Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 22

Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 22
24. apríl 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 G uðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins og landbúnaðarráðherra, ætlar að tilkynna í dag hvort hann verði við áskorunum um að taka fyrsta sætið á framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningar í Reykjavík. Það er reyndar dálítið ein- kennileg hugmynd að fá sveita- höfðingjann Guðna í framboð í Reykjavík. Hann nýtur að vísu persónulegra vinsælda, er manna skemmtilegastur og hefur undanfarin ár verið eftirsóttur uppistandari á þorrablótum og karlakvöldum íþróttafélaga. Kannski hugsa framsóknarmenn í Reykjavík sem svo að grínistum hafi gengið vel í síðustu borgar- stjórnarkosningum og það megi reyna aftur. En framboð Jóns Gnarr og félaga var ádeila á hefðbundna flokka- og valdapólitík. Það er einmitt jarðvegurinn sem Guðni Ágústsson er sprottinn úr. Nánast allur hans stjórnmálaferill er helgaður sér- hagsmunagæzlu fyrir eina atvinnugrein, landbúnaðinn. Því hefur fylgt að Guðni hefur verið afskaplega lítill tals- maður höfuðborgarinnar eða hagsmuna hennar. Hann hefur verið einarður talsmaður landbúnaðarkerfis sem hyglar framleiðendum sem flestir eru á landsbyggðinni, á kostnað neytenda á höfuð- borgarsvæðinu. Hann lagði einu sinni fram svohljóðandi fyrirspurn á þingi: „Hvað hyggst samgönguráðherra gera til að draga úr inn- flutningi matvæla með ferðafólki?“ Hann var ekki að grínast. Guðni hefur talað gegn því að íbúar höfuðborgarinnar njóti jafns atkvæðisréttar á við íbúa dreifbýliskjördæmanna. Hann hefur meira að segja flutt þingmál um að borgarbúar eigi að borga hærri skatta en fólkið á landsbyggðinni, í þágu byggðasjónarmiða. Sú tillaga var heldur ekki sett fram sem brandari og sennilega þætti reykvískum kjósendum ekki fyndið ef maður sem er í framboði til borgarstjórnar héldi þessari skoðun fram. Guðni sagði fyrr í vikunni að Framsóknarflokkurinn ætlaði að verja flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er hörð afstaða, af því að með henni taka framsóknarmenn beinlínis afstöðu gegn því ferli sem flugvallarmálið hefur verið sett í, að starfshópur skoði möguleika á annarri staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir útiloka því fyrir fram sátt sem gæti byggzt á að byggingarland í Vatnsmýri yrði losað með því að færa flugvöllinn, en Reykjavík yrði áfram miðstöð innanlandsflugsins. Í fréttum okkar á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið var rifjað upp að fyrir þingkosningarnar 2007 hafði Guðni allt aðra stefnu og vildi færa innanlandsflugið til Keflavíkur. Þegar þessar mótsagnir í málflutningi voru bornar undir Guðna sagðist hann hafa skipt um skoðun eftir að hafa kynnt sér málið betur; hann hefði haft rangt fyrir sér árið 2007. Að sjálfsögðu leyfist fólki að skipta um skoðun. Eins og Guðni hafði sjálfur einu sinni eftir Ólafi Jóhannessyni forvera sínum á formannsstóli Framsóknarflokksins: „Það hefur enginn bannað mér að vera vitrari í dag en ég var í gær.“ Ákveði Guðni í dag að taka oddvitasætið á framboðslista Fram- sóknar í borginni, er hins vegar full ástæða til að kjósendur í Reykjavík spyrji hann á næstunni hvort hann hafi líka skipt um skoðun í flestum þeim málum sem hafa skilgreint stjórnmálaferil hans. Er hann nú skyndilega orðinn baráttumaður fyrir hags- munum Reykvíkinga? Guðni Ágústsson íhugar framboð í borgarstjórn: Fyrir hag höfuð- borgarinnar? