Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 24

Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 24
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Ég er mikið fiðrildi og finnst ekki gaman að gera sama hlutinn alla daga, kvölds og morgna. Hef gaman af því að blanda ólíkum hlutum saman. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími við Þjóðleikhúsið og ég hef fengið að spreyta mig á mörgum ólíkum hlutverkum. Ágústa Eva Erlendsdóttir. Einn helsti ókostur Ágústu er að hún er alltaf sein. Það bara bregst ekki að við erum alltaf síðust til að mæta eitthvert, það er henni ómögulegt að koma á réttum tíma. Svo er hún líka mjög léleg að reikna. Það er ekki hennar sterkasta hlið,“ segir Jón Viðar Arn- þórsson og gjóar brosandi augum til kærustu sinnar, leik- og söngkon- unnar Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem kinkar kolli til samþykkis. „Það er samt afmælisdagurinn. Þetta er ekki ég sko. Við Gunni (innskot blm. Nelson) eigum sama afmælisdag og erum eins. Hann er eiginlega verri en ég með að mæta á réttum tíma. En veistu hvað ég gat gert í gær? Ég gat deilt 30 þúsund í fimm hluta. Bara í huganum. En já, ég er með mjög lata heilastarfsemi þegar kemur að stærðfræði,“ segir leikkonan og skellihlær. Það útskýrir tuttugu mínútna seinkun viðtalsins. Við sitjum í setustofu í anddyri Mjölnis. Bar- dagaklúbbsins sem þjóðin hefur tekið opnum örmum á síðustu miss- erum og er annað heimili skötuhjú- Gaf henni blóðnasir á fyrstu æfingu Ástarsaga þeirra Ágústu Evu Erlends- dóttur og Jóns Við- ars Arnþórssonar, formanns Mjölnis, hófst á setti Borgríkis. Við fyrstu sýn mætti halda að leiksviðið og bardagahringurinn ættu ekki mikið sam- eiginlegt en á báðum stöðum er mikilvægt að lesa í mótleikarann. Þau ræða við Frétta- blaðið um ástina, leikinn, ókostina og framtíðarplönin. anna. Það er rólegt í Mjölni svona um miðjan daginn, lognið á undan storminum því seinnipartinn fyll- ist allt af hreyfingarþyrstu fólki á öllum aldri sem er tilbúið að púla í bardagaumhverfinu. Meitt sig meira á leiksviðinu Parið á saman soninn Þorleif Óðin Jónsson, sem er þriggja ára gam- all. Það var í raun Mjölnir sem kom Ágústu Evu og Jóni Viðari saman, já og kvikmyndin Borgríki þar sem ástin kviknaði á tökustað. Nú endur- tekur parið leikinn í myndinni Borg- ríki II – Blóð hraustra manna, sem frumsýnd verður í október. Jón Viðar er formaður Mjölnis og í þjálfarateymi Gunnars Nelson bar- dagakappa. Ágústu Evu þarf vart að kynna fyrir landsmönnum. Hún kom sér á kortið með karakternum Silvíu Nótt sem fór með leikkon- una alla leið í Eurovision árið 2006 með eftirminnilegum hætti. Ágústa hefur nú lagt Silvíu Nótt á hilluna, en undanfarin ár hefur leiksviðið átt hug hennar allan. „Systir mín dró Ágústu á æfingu hjá mér árið 2008 og hún stóð sig ágætlega. Hún fór reyndar út með blóðnasir á báðum. Ég kýldi hana óvart,“ segir Jón Viðar og þau skelli- hlæja bæði. „Hún hljóp inn á baðið og kom út með pappír í nösunum. En hélt áfram samt. „Já, alveg rétt. Hann áttar sig stundum ekki alveg á hvað hann er sterkur. Annars hef ég meitt mig meira á leiksviðinu en í bardaga- íþróttum. Ég hef nefbrotnað, brotið tönn og allur fjandinn komið fyrir mig í leiklistinni en ekkert komið fyrir