Fréttablaðið - 26.04.2014, Qupperneq 73
LAUGARDAGUR 26. apríl 2014 | TÍMAMÓT | 41
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Þökkum samúð og hlýhug vegna
fráfalls elskulegrar konu minnar, mömmu,
tengdamömmu, ömmu og langömmu
okkar,
UNNAR JÓNU JÓNSDÓTTUR.
Björn Guðmundsson
Margrét Björnsdóttir Einar Hákonarson
Sigrún Björnsdóttir
Guðrún Björnsdóttir Sigurður Ág. Sigurðsson
Jón Axel Björnsson Karen Sigurkarlsdóttir
Björn J. Björnsson Vilhelmína Einarsdóttir
Unnur Ýr Björnsdóttir Magnús Bogason
ömmu- og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELSABET JÓNSDÓTTIR
Eskifirði,
andaðist fimmtudaginn 24. apríl. Útförin
fer fram frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn
2. maí kl. 14.
Jóhanna Kristín Friðgeirsdóttir Ómar Jónsson
Steinn Friðgeirsson Liselotte Widing
Helga Friðgeirsdóttir Ásmundur Þórisson
Drífa Friðgeirsdóttir Einar Jónsson
Kristgeir Friðgeirsson Birna Kjartansdóttir
Inga Jóna Friðgeirsdóttir Óskar B. Hauksson
Brynja Rut Sigurðardóttir Páll Ragnar Þórisson
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR
Vallarbraut 1, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
sunnudaginn 20. apríl. Útförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
2. maí kl. 13.00.
Haraldur Haraldsson
Sigrún Haraldsdóttir Páll Elfar Pálsson
Þórunn Björg Haraldsdóttir
Ingólfur, Haraldur og Jóhannes Páll
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELENA HÁLFDANARDÓTTIR
sjúkraliði,
andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 22. apríl.
Útförin verður gerð frá Fella- og Hólakirkju
föstudaginn 2. maí kl. 13.00.
Baldur Rafnsson Elinóra Kristín Guðjónsdóttir
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Stefán Jónann Stefánsson
Brynhildur Björk Rafnsdóttir Sigursteinn Magnússon
Arnheiður Edda Rafnsdóttir Erling Erlingsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
fjölskyldunni samhug og vináttu við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR ÁRNADÓTTUR
Borgarnesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar
fyrir hlýju og umhyggju.
Eggert Margeir Þórðarson Júlíanna Júlíusdóttir
Theódór Kristinn Þórðarson María Erla Geirsdóttir
Guðrún Þórðardóttir Gylfi Björnsson
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GÍSLI SIGURJÓN SIGURÐSSON
hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
áður Smáraflöt 15, Akranesi,
andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar
þriðjudaginn 23. apríl á Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akranesi. Útförin verður auglýst
síðar.
Þráinn Elías Gíslason María S. Sigurðardóttir
Gunnar Valur Gíslason Hervör Poulsen
Jón Bjarni Gíslason María Kristinsdóttir
Sigurlaug Gísladóttir Guðmundur Gíslason
Guðrún Sigríður Gísladóttir Guðmundur S. Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
INGVELDAR GÍSLADÓTTUR
frá Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til Ásgerðar Sverrisdóttur
læknis, heimaþjónustu Karitasar og
starfsfólks líknar- og krabbameinsdeildar
Landspítalans.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Eyjólfur Pétursson
Okkar ástkæri
GUÐMUNDUR JÓHANN ARASON
Langholtsvegi 177,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn
9. apríl, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.
Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates
Rögnvaldur Guðmundsson
Ari Hlynur Guðmundsson
Anna Hólmfríður Yates
Jón Guðni Arason
Aðalgeir Arason Margrét Þorbjörg Þorsteinsdóttir
Einar Sigurbergur Arason
Útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSTHILDAR TORFADÓTTUR
Hvassaleiti 56,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
28. apríl klukkan 13.
Hallgerður Arnórsdóttir Helgi Gíslason
Björk Inga Arnórsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSLAUG WOODS
Kirkjuvegi 41, Keflavík,
er látin. Útför hennar fer fram frá
Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 29. apríl
kl. 13.00.
Ester Wallace Willie Wallace
Guðrún Howard Roger Howard
Irene Stephenson Randy Stephenson
Carol Smith Michael Smith
Christine Jóna Woods
Michael Woods Kathryn Woods
Brian Woods Yung Chong
Joanne Keller Kip Keller
barnabörn og barnabarnabörn.
