Fréttablaðið - 03.05.2014, Síða 32
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32
Ísafjarðarbær er stærsta sveitar-
félagið á Vestfjörðum. Íbúar í árs-
byrjun voru 3.639 og hefur þeim
fækkað á kjörtímabilinu um 260
íbúa eða um 7 prósentustig. Vest-
firðir hafa í gegnum tíðina búið við
viðvarandi fólksfækkun og ekkert
sem gefur til kynna að þessi þróun
sé að snúast við.
Fyrir stuttu bárust fréttir þess
efnis að útgerðarfyrirtækið Vísir,
sem staðsett var með vinnslu á
Þingeyri, ætlaði að hætta störfum
í plássinu og flytja alla starfsemi
sína til Grindavíkur. Starfsmenn
Vísis á Þingeyri eru 50 talsins sam-
kvæmt heimasíðu fyrirtækisins.
Atvinnuástandið í Ísafjarðarbæ
er brothætt að mati oddvita allra
þeirra framboða sem hafa tilkynnt
framboð til sveitarstjórna. Það sé
eitt af meginverkefnum nýrrar
bæjarstjórnar að styrkja stoðir
atvinnulífs á svæðinu og auka fjöl-
breytni í atvinnu. Með því sé hægt
að stemma stigu við fólksfækkun
á svæðinu.
Meirihlutinn fallinn
Meirihluti Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks er fall-
inn samkvæmt könnun Frétta-
blaðsins. Núverandi meirihluta-
flokkar fá fjóra menn kjörna til
sveitarstjórnar. Flokkarnir eru
samanlagt með 46,6 prósent fylgi.
Í síðustu kosningum fengu sjálf-
stæðismenn fjóra bæjarfulltrúa
en fá þrjá núna. Í-listinn, sem er
einn í minnihluta, fær einnig þrjá
menn kjörna. Framsóknarflokkur-
inn heldur sínum manni í bæjar-
stjórn.
Björt framtíð mælist með 18,5
prósenta fylgi og tvo menn kjörna.
Þeir taka því einn mann af Í-lista
og Sjálfstæðisflokki.
Þreifingar hafa átt sér stað
innan BF um að mynda lista en
ekki tekist. „Ég tel það hæpið, eins
og staðan er núna, að Björt framtíð
bjóði fram lista til sveitarstjórnar
á Ísafirði,“ segir Heiða Kristín
Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Bjartrar framtíðar.
Ef Björt framtíð býður ekki
fram lista til sveitarstjórnar er
ljóst að mikið rými myndast fyrir
hina flokkana þrjá að ná fylgi
þeirra til sín. Þessi könnun sýnir
svo ekki verður um villst að það
er pláss fyrir Bjarta framtíð í hinu
pólitíska landslagi Ísafjarðarbæj-
ar.
Nýr bæjarstjóri eftir kosningar
Daníel Jakobsson er oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í komandi kosn-
ingabaráttu. Hann er núverandi
bæjarstjóri en ætlar sér að hætta
sem bæjarstjóri að loknum kosning-
um. Hann er því ekki lengur bæjar-
stjóraefni flokksins.
„Ég er kominn með aðra vinnu.
Það hefur legið fyrir í um eitt ár
að ég vil losna. Ég mun hefja störf
hjá fjölskyldufyrirtækinu, sem er
hótelið á Ísafirði. Mínir hæfileik-
ar snúa kannski að umbreytingar-
verkefnum og ég tel hafa gengið vel
og að tími sé til kominn að nýr aðili
taki við keflinu á þessum tímamót-
um,“ segir Daníel.
Daníel telur að staða sveitar-
félagsins sé afar sterk og að bæj-
arsjóði sé skilað í mun betra ásig-
komulegi en í upphafi kjörtímabils.
„Það sem mér finnst hafa verið
stóra málið er að hafa náð tökum
á rekstri bæjarins. 2012 og 2013
eru metár í rekstri bæjarins og
það hefur gengið gríðarlega vel að
lækka skuldir. Á sama tíma höfum
við náð að lækka gjaldskrár, við
vorum með hæstu leikskólagjöldin
af 15 stærstu sveitarfélögunum árið
2010. Við höfum ekki hækkað leik-
skólagjöld á kjörtímabilinu.“
Daníel telur að samstarfið við
minnihluta hafi verið farsælt.
