Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2014, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 03.05.2014, Qupperneq 36
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson heldur áfram að rekja sögu Herúla og þeirrar kenningar að þessi dularfulla þjóð hafi endað hér uppi á Íslandi. Aldrei þessu vant er þessi flækjusaga framhald af greininni frá því fyrir viku. Þá hóf ég að segja frá Herúlakenningunni en hana setti Barði Guð- mundsson, sagnfræðingur og þjóð- skjalavörður, fram um og upp úr miðri síðustu öld. Kenningin gekk í örstuttu máli út á að þegar Ísland var numið af norrænum mönnum á ofanverðri níundu öld, þá hafi ekki verið á ferð tilfallandi búandkarlar og uppflosnaðir víkingahöfðingjar frá Noregi endilöngum, heldur hafi verið um að ræða sérstaka þjóð sem tók sig upp og fluttist í heilu lagi hingað út. Barði nefndi ýmislegt til sönnunar kenningu sinni, ekki síst að landnámsmenn hefðu smíðað sér samfélag sem var að ýmsu leyti furðu ólíkt samfélagi þeirra Norð- manna sem eftir urðu. Nefnum bara menninguna: Af hverju varðveitt- ist ævaforn norrænn bókmennta- og söguarfur á Íslandi en ekki Noregi? Af hverju héldu Íslendingar áfram að þróa þann bókmenntaarf og end- aði með bæði Heimskringlu og svo hinum einstöku Íslendingasögum, en í Noregi var ekkert nýtt skrifað svo öldum skipti? Og þar var komið sögunni að Barði hafði fundið þjóðina sem hann taldi að hefði búið í þessum vestur- fjörðum Noregs á níundu öld en þá ákveðið af einhverjum dular- fullum ástæðum að skárra væri að byggja útsker þetta en hina frjó- sömu norsku firði. Það voru Her- úlar, lítil en herská germönsk þjóð sem þvældist um Evrópu með sverð á lofti frá þriðju öld og örlítið fram á þá sjöttu, þegar hún hverfur úr sögunni. Þá höfðu Herúlar fyrst farið ránshendi um frægar borg- ir eins og Aþenu og um leið lagt í rúst hof Díönu í Efesus, sem var eitt af sjö undrum fornaldar, síðan verið í slagtogi með hinum alræmdu Húnum um langt skeið og loks stofn- að sitt eigið ríki í Mið-Evrópu sem skrimti þó ekki nema fáeina áratugi. Saga Herúla púsluð saman Fljótlega eftir að Herúlakóngur- inn Ródolfó féll fyrir Langbörðum hurfu Herúlar úr evrópskum heim- ildum eins og jörðin hefði gleypt þá. Þá var komið fram á sjöttu öld og nú tóku við verstu flúðirnar sem Barði Guðmundsson þurfti að vaða með Herúlakenningu sína. Gat það sem sé átt sér að einhver hópur Herúla hefði haldið aftur alla leið til Norð- urlanda, sest að í Noregi og haldið þar þjóðarvitund sinni (og varð- veitt sinn einstaka frumgermanska menningararf) í hátt í fjórar aldir og svo rokið út til Íslands seint á níundu öld? Og nú fór að vandast málið. Saga Herúla, eins og hún var púsluð saman á 19. og 20. öld, er að vísu ögn flóknari en ég hef hingað til gefið í skyn. Í fyrsta lagi eru til heimildir um „Herúla“ sem hafa flust til Niðurlanda (nú Hollands og Belgíu) þegar meginhluti þeirra á að hafa farið í austurveg til Póllands. Og nokkrum öldum seinna spyrst til þessa hóps að herja suður á Spáni eftir að hafa siglt á herskipum frá Niðurlöndum. Ekki verður betur séð en þar hafi eins konar frum-vík- ingar verið á ferð. Það er reyndar stuðningsmönnum Herúlakenn- ingarinnar til gleði að oftar en einu sinni er minnst á dugnað Herúla við siglingar, þeir komu sér til dæmis upp flota í Svartahafi og Eyjahafi þegar þeir voru að herja þar með Gotum á ofanverðri þriðju öld. Gæti fortíð Herúla við siglingar, spyrja menn, ekki bent til þess að þeir hafi ekkert látið sér vaxa í augum að leggja út á Atlantshaf um 870 er þeir ákváðu skyndilega að setjast að á hinni nýju eyju sem þar hafði fundist úti í hafi? Agalausir villimenn Og þá eru líka til heimildir sem benda til þess að meðan Herúl- ar voru á þvælingi sínum langt suður í Evrópu, þá hafi þeir haldið tengslum við frændur sína í norðri. Latneski sagnaritarinn Procopius greindi frá því: „Herúlarnir sýndu nú sitt villimannlega