri, dofinn
heila og takmarkaða getu til full-
nægingar. Enda þetta svo allt
saman á því að æla á bólfélag-
ann. Mér verður helst hugsað til
lagsins „Too drunk to fuck“ með
Dead Kennedys.
Margt hefur áunnist í barátt-
unni gegn unglingadrykkju en ég
held að við mættum fara að tala
aðeins öðru vísi og opnara um
áfengi, ölvun og áhrif þess á getu
okkar í kynlífi. Auk þess hverj-
ar forsendur okkar eru fyrir því
að stunda kynlíf með öðrum ein-
staklingi. Mitt mottó er einfalt:
„Ekki detta í það og ríða!“
Kynörvandi lyf algeng meðal unglinga
Angela
Phillips
@Angela_97x
#SaveMoyes
Það er ekki hægt
að reka hann.
Everton, Liverpool,
Chelsea, Arsenal og
City elska hann!!!
#PrayForMo-
yes
Birgir Hólm
@BiggiHolm
Guð minn al-
máttugur, skapari
himins og jarðar,
þú lætur þetta ekki
gerast! #fotbolti
#savemoyes
#pray-
formoyes #lfc
#ynwa
Annie Road
@ThoseScouse-
Lads
Við sjáum hvað
setur. Vonandi hafa
fjölmiðlar rangt
fyrir sér og hann
fær aðra leiktíð.
#savemoyes
Gareth Bale
@GarethBale22
#savemoyes
Þúsundir manna
sem skrifa brand-
ara missa vinnuna,
vill einhver hugsa
um börnin
far-q
@mattiescott
Ekki reka hann,
hann er að standa
sig svo vel! (fyrir
alla aðra í efstu
fjórum sætunum)
#SAVEMOYES
Trend á Twitter Samfélagsmiðillinn logar vegna uppsagnar Davids Moyes
David Moyes, þjálfari Manchester United, var rekinn í vikunni og logaði
Twitter út af uppsögninni. Tæplega tvær milljónir Twitter-færslna hafa
verið skrifaðar um Moyes síðan á mánudag. Kassmerkið sem
hefur verið hvað vinsælast er #Moyessacked. Fyndnara kass-
merki er hins vegar #SaveMoyes. Undir því kassmerki
er að finna kaldhæðnar athugasemdir frá stuðnings-
mönnum annarra liða sem finnst miður að stjórinn
hafi verið látinn fara. Þessi kassmerki eru ekki ný af
nálinni og hafa lifað góðu lífi í dágóðan tíma en fóru
á flug eftir að Moyes var rekinn.
Veturinn kvaddur í miðborginni
Sólin vermdi borgarbúa með geislum sínum á síðasta vetrardegi þessa árs. Mannmargt var í miðborginni
og greinilegt er að landsmenn eru tilbúnir að taka á móti sumrinu með opnum örmum. Fréttablaðið kíkti
á stemninguna í miðbæ Reykjavíkur og síðast en ekki síst á götutískuna.
DÚÐAÐAR DÚLLUR Þessar tvær gæddu sér á ís og klæddust fallegum lopapeysum.
LITIR ERU ALLTAF Í TÍSKU Þessi
unga snót poppaði upp svart
dress með litríkum jakka.
REFFILEGUR Áberandi gler-
augnaumgjörð og flottur frakki.
Þessi er alveg með‘etta.
TVÆR GÓÐAR Þessar vinkonur voru
himinlifandi yfir að sólin lét sjá sig.
KÖFLÓTT SKAL ÞAÐ VERA Köflóttar
skyrtur virðast ekkert á leiðinni úr tísku.
PASTELPÍA Pastellitir eru
heitir í sumar. Þessi stúlka er
með vituð um það– sjáið bara
töskuna hennar.
LOÐFELDIR KLIKKA SEINT
Haustlitirnir mega alveg lifa
þó að sólin hafi aðeins kíkt í
heimsókn.
BLÚNDUR OG BLÓM
Sætt og einfalt lúkk.
ÞVÍLÍKUR SMEKKMAÐUR Hér er allt
að gerast og ekkert að því. Takið eftir
gulltöskunni sem setur punktinn yfir
i-ið.
LÍFIÐ