Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 39

Fréttablaðið - 26.04.2014, Síða 39
GARÐURINN LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2014 Kynningarblað Garðtækni hannar garða, skógar á Íslandi og sögulegir garðstólar. Garðurinn er stór hluti af lífi fjöl-skyldu Sigurðar J. Leifssonar. Fjöl-skyldan er búsett í efri byggðum Kópavogs í nágrenni Elliðavatns, á mörkum byggðar og sveitar í friðsælu og fallegu út- hverfi. Garðurinn er 1.600 fermetrar að stærð og inniheldur meðal annars niður- grafinn heitan pott, gufubað og sturtu sem er föst við fallega ösp. Auk þess er þar að finna mongólskt tjald sem Sigurður hlaut að gjöf eftir að tökum lauk á stórmynd Bens Stiller, The Secret Life of Walter Mitty, sem var tekin upp að hluta hérlendis síðasta sumar. „Við eyðum miklum tíma í garðinum allt árið. Yfir veturinn eru potturinn og gufu- baðið mikið notuð. Þegar sumarið kemur dveljum við síðan löngum stundum þar enda mikið skjól hér. Þegar sólin skín er al- gjör paradís að vera hérna. Við höfum pass- að okkur að skipuleggja garðinn sjálfan ekki of mikið. Hann er því hæfilega villtur og passar vel inn í umhverfið hér.“ Heiti potturinn er grafinn niður í jörð- ina sem er ekki algengt hér á landi að sögn Sigurðar. „Einnig höfum við gufubað í garð- inum sem er vel falið á milli trjánna. Þetta er sannkallað háklassagufubað þótt íburð- urinn sé ekki mikill. Við notum það sérstak- lega yfir veturinn og það er virkilega ljúft að dvelja þar á köldum vetrarkvöldum.“ Mongólska tjaldið er í garðinum allt árið en mest notað yfir sumarið. „Við notum tjaldið undir matarboð en ég er búinn að smíða stóran pall undir það. Það hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá fjölskyldu og vinum og ófá matarboðin eru haldin þar yfir sumartímann.“ Tíu til tólf manns komast fyrir í heita pott- inum en samt sem áður ætlar Sigurður að stækka við sig. „Maður er auðvitað léttrugl- aður. Við ætlum að setja niður nýjan pott strax og veðrið skánar og þá komast fleiri fyrir. Það gefur bara fleirum kost á því að liggja í kvöldkyrrðinni og skoða stjör nurnar og norðurljósin. Frísið í hestunum í næsta húsi gerir aðstæður síðan enn náttúrulegri.“ Léttruglaður garðeigandi Í efri byggðum Kópavogs hefur fjölskylda Sigurðar J. Leifssonar komið sér vel fyrir og útbúið glæsilegan garð. Þar má finna heitan pott, gufubað, sturtu og mongólskt tjald. Fjölskyldan eyðir löngum stundum í garðinum allt árið með vinum og vandamönnum. Búið er festa sturtu við fallega ösp í garðinum. Gufubaðið er falið á milli trjánna og laust við íburð. Sigurður J. Leifsson í fallegum garði fjölskyldunnar í efri byggðum Kópavogs. Gufubaðið er til vinstri og sturtan á öspinni í baksýn. MYNDIR/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.