mig hérna í Mjölni. Ég er samt þannig að ég prufa allt, svona hvirfilbylur í hausnum, og frekar óhrædd að eðlisfari. Læt bara vaða. Til dæmis gerði ég öll áhættuat- riðin mín sjálf í Borgríki II,“ segir Ágústa Eva. „Nema þú ert lofthrædd,“ bætir Jón Viðar við. „Já, ég er mjög loft- hrædd sem kom sér ekki vel þegar ég gerði eitt atriði í nýju mynd- inni. Ég vil ekki gefa of mikið upp um atriðið en mér stóð alls ekki á sama á einum tímapunkti í þessum tökum,“ segir Ágústa Eva. Draumahlutverkið í vændum Síðasta ár hefur verið annasamt hjá leikkonunni. Hún talar inn á teikni- myndir, meðal annars fyrir Elsu prinsessu í vinsælu teiknimyndinni Frozen. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki sem getur bæði sung- ið og leikið, í leikhúsinu og annars staðar,“ segir Ágústa sem hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið og var í fimm verkum í vetur. Nú eru ákveðin tímamót hjá Ágústu Evu sem nýverið sagði samningi sínum við leikhúsið upp. „Ég er fiðrildi og finnst ekki gaman að gera sama hlutinn alla daga, kvölds og morgna. Hef gaman af því að blanda ólíkum hlutum saman. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími við Þjóðleikhús- ið og ég hef fengið að spreyta mig á mörgum ólíkum hlutverkum. Ég hef verið að sýna einna mest af leikur- um og á síðasta ári var ég í hátt í 300 sýningum. Nú get ég tekið að mér eitt og eitt verkefni og sinnt fjöl- skyldunni,“ segir Ágústa Eva sem ætlaði að taka sér alfarið hlé frá leiksviðinu. Fara meira inn í rekst- ur Mjölnis, taka yfir verslun sem þau starfrækja innan klúbbsins og hugsanlega huga að handritaskrif- um sem blunda í henni. Svo fékk Ágústa tilboð sem hún gat ekki hafnað frá Borgarleikhús- inu svo hléið frá leiksviðinu verður að bíða enn um sinn. „Ég má ekkert gefa upp um hlut- verkið en ég get sagt að ég hefði lík- lega hafnað öllu nema þessu. Það má segja að þetta sé hálfgert drauma- hlutverk.“ Ómenntað framafólk Þrátt fyrir að hafa kynnst formlega í Mjölni fyrir sex árum hafa leið- ir Ágústu Evu og Jóns Viðar legið saman fyrir það, án þess að þau þekktust. Ágústa Eva hefur tvisvar sinnum þurft að kalla til lögreglu og í bæði skiptin kom Jón Viðar, sem þá starf- aði sem lögreglumaður, á vettvang og tók af henni skýrslu. Bæði unnu þau á veitingastaðnum Vegamótum og stunduðu nám við Menntaskól- ann í Kópavogi, en hvorugt kláraði námið. Þau eru ómenntað frama- fólk, enda hafa þau bæði náð langt sínum sviðum án þess að vera með þar til gerða menntun. Sem var ekki beint planið hjá þeim heldur æxluð- ust hlutirnir bara þannig. „Ég vissi hver Ágústa var eftir Silvíu Nótt og svona. Þegar systir mín sagðist ætla að koma með hana á æfingu varð ég smá stressaður. Hræddur um að ég færi bara að hlæja að henni,“ segir Jón Viðar og glottir. Á þessum tíma starfaði hann í lögreglunni og Ágústu Evu langaði að skrifa hand- rit sem fjallaði um spillingu innan lögreglunnar. „Ég hafði mikinn áhuga á lög- reglunni og fékk að fara og kynna mér hennar starf, meðal annars í gegnum Jón. Ég kynnti svo hann og Óla (innsk. blm. Ólaf Jóhannes- son leikstjóra) sem þá var að byrja með Borgríki. Handritinu sem ég var byrjuð á svipar til söguþráðar myndarinnar en handritið hvarf Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.