Fréttablaðið - 24.04.2014, Side 23
FIMMTUDAGUR 24. apríl 2014 | SKOÐUN | 23
Það var fróðlegt að hlusta
á Óskar Magnússon í
útvarpinu um daginn,
þar sem hann reynir að
réttlæta sína ólögmætu
gjaldtöku við Kerið fyrir
Ögmundi Jónassyni. Þar
vísar Óskar í 28. grein
laga um skipan ferðamála.
Greinin er svohljóðandi:
„Ráðherra er heimilt
að ákveða, að fenginni
umsögn Ferðamálastofu, að greitt
skuli sanngjarnt gjald fyrir þjón-
ustu sem veitt er á ferðamanna-
stöðum enda sé fé það sem þannig
safnast, að frádregnum innheimtu-
kostnaði, eingöngu notað til vernd-
ar, fegrunar og snyrtingar viðkom-
andi staðar og til að bæta aðstöðu
til móttöku ferðamanna.
Ákvæði þessi taka þó ekki til
þjóðgarða eða annarra svæða á
vegum Umhverfisstofnunar nema
samþykki hennar komi
til.“
Ef þetta er hálmstráið
sem hangið er í, þá skulum
við skoða það aðeins nánar.
Í fyrsta lagi þarf ráðherra
að gefa út þessa heimild,
eftir að Ferðamálastofa
hefur gefið umsögn um við-
komandi svæði. Umsögn-
in væri þá forsenda fyrir
gjaldtökuheimild ráðherra.
Í tilviki Kersins er ekkert slíkt til
staðar, svo ég viti til.
Í öðru lagi er talað um „sann-
gjarnt gjald fyrir þjónustu sem veitt
er á ferðamannastöðum“. Hér er þá
verið að tala um aðgang að salern-
um eða hreinlætisaðstöðu og öðru
slíku. Aðgangseyrir inn á svæðið,
án allrar þjónustu, er fullkomin
misnotkun á þessu ákvæði og getur
aldrei verið réttlæting á téðu gjaldi.
Í þriðja lagi, þá stendur eftirfar-
andi í lokin: „Ákvæði þessi taka
þó ekki til þjóðgarða eða annarra
svæða á vegum Umhverfisstofnun-
ar nema samþykki hennar komi til.“
Nú er Kerið á náttúruminjaskrá
og þar með náttúruverndarsvæði
samkvæmt náttúruverndarlögum.
Samkvæmt 28. grein laga um
náttúruvernd frá 1999 eru öll
náttúruverndarsvæði í umsjón
Umhverfisstofnunar, nema annað
sé tekið fram í lögum.
Þannig að lögum samkvæmt eru
Kerið og Tjarnarhólar í umsjón
Umhverfisstofnunar, þó svo að land-
areignin sé í einkaeigu.
Sú uppbygging sem er til staðar á
svæðinu (aðkoma, bílastæði, göngu-
stígar o.s.frv) hefur verið kostuð af
almannafé. Það hefði aðeins verið
gert ef svæðið væri í opinberri
umsjón.
Svo virðist sem ekkert af skilyrð-
um ákvæðisins sem Óskar vísar til
sé uppfyllt. Engu að síður er þessi
ólöglega miðasala að Kerinu látin
viðgangast af umhverfisráðuneyt-
inu og Umhverfisstofnun.
Brot á almannarétti
Það virðist einnig gæta misskiln-
ings hjá Óskari hvað varðar ákvæð-
ið um almannarétt.
Það er svohljóðandi:
„Mönnum er heimilt, án sérstaks
leyfis landeiganda eða rétthafa, að
fara gangandi, á skíðum, skautum
og óvélknúnum sleðum eða á annan
sambærilegan hátt um óræktað
land og dveljast þar. Á eignarlandi
í byggð er eiganda eða rétthafa þó
heimilt að takmarka eða banna með
merkingum við hlið og göngustíga
umferð manna og dvöl á afgirtu
óræktuðu landi.“
Hann túlkar heimild landeiganda
til að takmarka eða banna umferð
fólks á þann hátt að honum sé heim-
ilt að krefjast aðgangseyris ef fólk
vill fara um hans land.