„Samstaða allra bæjarfulltrúa
hvað þetta varðar hefur skipt miklu
máli. Það er mikilvægt að ná víð-
tækri samstöðu um þau erfiðu verk-
efni sem þurfti að fara í á kjörtíma-
bilinu.“
Að mati Daníels er fólksfækkun-
in í sveitarfélaginu mikilvægt mál-
efni sem þarf að vinna að. Það sé
Meirihluti fallinn í Ísafjarðarbæ
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er fallinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Björt framtíð mælist með tvo
menn kjörna en hæpið er talið að flokkurinn bjóði fram. Atvinnumál munu vega þungt eftir að Vísir ákvað að loka á Þingeyri.
1. sæti Daníel
Jakobsson, Ísafirði
2. sæti Jónas Þór
Birgisson, Hnífsdal
3. sæti Kristín
Hálfdánsdóttir, Ísafirði
4. sæti Martha Kristín Pálmadóttir,
Ísafirði
1. sæti Marzellíus
Sveinbjörnsson,
Ísafirði.
2. sæti Helga Dóra
Kristjánsdóttir,
Önundarfirði.
3. sæti Sólveig Sigríður Guðnadóttir,
Ísafirði.
4. sæti Gísli Jón Kristjánsson, Ísafirði.
1. sæti Arna Lára
Jónsdóttir, Ísafirði
2. sæti Kristján
Andri Guðjónsson,
Ísafirði
3. sæti Nanný Arna
Guðmundsdóttir, Ísafirði
4. sæti Sigurður Hreinsson, Ísafirði
D Sjálfstæðisflokkurinn B Framsóknarflokkurinn Í Í-listinn
Ísafjörður
Bolungarvík
Súðavík
Flateyri
Þingeyri
Suðureyri
Aðferðafræðin Hringt var í 764 manns þar til náðist í 600 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 30. apríl. Svarhlutfallið var 79 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri.
Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk?
Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 56,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
FRAMBOÐSLISTAR Á ÍSAFIRÐI
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR ÍSAFJÖRÐUR
Sveinn
Arnarsson
sveinn@frettabladid.is
Fjöldi bæjarfulltrúa
29,6%
17,0%
3,8%
14,3%
42,2%
39,8%
6,8%
18,5%
28,1%
Frjálsir með Framsókn
Sjálfstæðisflokkurinn
Í-listinn
Björt framtíð
Annað
ÁRIÐ 2010
3.899
bjuggu í
Ísafjarðarbæ
ÁRIÐ 2014
3.639
bjuggu í
Ísafjarðarbæ
ÁRIÐ 2011
300 milljóna
króna
halli
ÁRIÐ 2013
302 milljóna
króna
afgangur
FYLGI FLOKKANNA
Björt framtíð áformaði að bjóða fram á Ísafirði, en ólíklegt er talið að flokkurinn nái að bjóða fram.
hin eilífa barátta og mikið áhyggju-
efni. „Það sem við höfum í höndun-
um er þá á móti að hafa samkeppn-
ishæfa gjaldskrá, fallegan bæ og
öflugt atvinnulíf. Atvinnuástand-
ið er þannig að það er nóg að gera
og skortur á fólki. Auðvitað er tak-
markaður fjöldi í ákveðnum grein-
um, en ef þú vilt vinnu hérna þá
færðu vinnu, það er bara þannig,
og það vantar fasteignir á Ísafirði.“
Atvinnu- og fræðslumál á oddinn
Arna Lára Jónsdóttir er oddviti
Í-list ans. Að framboðinu standa
einstaklingar sem vilja vinna að
hag og velferð íbúanna. Hún telur
fræðslu- og atvinnumál verða ofar-
lega í huga kjósenda í kosningun-
um í maí.
