Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.04.2014, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 24.04.2014, Qupperneq 62
24. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 54 upp.“ Hann bætir við að hann hafi þegar skrifað nokkrar útgáfur af leikgerðinni. „Á mánudaginn byrj- um við að lesa leikgerðina saman, hópurinn, og komum til með að móta hana áfram,“ segir hann að lokum. olof@frettabladid.is Ásgeir Trausti, FM Belfast og hinn bandaríski Z-Trip koma til með að spila á stórum EVE Fan- fest-tónleikum í ár, laugardags- kvöldið 3. maí. „Z-Trip var með magnað sjóv á EVE Fanfest í Hörpu í fyrra,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýs- ingafulltrúi CCP. „FM Belfast hefur einnig spilað fyrir okkur áður, en sveitin spilaði í troð- fullri Laugardalshöll þar sem Fanfestið fór fram 2011, ásamt Booka Shade. Svo er Ásgeir Trausti að verða eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar,“ útskýrir Eldar, fullur til- hlökkunar. Á meðal þeirra þeirra sem hafa spilað á EVE Fanfest síðustu ár eru stór nöfn á borð við Gus- Gus, Booka Shade, 2manyDJs, Retro Stefson, Skálmöld og Ham. „Frá árinu 2004 hefur CCP haldið árlega Fanfest- hátíð sína í Reykjavík og við- burðurinn hefur vaxið mikið ár frá ári. Í ár fer hátíðin fram í öllum rýmum Hörpu,“ segir Eldar og bætir við að dag- skráin sé gríðar- lega fjölbreytt. „Það verða sýningar, fyr- irlestrar og óvæntar uppákomur, en CCP fagnar tíu ára afmæli EVE Fanfest í ár.“ - ósk Z-Trip og Ásgeir Trausti troða upp EVE Fanfest kynnir glæsilega tónleikadagskrá á tíu ára afmæli hátíðarinnar í Hörpu þann þriðja maí. EVE FANFEST VERÐUR STÓRT Í ÁR Mikill fjöldi erlendra gesta gerir sér ferð á hátíðina ár hvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Það er Maður ársins með Frikka D. Brósi er sumarið í mannsmynd. Jón Jónsson, tónlistarmaður SUMARLAGIÐ „Við byrjum að æfa á mánudag- inn,“ segir Una Þorleifsdóttir, leik- stjóri verksins Konan við 1000°, sem byggt er á samnefndri skáld- sögu Hallgríms Helgasonar. „Verk- ið verður sett á svið í haust, nánar tiltekið í september,“ segir Una jafnframt um annað verkið sem hún leikstýrir í Þjóðleikhúsinu, en hún leikstýrði Harmsögu eftir Mikael Torfason á síðasta ári við góðan orðstír. Í verkinu koma til með að leika þau Guðrún Gísladótt- ir, Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson. Bók Hallgríms var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2011, og til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs árið 2012, en hún var nokkuð umdeild. Bókin byggist að hluta á ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, sonardóttur Sveins Björnssonar, sem var fyrsti forseti Íslands. Í bókinni heitir aðalsöguhetjan Her- björg María Björnsson og Hall- grímur birtir í bókinni formála þar sem hann biður lesendur að blanda þessu tvennu ekki saman því bókin hans sé skáldskapur. Í kjölfar útgáfu bókarinnar ritaði dóttir Brynhildar grein í Fréttablaðinu þar sem hún lýsti yfir óánægju með bókina og fram- komu Hallgríms í garð fjölskyldu sinnar. „Þetta er náttúrulega skáldskap- ur og það er þannig sem ég nálgast þetta, þó að sagan eigi samsvörun í sögu þessarar konu. Fyrir mér er þetta ekki tilraun til þess að segja sögu þessarar fjölskyldu, held- ur fólks sem finnur sig í þessum aðstæðum,“ útskýrir