Það er ævintýraleg oftúlkun og
hrein óskhyggja að komast að þeirri
niðurstöðu að ákvæðið bjóði upp á
það.
Það eina sem landeigendur við
Kerið geta gert, lögum samkvæmt,
er að loka svæðinu. Það myndi
vissulega vera ákveðin náttúru-
vernd falin í því, en arðgreiðslurn-
ar þurfa þá að bíða um sinn.
Reyndar þyrftu þeir í Ker-
félaginu að bíða býsna lengi eftir
arðgreiðslum, þar sem þær eru
óheimilar samkvæmt ákvæðinu
sem Óskar vísar í. Hins vegar má
kannski túlka á annan hátt það sem
stendur þar skýrum stöfum, ef vilji
er fyrir hendi.
Þór Jónsson, upplýsinga-
fulltrúi Lýsingar, ritar sér-
kennilega grein í Frétta-
blaðið þann 15. apríl sl.
þar sem hann fjallar um
blaðagrein sem ég ritaði
í sama blað þann 4. sama
mánaðar. Í grein minni
var þeirri áskorun beint
til alþingismanna að sam-
þykkja sem lög frá Alþingi
frumvarp sem nú liggur
fyrir þinginu og felur í sér
að fyrningarfrestur upp-
gjörskrafna vegna ólögmætrar
gengistryggingar, sem að óbreyttu
rennur út 16. júní nk., framlengist
til 16. júní 2018.
„Fyrirmyndarfyrirtækið“ Lýsing
Sú mynd sem fulltrúi upplýsinga-
mála Lýsingar dregur upp í grein
sinni af fyrirtækinu sem hann
þiggur laun hjá er fjarri öllum
sanni. Af lýsingu hans að dæma
mætti ætla að vinnuveitandi hans
væri fyrirmyndarfyrirtæki sem
ávallt hefði komið fram við við-
skiptavini sína af sanngirni og
sáttfýsi. Hið rétta er hins vegar,
eins og viðsemjendur félagsins og
raunar allir þeir sem fylgst hafa
með þjóðmálaumræðu síðustu ára
vita, að Lýsing bauð þúsundum
viðskiptavina sinna upp á samn-
inga sem ekki stóðust lög þegar á
reyndi, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í
máli nr. 153/2010. Þrátt fyrir þetta
hefur Lýsing beitt mikilli hörku í
innheimtuaðgerðum gegn við-
semjendum sínum á þessum sömu
lánum. Fyrirsögn greinar upp-
lýsingafulltrúans „Lýsing byggir
á lögum“ eru því ein mestu öfug-
mæli sem birst hafa á prenti hér á
landi á síðustu árum.
Óvenjulega mikill áhugi á Lýsingu
Í grein upplýsingafulltrúans full-
yrðir hann að ég hafi „um ára-
bil haft óvenjulega mikinn áhuga
á Lýsingu“. Ekki veit ég hvaða
viðmið Þór leggur til grundvall-
ar þegar hann segir að áhuginn
sé óvenjulegur en ég get upplýst
hann um að „áhugi“ minn á Lýs-
ingu er alfarið þannig tilkominn
að til mín hafa leitað, á síðustu
árum, mörg hundruð viðsemjenda
félagsins sem telja sig hafa verið
órétti beitta í viðskiptum sínum
við fyrirtækið. Þetta er í sam-
ræmi við það sem fram kemur
í nýlegu minnisblaði umboðs-
manns skuldara til ráðherra þar
sem fram kemur að lántakar hafi
í mörgum tilvikum verið fórnar-
lömb fjármálafyrirtækjanna og
hafi þurft að leita sér aðstoðar í
baráttunni við þau. Umboðsmað-
ur telur ástæðu til að nefna Lýs-
ingu sérstaklega í þessu sambandi
og segir orðrétt að „Lýsing [hafi]
komið fram við lántakendur í þess-
um málum með þeim hætti að ekki
verður við unað“.