„Fræðslu- og atvinnumál verða
stóru málin sem og að halda rekstri
bæjarins í jafnvægi. Við höfum
loksins náð tökum á rekstrinum
eftir ansi erfið ár. Það hefur gerst
í góðu samstarfi allra flokka í bæj-
arstjórn. Því erum við ekki tilbúin
að fórna jafnvæginu, að lofa ein-
hverjum stórframkvæmdum sem
við getum ekki staðið við,“ segi
Arna Lára.
„Við höfum að sama skapi verið
að skera mikið niður í skólunum
síðustu árin og við þurfum að for-
gangsraða núna í þágu barnanna
okkar. Hlúa þannig að skólunum,
bæði leik- og grunnskólum, og
menntun barna.“
Arna Lára telur einnig að breyt-
ingar í atvinnumálum Ísafjarðar-
bæjar verði mikið ræddar.
„Atvinnuástandið er mjög við-
kvæmt, sérstaklega í ljósi stöð-
unnar núna þegar Vísir er að loka
á Þingeyri. Það hefur alltaf verið
þannig að þegar verið er að búa til
atvinnutækifæri, þá kemur eitthvað
utanaðkomandi aftan að okkur og
fækkar störfum. Við erum of háð
einni atvinnugrein, við verðum að
auka fjölbreytni og þétta grunninn
svo við séum ekki svona viðkvæm
gagnvart utanaðkomandi þáttum.“
Staðan á Þingeyri
Marzellíus Sveinbjörnsson er
nýr oddviti Framsóknarflokks-
ins í komandi kosningum. Hann
telur, líkt og hinir oddvitarnir,
að atvinnumál muni vega þungt í
komandi kosningabaráttu.
„Atvinnumálin og staðan á Þing-
eyri munu verða mikið rædd. Það
fyrsta sem við þurfum að gera er
að leita til alþingismanna og ráða-
manna þjóðarinnar og athuga
hvernig þeir geti komið að mál-
inu með okkur.“ segir Marzellíus.
Þegar hann er spurður út í svör
forsætisráðherra varðandi málefni
Vísis í þinginu í vikunni vill hann
fá frekari svör og aðgerðir frá for-
sætisráðherra.
Marzellíus telur að fólksfækk-
un og atvinnumál verði rædd
saman í komandi kosningabar-
áttu. „Atvinnumál og byggðaþró-
un eru samþætt, auka fjölbreytni
og atvinnutækifæri og reyna að
fjölga íbúum. Við verðum að skapa
ungu fólki tækifæri á að koma til
Ísafjarðar. Við þurfum að auka
fjölbreytni starfa. Bæjarfélagið er
gott og það er gott að ala upp börn
á Vestfjörðum en við þurfum að
auka tækifæri þeirra til að starfa
hér.“
Fræðslumálin verða einnig
stórt mál, að mati Marzellíusar.
Í Ísafjarðarbæ þarf að skapa góð
tækifæri til tómstunda, efla tóm-
stundalífið. Skapa betri aðstæður
fyrir íþróttaiðkun í bæjarfélaginu.
„Okkur vantar til dæmis fjölnota
íþróttahús. Ég vil skoða hvort það
sé möguleiki á að byggja slíkt hús
á kjörtímabilinu. Ég vil ekki lofa
að það verði byggt en við þurfum
að skoða þessi mál gaumgæfilega,“
segir Marzellíus.
„Síðustu fjögur ár hafa gengið
afskaplega vel, eftir að hafa tekið á
fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Upp-
bygging er hafin á mörgum svið-
um mannlífs hérna. Til að mynda
hættum við sorpbrennslu og fórum
í urðun og náðum samningum við
ríkið vegna sjúkraflutninga.“
Um áframhaldandi samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn segir Marz-
ellíus að allir gangi óbundnir til
kosninga. „Samstarfið hefur geng-
ið vel en við þurfum bara að setj-
ast niður eftir kosningar og skoða
málin. Við teljum okkur reiðubúna
að ræða við hvern þann sem setur
sveitarfélagið í fyrsta sæti.“