Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 62
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54
upp.“ Hann bætir við að hann hafi
þegar skrifað nokkrar útgáfur af
leikgerðinni. „Á mánudaginn byrj-
um við að lesa leikgerðina saman,
hópurinn, og komum til með að
móta hana áfram,“ segir hann að
lokum. olof@frettabladid.is
Ásgeir Trausti, FM Belfast og
hinn bandaríski Z-Trip koma til
með að spila á stórum EVE Fan-
fest-tónleikum í ár, laugardags-
kvöldið 3. maí.
„Z-Trip var með magnað sjóv
á EVE Fanfest í Hörpu í fyrra,“
segir Eldar Ástþórsson, upplýs-
ingafulltrúi CCP. „FM Belfast
hefur einnig spilað fyrir okkur
áður, en sveitin spilaði í troð-
fullri Laugardalshöll þar sem
Fanfestið fór fram 2011, ásamt
Booka Shade. Svo er Ásgeir
Trausti að verða eitt stærsta
nafn íslenskrar tónlistar,“
útskýrir Eldar, fullur til-
hlökkunar. Á meðal
þeirra þeirra sem hafa
spilað á EVE Fanfest
síðustu ár eru stór
nöfn á borð við Gus-
Gus, Booka Shade,
2manyDJs, Retro
Stefson, Skálmöld og
Ham. „Frá árinu
2004 hefur CCP
haldið árlega
Fanfest-
hátíð sína
í Reykjavík og við-
burðurinn hefur
vaxið mikið ár frá
ári. Í ár fer hátíðin
fram í öllum rýmum
Hörpu,“ segir Eldar
og bætir við að dag-
skráin sé gríðar-
lega fjölbreytt. „Það
verða sýningar, fyr-
irlestrar og óvæntar
uppákomur, en CCP
fagnar tíu ára afmæli
EVE Fanfest í ár.“
- ósk
Z-Trip og Ásgeir Trausti troða upp
EVE Fanfest kynnir glæsilega tónleikadagskrá á tíu ára afmæli hátíðarinnar í Hörpu þann þriðja maí.
EVE FANFEST VERÐUR STÓRT Í ÁR
Mikill fjöldi erlendra gesta gerir sér ferð
á hátíðina ár hvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Það er Maður ársins með Frikka D.
Brósi er sumarið í mannsmynd.
Jón Jónsson, tónlistarmaður
SUMARLAGIÐ
„Við byrjum að æfa á mánudag-
inn,“ segir Una Þorleifsdóttir, leik-
stjóri verksins Konan við 1000°,
sem byggt er á samnefndri skáld-
sögu Hallgríms Helgasonar. „Verk-
ið verður sett á svið í haust, nánar
tiltekið í september,“ segir Una
jafnframt um annað verkið sem
hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu,
en hún leikstýrði Harmsögu eftir
Mikael Torfason á síðasta ári við
góðan orðstír. Í verkinu koma til
með að leika þau Guðrún Gísladótt-
ir, Baldur Trausti Hreinsson, Edda
Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfs-
dóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir
og Snorri Engilbertsson.
Bók Hallgríms var tilnefnd til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
árið 2011, og til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs árið 2012,
en hún var nokkuð umdeild.
Bókin byggist að hluta á ævi
Brynhildar Georgíu Björnsson,
sonardóttur Sveins Björnssonar,
sem var fyrsti forseti Íslands. Í
bókinni heitir aðalsöguhetjan Her-
björg María Björnsson og Hall-
grímur birtir í bókinni formála þar
sem hann biður lesendur að blanda
þessu tvennu ekki saman því bókin
hans sé skáldskapur.
Í kjölfar útgáfu bókarinnar
ritaði dóttir Brynhildar grein í
Fréttablaðinu þar sem hún lýsti
yfir óánægju með bókina og fram-
komu Hallgríms í garð fjölskyldu
sinnar.
„Þetta er náttúrulega skáldskap-
ur og það er þannig sem ég nálgast
þetta, þó að sagan eigi samsvörun
í sögu þessarar konu. Fyrir mér er
þetta ekki tilraun til þess að segja
sögu þessarar fjölskyldu, held-
ur fólks sem finnur sig í þessum
aðstæðum,“ útskýrir Una og bætir
við að hún hlakki mikið til sam-
starfsins við Hallgrím.
Hallgrímur tekur í sama
streng og segist ekki hafa breytt
áherslum vegna gagnrýninnar.