Útreikningsaðferð Lýsingar röng
Í fyrri blaðagrein minni benti ég á
að uppgjörsaðferð Lýsingar væri
í andstöðu við dómafor-
dæmi Hæstaréttar. Í grein
upplýsingafulltrúans er
þetta dregið í efa og vísað til til-
greindra dóma Hæstaréttar því til
stuðnings. Hér er Þór á villigötum
og rangtúlkar dóma Hæstaréttar,
sem eru skýrir um hvaða aðferð
ber að beita við uppgjör gengisl-
ána. Þannig kemur skýrt fram í
dómi Hæstaréttar 18. október 2012
í máli nr. 464/2012 (Borgarbyggð)
hvaða aðferð skuli leggja til grund-
vallar. Síðari dómar réttarins t.d.
í málum nr. 430/2013 og 544/2013
staðfesta þann skilning.
Það er ljóst að ef útreikningsað-
ferð Lýsingar væri í samræmi við
dómafordæmi Hæstaréttar, líkt og
upplýsingafulltrúinn heldur fram,
fæli það í sér að önnur fjármála-
fyrirtæki á Íslandi, með öllum
þeim fjölda sérfræðinga sem þar
starfa, hefðu lesið dóma Hæsta-
réttar skakkt og reiknað tugþús-
undir lána út frá rangri aðferða-
fræði. Hið sama ætti þá við um
umboðsmann skuldara, sem falið
hefur verið eftirlitshlutverk með
endurútreikningum. Þetta er fjar-
stæðukennt og stenst ekki nánari
skoðun.
Þrátt fyrir skýr dómafordæmi
Hæstaréttar þráast Lýsing við og
beitir aðferð sem leiðir til lakari
niðurstöðu fyrir lántaka. Þetta er
grafalvarlegt í ljósi þeirra hags-
muna sem í húfi eru. Viðsemjendur
Lýsingar eru því í annarri og verri
stöðu en viðsemjendur annarra
fjármálafyrirtækja, enda liggur
fyrir að hin síðarnefndu fallast á
að beita þeirri aðferð sem leiðir
af Borgarbyggðarmálinu. Afstaða
Lýsingar hefur þannig í för með
sér að viðsemjendur Lýsingar eru
nauðbeygðir til að sækja rétt sinn
fyrir dómstólum.
Frumvarp um lengingu
fyrningarfrests
Ég hef kosið að taka afstöðu með
viðsemjendum Lýsingar í bar-
áttu sinni fyrir því að eignaleigu-
fyrirtækið fari að lögum. Ég get
því fullvissað upplýsingafulltrú-
ann um að ég mun eftir sem áður
fylgjast með „óvenjulega“ miklum
áhuga með vinnuveitanda hans.
Dæmin sanna að ekki er vanþörf
á. Til þess að réttindi lántaka glat-
ist ekki er nauðsynlegt að frum-
varpið um lengingu fyrningar-
frestsins verði samþykkt sem lög
frá Alþingi áður en vorþingið renn-
ur sitt skeið. Ég ítreka því fyrri
áskorun mína til alþingismanna
enda er að öðrum kosti stórslys í
uppsiglingu.
Lýsing á Lýsingu
Sjálftöku landeigenda verður að stöðva
Leikskólastigið er fyrsta
skólastigið í skólakerfinu.
Þar fer fram nám sem m.a.
leggur grunn að námi á
öðrum skólastigum. Aukn-
ar kröfur eru nú gerðar
til leikskólakennara og fer
kennslan fram við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands
og Háskólann á Akureyri.
