Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2014, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 26.04.2014, Qupperneq 66
26. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 34 Brandarar Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 93 „Hvað skyldi þetta nú vera,“ sagði Konráð og tók upp pappírsblað með tölustöfum og undarlegum táknum sem hann sá liggja á jörðinni. „Mér sýnist þetta vera stærðfræðiþraut,“ sagði Lísaloppa. „En þessi þarna þessi þrjú tákn standa, svo þessi fjögur dæmi gangi upp,“ bætti hún við. svo dæmin gangi upp? Í hvaða leikritum hefur þú leik- ið í vetur, Sigurður Bogi? „Ég hef verið í Emil í Kattholti, Tuma tímalausa og Gullna hliðinu. Svo tók ég þátt í hæfileikakeppni fyrir börn á Norðurlandi og var einn af sex sigurvegurum sem komu fram á barnaskemmtun Börn fyrir börn í Hofi til styrktar barnadeild Sjúkrahússins á Akur- eyri. Ég söng lagið Mamma þarf að djamma og spilaði á gítar. Lagið fékk sko um 10.000 áhorf á YouTube. Þar söng ég líka með Friðriki Ómari og Jógvan Hansen lagið Húsið er að gráta.“ Hvað varstu í mörgum sýn- ingum í síðustu viku? „Ég var í átta sýningum, tveimur sem Bokki búálfur í Tuma tímalausa í Hofi, fimm sýningum sem Emil í Kattholti í Freyvangsleikhúsinu og einni sem engill í englakór í Gullna hliðinu hjá Leikfélagi Akureyrar.“ Er eitthvað líkt með þér og Emil? „Við viljum öllum vel og erum góðhjartaðir gaurar en stundum frekar seinheppnir.“ Ertu góður að tálga? „Já, já, alveg ágætur, skar mig reyndar á næstsíðustu sýningunni á Emil sem var númer 40. Hvernig er Bokki? „Bokki er sko búálfur, sirka 500 ára gamall sem býr heima hjá Tuma og fylgir honum hvert sem hann fer. Mannfólkið sér hann ekki en svo sér Tumi hann þegar hann fer í álfheima.“ Veistu hversu oft þú hefur farið á svið á einu ári? „Ég held að það sé eitthvað um 65 sinnum síðan í október þegar Emil var frumsýndur. Svo tók ég reynd- ar líka þátt í Söngkeppni unga fólksins á Einni með öllu á Akur- eyri um verslunarmannahelgina, spilaði á sviði í miðbænum og lenti í öðru sæti með lagið Fjóla með Hvanndalsbræðum, ég spil- aði á gítar og söng og Valmar Hvanndalsbróðir spilaði á harm- óníku.“ Hvert var fyrsta hlutverkið þitt á sviði? „Emil í Kattholti og svo hef ég leikið smá í skólanum.“ Hefurðu eitthvað getað lært í skólanum í vetur? „Já, já, ég er svo heppinn að það er ekki mikið heimanám í skólanum þannig að það er allt í lagi.“ Hvert er skemmtilegasta fagið? „Jarðfræði er skemmtilegust og svo væri stjörnufræði líka örugg- lega skemmtileg ef hún væri kennd.“ Förum aðeins yfir helstu áhugamálin. „Ég er læra á fiðlu en spila meira á gítarinn og er nýbúinn að stofna hljómsveit með tveimur krökkum sem ég kynntist í Tuma, ég spila á gítar og syng, Rebekka sem lék annan Tumann er söngkona og Helgi sem lék annan Gemling álfa- dreng er trommari. Svo hef ég líka mikinn áhuga á raunvísind- um. Ég er svolítið á skíðum og keppi á Andrésar andar leikun- um núna um helgina.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Leikari og tón- listarmaður.“ - gun Við Emil erum báðir góðhjartaðir gaurar Hinn tólf ára gamli Sigurður Bogi Ólafsson hefur slegið í gegn sem leikari og söngvari fyrir norðan í vetur. Hann spilar líka á gítar og fi ðlu og keppir á skíðum. LEIKARI OG SÖNGVARI Sigurður Bogi lék í átta leiksýningum í síðustu viku í þre- mur leikritinum. MYND/AUÐUNN ÍDA OG EMIL Steingerður Snorradóttir og Sigurður Bogi í hlutverkum sínum. MYND/ÍVAR HELGASON Afi hafði tekið kornunga dótturdóttur sína með í kirkjugarðinn og var að segja henni frá látnum ættingjum er þar voru grafnir. Allt í einu greip stúlkan fram í og sagði: „Mikið svakalega þekkjum við marga sem eru gróðursettir hérna.“ Í lok þriðju lotu spyr boxarinn þjálfara sinn: „Heldurðu að ég geti unnið þennan bardaga?“ „Það er ég alveg viss um,“ segir þjálfarinn. „Ef þú heldur áfram að veifa höndunum svona, þá verður andstæðingurinn örugglega kominn með lungnabólgu í lok næstu lotu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.