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Yfirgefa skipið Jórunn Frímannsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði sig úr honum með pompi og prakt í bloggfærslu í fyrradag. Þar sagðist hún meðal annars ekki sjá sér fært að taka heiðurssæti á lista flokksins til borgarstjórnarkosninga sem fara fram eftir rúmlega mánuð. Hún segir frá sögu evrópusinn- aðra einstaklinga innan flokksins, hvernig reynt var að ná sáttum við andstæðingana og hvernig for- maðurinn, Bjarni Benediktsson, kom með útspil fyrir kosningar sem gerði það að verkum að þeim fannst enn vera von. Síðan hefur margt breyst og er Jórunn á meðal þeirra sem standa að stofnun nýs flokks. Jórunn er ekki sú eina sem finnur sig í þessari stöðu og hafa nokkuð margir lýst yfir áhuga á því að ganga til liðs við þennan óstofn- aða flokk hingað til. Flestir flokkar reyna að laða til sín fólk. Aðrir virðast keppast við að segja fólki að koma sér í burtu. Kalt á toppnum Það er ljóst að það að fara út í pólitík og sér í lagi að taka að sér forystuhlut- verk verður sjaldnast til þess að fólk afli sér mikilla vinsælda. Að minnsta kosti ekki í seinni tíð. Þannig greinir MMR frá því í gær að samkvæmt könnun þeirra búa þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Árni Páll Árnason og Bjarni Benediktsson ekki yfir neinum sérstökum eigin- leikum, líkt og heiðarleika, persónu- töfrum og meðfæddum leiðtogahæfi- leikum. Þó eru undantekningar á þessari könnun; Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Jón Gnarr borgarstjóri skoruðu jafnan hæst í þessari könnun og töldu aðspurðir þau vera heiðarleg í tengslum við almenning. Það kom síðan lítið á óvart að með þeim Katrínu og Jóni kom teflon-forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, nokkuð vel út úr þessum spurningum. fanney@frettabladid.is Í dag fögnum við fyrsta degi sumars. Þótt íslenska veðrið gefi ekki alltaf til kynna upphaf þess tíma látum við Íslendingar það lítið á okkur fá og fögn- um sumarkomu, hvort sem það blæs, rignir eða snjóar. Það er þessi kraftur og þessi bjartsýni sem gerir samfélagið okkar svo sérstakt og skapar svo mörg tækifæri til sóknar og sérstöðu. Veðurbrigðin í lífinu eiga nefnilega jafnt við um samfélög, fjöl- skyldur og einstaklinga. Það skiptast einfaldlega á skin og skúrir, en á okkur öllum hvílir samt alltaf sú ábyrgð að halda samt áfram – ganga yfir skaflana og standa af okkur stormana svo njóta megi síðar sólar og sumars. Þetta er viðhorfið sem þarf að ein- kenna Ísland, sem nú stendur á tímamót- um og tekst á við nýjar áskoranir, nýja framtíð. Bjartsýnin, gleðin og sóknar- hugurinn sem tengist sumarkomunni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í for- tíðinni og þannig munum við áfram ná árangri. Við stjórnum ekki því sem liðið er en við getum haft áhrif á framtíðina. Burtséð frá einstaka verkefnum þá er sátt og samstaða um það að halda áfram – gera betur í dag en í gær – mikilvæg- ara en flest annað fyrir framtíðina. Að vera sammála um að stefna lengra, nýta tækifærin og hafa trú á okkur sjálf og fólkið okkar skapar forsendur til að byggja upp frábært samfélag til fram- tíðar. Við getum tekist á um einstaka dægur mál á málefnalegan hátt en verið sammála um að gera alltaf það besta fyrir land okkar og þjóð. Í dag er því við hæfi að taka sam- eiginlega ákvörðun um einmitt það. Þegar við fögnum sumri að íslenskum sið á þessum góða degi – flöggum fánum okkar og njótum samveru með okkar nánustu – skulum við því um leið taka á móti nýjum tímum með þeim góðu fyrir- heitum, krafti, bjartsýni sem hefur, á og verður að einkenna þessa þjóð á einmitt þessum degi. Gleðilegt sumar. Gleðilegt sumar SAMFÉLAG Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ➜ Bjartsýnin, gleðin og sóknar- hugurinn sem tengist sumarkom- unni þarf að einkenna samfélagið á hverjum degi. Þannig höfum við náð árangri í fortíðinni og þannig munum við áfram ná árangri.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.