Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 24
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Morgunn frumsýn-ingardags er ekki óskatími fyrir leik-ara að mæta í við-tal en Hilmir Snær Guðnason er samt ljúfmennskan sjálf þegar hann mætir á Gráa köttinn nývakn- aður og hræddur um að hann sé að veikjast, sem verður að teljast afar óheppileg tímasetning. Er það kannski frumsýningarskrekkur- inn sem er að kikka inn? Finnur hann enn fyrir honum? „Maður vex aldrei alveg upp úr honum, en hann verður minni og minni með tímanum. Maður er þó alltaf með dálítinn fiðring fyrir sýningar, ekkert bara frumsýn- ingar, það er eitthvað sem breyt- ist aldrei, held ég.“ Hilmir Snær leikur John Proctor, eitt af aðalhlutverkunum í Eldrauninni sem hann segir vera gott hlutverk í velskrifuðu verki sem eigi alltaf erindi. „Þetta er eitt af þessum „well made plays“ og alveg æðislega vel upp byggt. Við styttum það reyndar mjög mikið og færum nær okkur í tíma enda eru nornaveiðar ekki tímabundnar og skjóta alltaf upp kollinum aftur og aftur. Manneskjan er nú bara ekki þroskaðri en það, því miður.“ Hlakkar til að vinna með „hinum“ Proctor verður síðasta hlutverk Hilmis Snæs í Þjóðleikhúsinu, allavega í bili eins og hann orðar það, því hann hefur skrifað undir samning við Borgarleikhúsið og hefur störf þar í ágúst. Hvað olli því að hann ákvað að skipta um vinnustað? „Samningar eru gerðir í eitt ár í senn og það veldur því að það verður ekki til einhver ævar- andi hollusta við ákveðna stofnun. Það eru spennandi verkefni fyrir mig í Borgarleikhúsinu, bæði í leik og leikstjórn, og eftir að hafa skoðað málið og rætt við Tinnu þjóðleikhússtjóra um hvað væri í boði fyrir mig þar á næsta leikári ákvað ég að færa mig yfir. Allt í besta bróðerni. Það er alltaf gott að breyta til og ég hlakka mikið til að fara að vinna með „hinum“ hópnum.“ Hilmir Snær útskrifaðist sem leikari árið 1994 og hefur síðan verið í hverju stórhlutverkinu á fætur öðru, bæði í leikhúsi og bíó- myndum – hefur hann aldrei orðið þreyttur á að leika og langað til að fara að gera eitthvað allt annað? „Jú, jú, mér hefur oft dottið það í hug. Og á tímabili fór ég í frí frá leiklistinni, fór að smíða glugga og svo aðeins á sjóinn. Var alveg frá í átta mánuði og það var alveg nóg til þess að kveikja neistann aftur. En ég tek mér aftur pásu ef hann hverfur. Meðan neistinn lifir í manni er bara svo gaman að þessu að maður vill ólmur leggja sitt af mörkum.“ Ágætt að hvíla fólk Á þessum tuttugu árum eru hlut- verkin orðin ansi mörg og Hilmir Snær viðurkennir að hann hafi ekki tölu á hlutverkunum sem hann hefur leikið. Hvernig hefur hann sloppið við að festast í ein- hverri ákveðinni tegund hlut- verka? „Ég hef sem betur fer ekki lent í því, þetta eru allt töluvert ólík hlutverk, en ég hef samt held- ur ekki fengið að leika einhverja mjög óvanalega karaktera. Sum hlutverkin eru kannski líkari en önnur en svona heilt yfir hefur þetta verið mjög fjölbreytt.“ Á tímabili var varla gerð bíó- mynd á Íslandi án þess að Hilm- ir Snær léki í henni, en hann segir mikið hafa dregið úr því í seinni tíð. „Ég er reyndar í Borgríki II sem verður frumsýnd í október en annars hef ég voða lítið verið í bíó- myndum síðustu árin. Það er líka bara ágætt að hvíla fólk á manni. Ég varð stundum var við það í gamla daga að fólki fannst ég vera í of mörgum bíómyndum en eftir þetta hlé fer kannski að koma tími á það aftur.“ Í stað bíómyndaleiksins hefur Hilmir Snær snúið sér æ meira að leikstjórn, leikstýrði nú síð- ast Pollock? og Spamalot í Þjóð- leikhúsinu. Var það alltaf draum- ur að leikstýra jafnframt því að leika? „Nei, alls ekki, það æxlaðist bara þannig. Ef ég á að vera alveg heiðar legur þá hugsaði ég ekki um sjálfan mig sem leikstjóra í fyrstu sýningunum sem ég stýrði, ég hugsaði alltaf um mig sem leikara. Ég var búinn að setja upp fimm til sex sýningar þegar ég fór að líta á mig sem leikstjóra. Núna lít ég eigin lega á mig sem jafn mikinn leikstjóra og leikara og langar allt- af að gera hvort tveggja. Það er líka mjög lærdómsríkt fyrir mig sem leikara að vera í leikstjór- astólnum hinum megin við borðið. Maður sér galla sína sem leikara endurspeglast í öðrum og lærir betur á sjálfan sig.