Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 39

Fréttablaðið - 26.04.2014, Page 39
GARÐURINN LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Kynningarblað Garðtækni hannar garða, skógar á Íslandi og sögulegir garðstólar. Garðurinn er stór hluti af lífi fjöl-skyldu Sigurðar J. Leifssonar. Fjöl-skyldan er búsett í efri byggðum Kópavogs í nágrenni Elliðavatns, á mörkum byggðar og sveitar í friðsælu og fallegu út- hverfi. Garðurinn er 1.600 fermetrar að stærð og inniheldur meðal annars niður- grafinn heitan pott, gufubað og sturtu sem er föst við fallega ösp. Auk þess er þar að finna mongólskt tjald sem Sigurður hlaut að gjöf eftir að tökum lauk á stórmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var tekin upp að hluta hérlendis síðasta sumar. „Við eyðum miklum tíma í garðinum allt árið. Yfir veturinn eru potturinn og gufu- baðið mikið notuð. Þegar sumarið kemur dveljum við síðan löngum stundum þar enda mikið skjól hér. Þegar sólin skín er al- gjör paradís að vera hérna. Við höfum pass- að okkur að skipuleggja garðinn sjálfan ekki of mikið. Hann er því hæfilega villtur og passar vel inn í umhverfið hér.“ Heiti potturinn er grafinn niður í jörð- ina sem er ekki algengt hér á landi að sögn Sigurðar. „Einnig höfum við gufubað í garð- inum sem er vel falið á milli trjánna. Þetta er sannkallað háklassagufubað þótt íburð- urinn sé ekki mikill. Við notum það sérstak- lega yfir veturinn og það er virkilega ljúft að dvelja þar á köldum vetrarkvöldum.“ Mongólska tjaldið er í garðinum allt árið en mest notað yfir sumarið. „Við notum tjaldið undir matarboð en ég er búinn að smíða stóran pall undir það. Það hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá fjölskyldu og vinum og ófá matarboðin eru haldin þar yfir sumartímann.“ Tíu til tólf manns komast fyrir í heita pott- inum en samt sem áður ætlar Sigurður að stækka við sig. „Maður er auðvitað léttrugl- aður. Við ætlum að setja niður nýjan pott strax og veðrið skánar og þá komast fleiri fyrir. Það gefur bara fleirum kost á því að liggja í kvöldkyrrðinni og skoða stjör nurnar og norðurljósin. Frísið í hestunum í næsta húsi gerir aðstæður síðan enn náttúrulegri.“ Léttruglaður garðeigandi Í efri byggðum Kópavogs hefur fjölskylda Sigurðar J. Leifssonar komið sér vel fyrir og útbúið glæsilegan garð. Þar má finna heitan pott, gufubað, sturtu og mongólskt tjald. Fjölskyldan eyðir löngum stundum í garðinum allt árið með vinum og vandamönnum. Búið er festa sturtu við fallega ösp í garðinum. Gufubaðið er falið á milli trjánna og laust við íburð. Sigurður J. Leifsson í fallegum garði fjölskyldunnar í efri byggðum Kópavogs. Gufubaðið er til vinstri og sturtan á öspinni í baksýn. MYNDIR/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.