Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 33

Fréttablaðið - 26.04.2014, Side 33
FERÐIR LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Kynningarblað Börn á ferðalagi Primera Air flýgur vikulega til Billund Íslenskir straumar í New York Hvaða staði á Íslandi er nauð- synlegt að sýna börnum? Helst þá staði sem gera landið hvað sérstakast. Þar ber hæst þá staðreynd að hinn eldvirki hluti Íslands er talinn vera eitt af 40 mestu náttúruundrum ver aldar. Samspil eldstöðva og jökla, elds og íss, á sér engan samjöfn- uð á jörðinni né eins fjölbreytileg náttúrufyrirbæri sem hafa skap- ast vegna eldvirkni og þessa sam- spils. Í stórri handbók um helstu undur veraldar stendur: „Ísland er einstætt meðal landa heims“ (e. „Iceland is a land like no other.“) Þess vegna er nauðsynlegt að sýna börnum fyrirbæri sem sanna þetta. Lítið dæmi eru Hraunfossar í Borgarfirði en engir aðrir slíkir fossar finnast á jörðinni svo kunn- ugt sé. Fyrir austan Þingvelli eru móbergshr yggir, Kálfst indar og Tindaskagi, en það eru gíga- raðir sem gaus úr undir jökli og er hvergi hægt að sjá nema á Íslandi. Skjaldbreiður er dyngja, og hvergi í heiminum er jafn margar dyngj- ur að sjá og á Íslandi. Brún Al- mannagjár er austurbrún megin- landsfleka Ameríku, en Þingvellir og Þingvallavatn eru sigdæld, sem varð til þegar þessi meginlands- fleki færðist til vesturs, en Evrópu- flekinn, sem byrjar raunar austur undir Heklu, er á austurleið. Í milli er svonefndur Hreppafleki sem er nokkurs konar „hlutlaust“ land. Dæmi um slíkt rek meginlanda og sköpun nýrra landa er hvergi að sjá á yfirborði jarðar nema á Ís- landi. Hvað fá börn út úr því að upp- lifa áfangastaði úr kennslu- bókunum af eigin raun? Það er misjafnt hvað börn fá út Ísland geymir undur veraldar Ómar Ragnarsson, fréttamaður og skemmtikraftur, ann íslenskri náttúru. Hann tók börn sín ung með í vinnuferðir um landið og er nú þakklátur fyrir að koma Láru dóttur sinni að gagni í Ferðastiklum. Ómar segir mikilvægt að kynna börnum land sitt og þjóð. Ómar Ragnarsson hefur ferðast víða og oft hafa börn og barnabörn komið með. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.