Um þessar mundir standa
þessar menntastofnan-
ir, auk mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins,
Kennarasambands Íslands og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, fyrir
kynningarátaki með það að mark-
miði að fjölga vel menntuðum og
hæfum leikskólakennurum. Í átak-
inu sem hlotið hefur heitið „Fram-
tíðarstarfið“ er leitast við að sýna
starfið í raunsæju ljósi með stuttum
myndböndum og viðtölum við leik-
skólakennara og nemendur. Auk
þess verður ítarlegt fræðsluefni
um starfið aðgengilegt á vefsíðunni
www.framtidarstarfid.is.
Menntun leikskólakennara
Nám kennara á öllum skólastigum
er nú fimm ár skv. lögum frá 2008.
Við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands (MVS)
er boðið upp á nokkrar
leiðir til að stunda leik-
skólakennaranám. Fyrstu
nemendur í nýju fimm ára
meistaranámi verða braut-
skráðir nú í vor. Nú geta
einnig þeir sem lokið hafa
B.A.-, B.Ed.- eða B.S.-prófi
í öðrum greinum bætt við
sig tveimur árum á meist-
arastigi og fengið réttindi
sem leikskólakennarar.
Síðastliðið haust var á vegum
MVS lögð fyrir könnun meðal
starfsfólks leikskóla og nemenda
í framhaldsskólum, þar sem áhugi
þeirra á leikskólakennaranámi
var kannaður og þeir spurðir að
því hvaða þættir hefðu áhrif á
námsvalið. Í ljós kom mikill áhugi
á stuttu hagnýtu námi. Brugðist
hefur verið við þessum niðurstöð-
um og settar á fót styttri náms-
leiðir við sviðið. Leikskólakenn-
aranáminu má nú einnig ljúka í
ákveðnum þrepum. Hægt er að
ljúka tveggja ára diplómanámi
eða þriggja ára B.Ed.-námi í leik-
skólafræði og byggja ofan á það
nám þegar hverjum og einum
hentar.
Af hverju ætti fólk að sækjast
eftir því að gerast leikskólakenn-
arar?
● Leikskólakennarar hafa mögu-
leika á að hafa veruleg áhrif á
framtíð einstaklinga. Samfélags-
leg áhrif þeirra eru mikil.
● Námið býður upp á möguleika á
framtíðarstarfi þar sem atvinnu-
leysi þekkist ekki. Nú vantar um
1.300 leikskólakennara á landinu.
● Starfið er fjölbreytt og skapandi.
Enginn dagur í vinnunni er eins.
● Leikskólakennaranámið er
sveigjanlegt og áhugavert. Nem-
endur geta stundað námið í
fjarnámi, staðnámi eða hvoru
tveggja.
● Í leikskólakennaranámi býðst
tækifæri til að taka þátt í rann-
sóknum á leikskólastiginu og
þannig hafa áhrif á viðhorf og
stefnumótun í málefnum barna.
Líðan barna og nám í leikskóla
getur skipt sköpum fyrir framtíð
þeirra. Það er því nauðsynlegt að
til starfa í leikskólum veljist vel
menntað og hæft fólk. Samfélag
okkar hefur ekki efni á öðru.
Leikskólakennaranám –
Öruggt framtíðarstarf
MENNTUN
Jóhanna
Einarsdóttir
forseti Mennta-
vísindasviðs HÍ
LANDVERND
Stefán Þ. Þórsson
landfræðingur
FJÁRMÁL
Einar Hugi
Bjarnason
hæstaréttarlög-
maður
➜ Þrátt fyrir skýr
dómafordæmi Hæsta-
réttar þráast Lýsing
við og beitir aðferð
sem leiðir til lakari
niðurstöðu fyrir
lántaka.
➜ Svo virðist sem ekkert af
skilyrðum ákvæðisins sem
Óskar vísar til sé uppfyllt.