„Maður breytir ekki bókum eftir
á, leikgerð er meira spurning um
val. Þetta snýst um á hvað maður
leggur áherslu. Bókin er löng og
mikil, og það þarf að stytta leið-
ir, færa kannski hluti til og stokka
Umdeild bók á svið
Konan við 1000°verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu í september. Höfundur
bókarinnar, Hallgrímur Helgason, skrifar leikgerð og Una Þorleifsdóttir leikstýrir.
LEIKSTJÓRINN Una Þorleifsdóttir segir verkið vera skáldskap og að hún nálgist það
sem slíkan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BREYTIR EKKI BÓKINNI EFTIR Á Hall-
grímur segist ekki hafa breytt áherslum
vegna gagnrýni sem hann hlaut fyrir
bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Jón Þór Birgisson, betur þekkt-
ur sem Jónsi í Sigur Rós, og Alex
Somers semja tónlistina í nýrri
bandarískri þáttaröð sem kallast
Manhattan. Þetta kemur fram á
breska fréttavefnum NME. Þætt-
irnir fara í sýningu í júlímánuði,
á bandarísku sjónvarpsstöðinni
WGN.
Þáttaröðin fjallar um kapp-
hlaupið við smíði kjarnorku-
sprengju á fimmta áratug síðustu
aldar, en þau John Benjamin Hic-
key, Olivia Williams og Daniel
Stern fara með aðalhlutverkin á
þáttunum.
Þættirnir eru skrifaðir af Sam
Shaw og þá leikstýrir Emmy-verð-
launahafinn Thomas Schlamme
þáttunum.
Jónsi og Alex hafa unnið saman
í ýmsum verkefnum og hafa samið
tónlist saman undir nafninu Jonsi
& Alex síðan árið 2003. Saman
eru þeir best þekktir fyrir verk-
ið Riceboy Sleeps. Þá túruðu þeir
saman þegar þeir fylgdu sólóplötu
Jónsa, Go, eftir árið 2010.
Jónsi og félagar hans í Sigur
Rós komu á dögunum fram í þátt-
unum Game of Thrones, en þar
spilaði sveitin sína útgáfu af þjóð-
lagi úr þáttunum, sem heitir The
Rains of Castamere.
Semja tónlist fyrir bandaríska þætti
Jónsi í Sigur Rós og Alex Somers semja tónlistina við nýja bandaríska þætti sem
bera nafnið Manhattan. Þættirnir fara í sýningu á nýrri sjónvarpsstöð, WGN, í júlí.
GOTT TEYMI Jón Þór Birgisson og Alex
Somers semja tónlistina í nýrri þáttaröð,
sem kallast Manhattan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fyrir mér er þetta
ekki tilraun til þess að
segja sögu þessarar
fjölskyldu, heldur fólks
sem finnur sig í þessum
aðstæðum.
Una Þorleifsdóttir leikstjóri
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
„Ákaflega kraftmikil og sterk sýning”
JBG - Fbl
„Leikhús í sinni bestu mynd”
BL - Pressan
„Glimrandi míní Hamlet”
HA - DV
Borgarleikhúsið
Fös 25/4 kl. 10:00 UPPSELT
Sun 27/4 kl. 13:00 UPPSELT
Sun 27/4 kl. 14:30 UPPSELT
Mið 30/4 kl. 10:00 UPPSELT
Fös 2/5 kl. 10:00 UPPSELT
Sun 4/5 kl. 13:00 örfá sæti
Sun 4/5 kl. 14:30 örfá sæti
Þri 6/5 kl. 10:00 UPPSELT
Mið 7/5 kl. 10:00 UPPSELT
Fim 8/5 kl. 10:00 UPPSELT
Fös 9/5 kl. 10:00 UPPSELT
Þri 13/5 kl. 10:00 UPPSELT
Mið 14/5 kl. 10:00 UPPSELT
Fim 15/5 kl. 10:00 UPPSELT
Frægasta leikrit allra tíma
...fyrir byrjendur
1989 2014
Stuðboltar blómaskeiðsins mæta aftur með alla
bestu ballslagara sjötta og sjöunda áratugarins!
FRAMUNDAN:
með Gunna Þórðar, Ásgeiri Óskars Stuðmanni,
Jonna Ólafs úr Pelican og
Óttari Felix úr Pops
Gullkistan
föstud. og laugard. 25.-26. apríl
2.-3. maí