„Við fengum flott skjal, þetta er mik-
ill heiður,“ segir Sigurlín Sveinbjarn-
ardóttir, skólastjóri Hvolsskóla, um
viðurkenninguna Varðliðar umhverf-
isins sem skólinn fékk fyrir verkefnið
Jökulmælingar. Hún tók við þeim í
umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
fyrir skólans hönd, ásamt Jóni Stef-
ánssyni kennara og fulltrúum úr þeim
árgöngum sem hafa tekið þátt í verk-
efninu síðustu ár.
Undanfarin haust hefur 7. bekkur
Hvolsskóla farið að Sólheimajökli og
mælt hversu mikið hann hafi hopað á
árinu og fyrsti árgangurinn sem tók
þátt í því verkefni er að ljúka 10. bekk
í vor.
Frá fyrstu mælingu að þeirri næstu
hopaði jökullinn um 43 metra, það
næsta um 39 metra en síðastliðið haust
hafði hann einungis hopað um 8 metra.
„Það var mikil ævintýraferð farin
síðasta haust því erfitt var að kom-
ast að GPS-punktinum sem þurfti að
mæla,“ segir Sigurlín og heldur áfram.
„Stórt lón hafði myndast fyrir fram-
an jökulsporðinn svo það þurfti að fá
björgunarsveitina Dagrenningu til
aðstoðar. Hluti hópsins fór í bát en
sumir krakkarnir vildu frekar labba og
fengu þá viðeigandi búnað til að ganga
yfir jökul. Þetta var mjög spennandi.“
Hvolsskóli er eini skólinn á landinu
sem hefur tvívegis fengið viðurkenn-
inguna Varðliðar umhverfisins því
hann hlaut þau líka árið 2010. Stend-
ur hann sig svona vel í umhverfismál-
um? „Já, skólinn okkar hefur verið
með grænfána frá árinu 2008 og er að
gera ýmsa góða hluti í þessum efnum.
Á þessu svæði eru einstakar náttúru-
perlur og fallegir staðir. Það er mikill
hvati fyrir okkur því auðvelt er að fyll-
ast áhuga á að fara vel með landið og
vernda það.
Sjálf er Sigurlín uppalin á Torfastöð-
um í Fljótshlíð og býr enn í hinni fögru
hlíð. Innt í lokin eftir því hversu lengi
hún hafi verið skólastjóri Hvolsskóla
svarar hún: „Ég hef sinnt því starfi
frá árinu 2009 og hef mikinn áhuga á
umhverfismálum en kennararnir og
krakkarnir eru samt í aðalhlutverki.
Ég bara reyni að hvetja þau og styrkja
og sjá til þess að fjármálin séu í lagi og
ramminn í kringum verkefnin.“
gun@frettabladid.is
Varðliðar umhverfi sins
fyrir jökulmælingar
Hvolsskóli á Hvolsvelli hlaut í gær viðurkenninguna Varðliðar umhverfi sins fyrir jökul-
mælingar sínar. Umhverfi s- og auðlindaráðuneytið veitir verðlaunin árlega.
VIÐ MÆLINGAR
Hluti af 7. bekk
Hvolsskóla
skólaárið 2013 til
2014 við skyldu-
störf nærri Sól-
heimajökli, ásamt
kennara sínum
Jóni Stefánssyni
sem jafnframt er
verkefnisstjóri
Grænfánans við
skólann.
MYND/ÚR EINKASAFNI
➜ Um samkeppnina
Verkefnasamkeppnin Varðliðar um-
hverfisins er haldin á meðal grunn-
skólabarna í 5. til 10. bekk. Hún var
haldin í fyrsta skipti vorið 2007. Það
eru umhverfis- og auðlindaráðu-
neytið, Landvernd og Náttúruskóli
Reykjavíkur sem standa að henni.
Markmið keppninnar er að hvetja
ungt fólk til góðra verka í umhverfis-
vernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á
umhverfismál og kalla eftir leiðsögn
yngri kynslóðarinnar á því sviði.
Nemendum er frjálst að skila inn
verkefnum á hvaða formi sem er svo
lengi sem þau eru sannarlega unnin
af nemendunum sjálfum og um-
fjöllunarefni þeirra eru umhverfismál
í víðum skilningi þess orðs.