Fréttablaðið - 03.05.2014, Síða 25
LAUGARDAGUR 3. maí 2014 | HELGIN | 25
Systir mín dró Ágústu
á æfingu hjá mér árið 2008
og hún stóð sig ágætlega.
Hún fór reyndar út með
blóðnasir á báðum. Ég
kýldi hana óvart.
Jón Viðar Arnþórsson.
HVAR ER
BARNIÐ
ÞITT?
FRUMSÝND Október
LEIKSTJÓRI Ólafur Jóhannesson
LEIKARAR Ingvar Eggert
Sigurðsson, Hilmir
Snær Guðnason,
Sigurður Sigurjóns-
son, Zlatko Krickic,
Ágústa Eva Erlends-
dóttir og Darri
Ingólfsson.
Á BAK VIÐ TJÖLDIN Í BORGRÍKI II– BLÓÐ HRAUSTRA MANNA
ÁGÚSTA EVA OG JÓN VIÐAR Í HLUTVERKUM SÍNUM
þegar tölvan mín dó. Svo það endaði
með að við komum bara inn í verk-
efnið með Óla,“ segir Ágústa.
Stærri og grófari
Jón Viðar sá um þjálfun allra
áhættu leikarana, meðal annars
Ágústu Evu, útfærði bardagasen-
urnar og sá um að finna fólk í hlut-
verk. Planið hjá honum var alltaf að
fara út í áhættuleik en svo tók Mjöln-
ir við. Loksins, eftir mikla vinnu og
áralangt sjálfboðastarf Jóns Viðars
og annarra Mjölnismanna blómstrar
bardagaklúbburinn.
Í framhaldsmyndinni, Borgríki
II, sem er bæði stærri í sniðum og
grófari en fyrri myndin, fær Jón
Viðar hins vegar líka að spreyta sig
fyrir framan myndavélina.
„Ég leik mjög heimskan glæpa-
mann og það verður spennandi
að sjá þetta á hvíta tjaldinu. Smá
stressandi en bara gaman. Gaman
að leika á móti Ágústu sem sér til
dæmis um að yfirheyra mig í mynd-
inni,“ segir Jón Viðar og Ágústa
tekur í sama streng.
„Hann fær alveg svona alvöru
senu og stendur sig mjög vel. Það
var mjög gaman að leika á móti
honum, stundum svolítið erfitt að
halda andliti. Gaman að fá hann inn
á minn heimavöll eftir að hann hefur
verið að leiðbeina mér í Mjölni, hann
er mjög góður kennari.“
Parið sér ekki fyrir sér að gera
annað í framtíðinni en það sem þau
gera núna. Vera í hringnum og á
sviðinu. Blanda saman bardaga- og
leiklist, sem á meira sameiginlegt
en margur gæti haldið.
„Það er hálfgerður spuni í bar-
dagahringnum. Maður þarf að lesa
í andstæðinginn alveg eins og mót-
leikarann. Í raun er þetta mjög svip-
að dæmi.“
GAMAN AÐ LEIKA SAMAN
Kærustuparið Jón Viðar Arnþórs-
son og Ágústa Eva Erlendsdóttir
leikur saman í myndinni Borgríki
II og segir Ágústa að það hafi
verið gaman að fá hann inn á
sinn heimavöll þó að stundum
hafi verið erfitt að halda andliti
þegar þau léku hvort á móti öðru.