Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 6
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 1 1 4 6 Við bjóðum upp á 6 mánaða vaxtalausar léttgreiðslur Visa og Euro! *Heimkeyrsla innan höfuðborgarsvæðisins á virkum dögum milli kl. 9–18. Grillflötur 450x470 mm 2 brennarar 79.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Léttgreiðslur 13.317 KR. í 6 mán. Grillflötur 670x470 mm 3 brennarar 129.900 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Léttgreiðslur 21.650 KR. í 6 mán. GRILLSUMARIÐ ER HAFIÐ Verðlaunagrillin frá Char Broil búa yfir nýju TRU- Infrared tækninni sem gerir þér kleift að grilla í hvaða veðráttu sem er. Grillin eru afgreidd samsett og keyrð heim til kaupanda ef óskað er.* REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 Sími 580 8500 mánud.–föstud. 10–18 laugard. 10–16 ellingsen.is AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 Sími 460 3630 mánud.–föstud. 10–18 laugard. 10–16 Leitaðu ráða hjá okkur. Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir. Við seljum eingöngu þrautreyndar hágæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður. 100% JAFN HITISAFARÍKARI MATUR BETRI STJÓRN Á HITA 0:00 STYTTRI ELDUNARTÍMI Í ALLRI VEÐRÁTTU MINNI GASNOTKUN ENGAR ELDTUNGUR Grillflötur 790x470 mm 4 brennarar 159.000 KR. CHAR-BROIL GASGRILL Léttgreiðslur 26.500 KR. í 6 mán. MENNING „Við erum spennt eins og krakkar á jólunum,“ segir Jon Gunnar Jørgensen. Hann beið þess spenntur í gær að sjá nýprentaða norska þýðingu Íslendingasagnanna í prentsmiðjunni Odda. Sænsk þýð- ing sagnanna ásamt danskri renn- ur út úr prentsmiðjunni í kjölfar þeirrar norsku. Á mánudag kemur út í fyrsta skipti heildarútgáfa Íslendingasagn- anna á norsku, sænsku og dönsku, en Jon Gunnar er ritstjóri norskrar útgáfu þýðingarinnar. „Þetta er dásamleg tilfinning. Þetta hefur verið stórkostlega gaman því þegar maður leitar til fólks til að fá aðstoð við að gera eitthvað fyrir sögurnar fær maður svo góð viðbrögð,“ segir Jóhann Sig- urðsson, útgefandi Íslendingasagn- anna. Hann hóf undirbúning verk- efnisins árið 2006. Jóhann hafði áður gefið út enska þýðingu Íslendingasagnanna, og segir að þegar þeirri útgáfu hafi verið lokið hafi legið beint við að snúa sér að hinum norðurlandamál- unum. „Sögurnar hafa skipt miklu máli á Norðurlöndunum í hundruð ára, og þær notið virðingar og verið rannsakaðar af fræðimönnum.“ Undir það tekur Jon Gunnar. „Ég fann það strax þegar við byrjuðum að það var mikill áhugi fyrir þessu verkefni. Fjölmiðlar hafa sýnt þessu mikinn áhuga, og við höfum fengið góða styrki til að standa undir kostnaði við þýðinguna. Sögurnar hafa haft mikil áhrif á norskt menn- ingarlíf og fólk þekkir þær, þó fyrst og fremst Heimskringlu.“ Jon Gunnar segir að þýðendur í löndunum þremur hafi haft með sér ákveðið samstarf, þó verkið hafi verið unnið sjálfstætt í hverju landi. Þeir hafi glímt við svipuð vandamál. „Kvæðin eru sérstaklega erfið, enda eru þau líka torskilin fyrir Íslendinga. Við þurftum að ákveða hvort við myndum þýða þau þannig að þau líktust sem mest uppruna- legum texta skáldsins, eða hvort við myndum þýða þau þannig að nútímafólk gæti skilið þau,“ segir Jon Gunnar. Norsku þýðendurnir völdu síðari leiðina, en þeir dönsku reyndu að halda sig nær upprunalega textan- um. Ekki var reynt að þýða sögurn- ar á finnsku. „Sögurnar hafa ekki sams konar hefð í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum,“ segir Jon Gunnar. Þá bendir hann á að erf- itt hefði getað verið að finna nægi- lega mikið af hæfum sérfræðingum til að þýða sögurnar úr íslensku á finnsku. brjann@frettabladid.is Íslendingasögurnar þýddar í heild sinni Heildarútgáfur allra Íslendingasagnanna koma út á mánudag á norsku, dönsku og sænsku. Dásamleg tilfinning segir útgefandinn, sem hefur unnið að verkefninu í átta ár. Mikill áhugi fyrir þýðingunni í Noregi segir ritstjóri norsku þýðingarinnar. ÁNÆGÐIR Þeir Jon Gunnar Jørgensen (til vinstri) og Jóhann Sigurðsson fylgdust spenntir með þegar prentun á norsku þýðing- unni á Íslendingasögunum lauk í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þann 21. maí mun Þórarinn Eldjárn, sem hefur ort drápu til Danadrottningar að fornum hætti, fara í höllina þar sem drottningin mun taka á móti okkur og hlýða á drápuna,“ segir Jóhann Sigurðsson, útgefandi Íslendingasagnanna. Hann segir þetta þakklætis- vott til dönsku þjóðarinnar fyrir rausnarleg framlög, og að til standi að flytja konungum Noregs og Svíþjóðar drápur síðar. „Það verður stór stund að endurvekja þúsund ára gamla hefð. Drápan er algert snilldar- verk, við erum búnir að sjá hana,“ segir Jóhann. Flytur Danadrottn- ingu drápu ■ Allar Íslendingasögurnar 40, auk 49 þátta, voru þýddar á norsku, dönsku og sænsku. ■ Prentuð verða 2.000 eintök af sögunum á hverju tungumáli. ■ Útgáfan er um 2.500 síður, en samtals þurfti að þýða um 8.400 blað- síður fyrir útgáfuna á tungumálunum þremur að öllu meðtöldu. ■ Bækurnar eru prentaðar í Odda, og er þetta eitt viðamesta verkefni prentsmiðjunnar. ■ Kostnaður við útgáfuna er um 250 milljónir króna. Styrkir hafa fengist hér á landi, í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og er útgáfan að fullu fjár- mögnuð. ■ Verkefnið hófst hjá Sögu forlagi árið 2006 og lýkur formlega með útgáfu bókanna þann 28. apríl. ■ Hátt í 100 manns hafa unnið við ritstjórn, þýðingar og yfirlestur. ■ Miklar kröfur voru gerðar til læsileika og nákvæmni þýðinganna, og voru virt skáld og rithöfundar í löndunum þremur fengin til að lesa yfir og leggja til breytingar á orðalagi. ■ Þjóðhöfðingjar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar rita formála í bækurnar. ➜ Styrkir duga fyrir kostnaði við þýðingar DÓMSMÁL Fyrrverandi starfs- maður Orkuveitu Reykjavíkur á rétt á bótum frá tryggingafélagi fyrirtækisins vegna ristarbrots sem hann varð fyrir við að landa laxi í Elliðaánum. Maðurinn var í frítíma sínum við veiðar þegar slysið varð í júlí 2010. Hann setti í lax og var að þreyta hann þegar hann lenti með vinstri fótinn ofan í sprungu og rann 70 til 80 sentimetra ofan í hana. „Hann kvaðst hafa séð þessa sprungu ári áður, er hann var veiðivörður við ána, en þá hefði maður fótbrotnað í henni. Hann hefði þá látið örygg- isfulltrúa hjá Orkuveitunni vita,“ segir um vitnisburð mannsins. Manninum, sem ristarbrotnaði og var óvinnufær í eitt ár, var sagt upp hjá Orkuveitunni ásamt fleirum í október 2010. VÍS hafnaði bóta- rétti. „Ætla verði að jafnvægismiss- inn megi rekja til hreyfinga stefn- anda sjálfs og líkamsbeitingar hans er hann reyndi að landa fiskinum,“ segir í rökum VÍS sem héraðsdómur hafnaði. - gar Veiðivörður fær bætur fyrir að falla í sprungu sem hann varaði við sjálfur: Ristarbrotnaði við að landa laxi ELLIÐAÁR Vissara er fyrir veiðmenn að stíga gætilega til jarðar í hita leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.