“ Spurður hvort hann langi ekki að leika aðalhlutverkið í leiksýn- ingu sem hann leikstýrir sjálfur skellir Hilmir Snær upp úr. „Nei, ekki enn þá. Ég held að það sé mjög erfitt að gera það almenni- lega og ég held líka að menn sem gera það séu algjörlega óþolandi. Að leikstýra heilli leiksýningu út frá sjálfum sér og raða öðrum leik- urum sem statistum í kringum sig held ég að kunni ekki góðri lukku að stýra. Reyndar fann ég um dag- inn í gömlum pappírum leikrit sem ég hafði samið fyrir skólasýningu í tólf ára bekk og þar var kyrfilega tilgreint að höfundur, leikstjóri og leikari væri Hilmir Snær Guðna- son, þannig að það má kannski segja að ég hafi tekið þann pakka út fyrst.“ Hættur að nærast á athyglinni Eins og þessi saga ber með sér var Hilmir Snær ákveðinn í því að verða leikari frá unga aldri og segir annað eiginlega aldrei hafa komið til greina. Spurður hvort hluti af því vali hafi helg- ast af fíkn í athygli, hummar hann dálítið en viðurkennir svo að jú, jú, auðvitað hafi það átt einhvern þátt í starfsvalinu. Hann sé þó löngu vaxinn upp úr því að nær- ast á athygli. „Það er varla hægt að tala um að fólk sé stjörnur á Íslandi, fólk þekkir okkur kannski betur en aðra og einstaka sinnum hef ég verið beðinn um eiginhand- aráritun en það er ekkert sem hefur truflað mig. Á árum áður gekkst maður kannski upp í því að vera þekktur en núna er ég alveg rólegur yfir því þótt ekki sé verið að hylla mig endalaust og er ekk- ert mikið að sækjast eftir því. Það er smá frægðarfíkn í manni þegar maður er ungur en það er ég ekki lengur og stjórnast ekki af löngun í athygli. Nú eru það miklu frekar verkefnin, hversu krefjandi þau eru og hverjir eru að vinna með þér sem skiptir mann máli.“ Einn fylgifiskur frægðarinnar eru kjaftasögur og Hilmir Snær hefur ekki farið varhluta af þeim á þessum tuttugu árum sem hann hefur verið í sviðsljósinu. Hefur það ekkert truflað hann? „Nei, nei, ekki mikið. Þær eru nú sumar verðskuldaðar þótt aðrar séu auð- vitað úr lausu lofti gripnar. Og ég geri mér líka grein fyrir því að þegar maður er orðinn nokk- urs konar „þjóðareign“ þá verður bara að reikna með því að það sé kjaftað um mann. Ef maður ætlar ekki að lifa í einhverjum felum þá er ekkert annað að gera en að taka því bara. Þetta er eitthvað sem maður þarf að lifa með og helst að láta þroska sig. Svona þykist ég nú vera orðinn fullorðinn og þroskaður.“ Vaxinn upp úr frægðarfíkninni Hilmir Snær Guðnason steig á svið í gærkvöldi í sinni síðustu frumsýningu í Þjóðleikhúsinu. Hann leikur John Proctor í Eldrauninni eftir Arthur Miller, eitt af þremur aðalhlutverkum verksins. Í haust verður hann á sviði Borgarleikhússins, bæði sem leikari og leikstjóri. Hann segist hættur að sækjast eftir athygli, nú séu það verkin og samstarfsfólkið sem máli skipti. Eldraunin eftir Arthur Miller er eitt þekktasta leikrit tuttugustu aldarinnar. Það var frumsýnt á Broadway árið 1953 og hlaut það ár Tony-verðlaunin sem besta leikrit ársins. Sögulegur bakgrunnur leikritsins er galdramálin í þorpinu Salem í Massachussets árið 1692, en Miller skrifaði verkið með hliðsjón af þeim ofsóknum sem fjöldi fólks í Bandaríkjunum mátti þola á sjötta áratug síðustu aldar þegar fulltrúar yfirvalda lögðu ofurkapp á að fletta ofan af starfsemi kommúnista í landinu. Frumsýnt 25. apríl 2014 á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Eldraunin eftir Arthur Miller ELDRAUNIN Hilmir Snær og Margrét Vilhjálms- dóttir leika hjónin John og Elizabeth Proctor. LIFAÐ MEÐ UMTALINU Þeir sem eru nokkurs konar þjóðareign verða að reikna með því að kjaftað sé um þá. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aðalfundur Félags Rafeindavirkja verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2014 kl.17:30 á Stórhöfða 27, gengið inn Grafarvogs megin. Dagskrá: • Joseph T. Foley aðstoðarprófessor við Háskólann í Reykjavík kynnir Raspberry Pi örgjörva. • Venjuleg aðalfundarstörf. • Lagabreytingar. • Kosning fulltrúa á ársfund Stafa lífeyrissjóðs. • Önnur mál. Reykjavík 8. apríl 2014 Stjórn Félags Rafeindavirkja AÐALFUNDUR Félags Rafeindavirkja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.