Una og bætir við að hún hlakki mikið til sam- starfsins við Hallgrím. Hallgrímur tekur í sama streng og segist ekki hafa breytt áherslum vegna gagnrýninnar. „Maður breytir ekki bókum eftir á, leikgerð er meira spurning um val. Þetta snýst um á hvað maður leggur áherslu. Bókin er löng og mikil, og það þarf að stytta leið- ir, færa kannski hluti til og stokka Umdeild bók á svið Konan við 1000°verður sett á svið í Þjóðleikhúsinu í september. Höfundur bókarinnar, Hallgrímur Helgason, skrifar leikgerð og Una Þorleifsdóttir leikstýrir. LEIKSTJÓRINN Una Þorleifsdóttir segir verkið vera skáldskap og að hún nálgist það sem slíkan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BREYTIR EKKI BÓKINNI EFTIR Á Hall- grímur segist ekki hafa breytt áherslum vegna gagnrýni sem hann hlaut fyrir bókina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jón Þór Birgisson, betur þekkt- ur sem Jónsi í Sigur Rós, og Alex Somers semja tónlistina í nýrri bandarískri þáttaröð sem kallast Manhattan. Þetta kemur fram á breska fréttavefnum NME. Þætt- irnir fara í sýningu í júlímánuði, á bandarísku sjónvarpsstöðinni WGN. Þáttaröðin fjallar um kapp- hlaupið við smíði kjarnorku- sprengju á fimmta áratug síðustu aldar, en þau John Benjamin Hic- key, Olivia Williams og Daniel Stern fara með aðalhlutverkin á þáttunum. Þættirnir eru skrifaðir af Sam Shaw og þá leikstýrir Emmy-verð- launahafinn Thomas Schlamme þáttunum. Jónsi og Alex hafa unnið saman í ýmsum verkefnum og hafa samið tónlist saman undir nafninu Jonsi & Alex síðan árið 2003. Saman eru þeir best þekktir fyrir verk- ið Riceboy Sleeps. Þá túruðu þeir saman þegar þeir fylgdu sólóplötu Jónsa, Go, eftir árið 2010. Jónsi og félagar hans í Sigur Rós komu á dögunum fram í þátt- unum Game of Thrones, en þar spilaði sveitin sína útgáfu af þjóð- lagi úr þáttunum, sem heitir The Rains of Castamere. Semja tónlist fyrir bandaríska þætti Jónsi í Sigur Rós og Alex Somers semja tónlistina við nýja bandaríska þætti sem bera nafnið Manhattan. Þættirnir fara í sýningu á nýrri sjónvarpsstöð, WGN, í júlí. GOTT TEYMI Jón Þór Birgisson og Alex Somers semja tónlistina í nýrri þáttaröð, sem kallast Manhattan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fyrir mér er þetta ekki tilraun til þess að segja sögu þessarar fjölskyldu, heldur fólks sem finnur sig í þessum aðstæðum. Una Þorleifsdóttir leikstjóri Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is „Ákaflega kraftmikil og sterk sýning” JBG - Fbl „Leikhús í sinni bestu mynd” BL - Pressan „Glimrandi míní Hamlet” HA - DV Borgarleikhúsið Fös 25/4 kl. 10:00 UPPSELT Sun 27/4 kl. 13:00 UPPSELT Sun 27/4 kl. 14:30 UPPSELT Mið 30/4 kl. 10:00 UPPSELT Fös 2/5 kl. 10:00 UPPSELT Sun 4/5 kl. 13:00 örfá sæti Sun 4/5 kl. 14:30 örfá sæti Þri 6/5 kl. 10:00 UPPSELT Mið 7/5 kl. 10:00 UPPSELT Fim 8/5 kl. 10:00 UPPSELT Fös 9/5 kl. 10:00 UPPSELT Þri 13/5 kl. 10:00 UPPSELT Mið 14/5 kl. 10:00 UPPSELT Fim 15/5 kl. 10:00 UPPSELT Frægasta leikrit allra tíma ...fyrir byrjendur 1989 2014 Stuðboltar blómaskeiðsins mæta aftur með alla bestu ballslagara sjötta og sjöunda áratugarins! FRAMUNDAN: með Gunna Þórðar, Ásgeiri Óskars Stuðmanni, Jonna Ólafs úr Pelican og Óttari Felix úr Pops Gullkistan föstud. og laugard. 25.-26. apríl 2.-3. maí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.