og ofsafengna eðli gagnvart sínum eigin konungi sem nefndist Ochus. Fyrirvara- laust drápu þeir hann, án nokkurrar annarrar ástæðu en að þeir óskuðu að vera framvegis konungslausir. Hafa ber í huga að þó að konungur Herúla hefði konungs nafnbót hafði hann í reynd nákvæmlega engin for- réttindi fram yfir aðra þegna. Allir nutu þess réttar að sitja að snæð- ingi með honum og atyrða hann ef þeim svo sýndist, því engir menn í veröldinni eru síður bundnir sið- venjum eða agalausari en Herúlar. Þegar illvirkið hafði verið framið urðu þeir strax fullir iðrunar. Þeir áttuðu sig á því að án foringja og herstjórnanda gætu þeir ekki verið. Þess vegna varð niðurstaða þeirra sú, eftir ítarlegar umræður, að best væri að kalla til konungdóms einn úr konungsfjölskyldu þeirra frá Thule [Norðurlöndunum].“ Síðan segir Procopius frá komu nýs konungs að norðan. Í Svíþjóð VILJUM VIÐ VERA HERÚLAR? 1 Herúlar búsettir í Danmörku eða Suður-Sví- þjóð á fyrstu öld e.Kr. Þaðan hröktust þeir undan Dönum. Einhver hluti Herúla varð þó eftir í Svíþjóð. 2 Hluti Herúla sest að í Niðurlöndum. Nokkrum öldum síðar eru þeir sagðir hafa farið siglandi í ránsferðir allt til Spánar. 3 Flestir Herúlar setjast að í Póllandi og slást í för með Gotum. 4 Gotar og Herúlar fara í herleiðangur á Balkanskaga. Þeir koma sér meðal annars upp flota og ræna árið 267 Aþenu, Spörtu og borgina Býsans sem nokkrum áratugum síðar verður ný höfuðborg Konstantíns mikla. Tveimur árum síðar sigrar Kládíus keisari II Herúla og Gota við Niš í Suður- Serbíu. 5 Eftir að hafa hrökklast af Balkanskaga flytjast Herúlar og Gotar til Úkraínu þar sem Húnar leggja undir sig ríki þeirra um 370. Næstu áratugi fylgja Herúlar Húnum, meðal annars í herferð til Frakklands þar sem Atli Húna- kóngur tapar mikilvægri orrustu við Chalons 451. 6 Eftir lát Atla 453 gera germanskar þjóðir upp- reisn gegn Húnum. Herúlar mynda ríki í Mið- Evrópu en síðasti konungur þeirra, Ródolfó, tapar fyrir Langbörðum, nýrri germanskri uppgangsþjóð, um 508. Hluti Herúla fylgir síðan Langbörðum suður á Ítalíuskaga 568 þar sem þeir hrekja Austur-Gota frá ríkjum. Annar hluti sest að við Belgrad í Serbíu en hverfur brátt í þjóðahafið. Enn annar hluti Herúla gengur í þjónustu austurrómverska keisarans í Konstantínópel og sinnir þar her- mennsku næstu áratugi. 7 Allan tímann sem Herúlar voru suður í álfu misstu þeir aldrei alveg tengslin við frændur sína á Norðurlöndum. Hluti þjóðarinnar heldur nú aftur á heimaslóðir og gerist þar konungsætt Ynglinga. Segir kenningin! 8 Herúlar flytjast til vesturfjarðanna í Noregi. 9 Á 8. öld e.Kr. taka Herúlar sig upp og flytjast til Íslands, þar sem þeir verða hryggjarstykkið í landnáminu. FERÐIR HERÚLA samkvæmt heimildum og hugmyndum Herúl- arnir sýndu nú sitt villi- mannlega og ofsafengna eðli gagnvart sínum eigin konungi sem nefndist Ochus. Fyrir- varalaust drápu þeir hann, án nokkurrar annarrar ástæðu en að þeir óskuðu að vera framvegis kon- ungslausir. eru til kenningar um að þangað hafi Herúlar hrökklast eftir að hafa misst lönd sín í Mið-Evrópu og síð- ast í kringum Belgrad, og orðið hafi fagnaðarfundir með þeim og hinum Herúlunum sem orðið höfðu eftir á fornum slóðum sænskum. Herúl- arnir hafi síðan orðið að yfirstétt í landinu og frá þeim sé komin sú konungsætt sem lengi á að hafa ríkt yfir Svíþjóð og kallast hafi Yngling- ar. Sú kenning er studd vitnisburði ekki minni manns en Snorra Sturlu- sonar, því í Heimskringlu hans er rakin för forfeðra Ynglinga sunn- an úr álfu og norður til Svíþjóðar. Og viti menn, það var einmitt eitt einkenni Ynglinga, hve snöggir þeir voru stundum að aflífa kónga sína ef þeir stóðu sig ekki í stykkinu, rétt eins og Procopius segir um Herúla. Hér ber svo einnig í framhjá- hlaupi að geta þess að svipað ferða- lag sunnan úr álfu rekur Snorri Sturluson líka í blábyrjun Eddu sinnar, þar sem upphaf hinna fornu Ása er rakið suður á Balkanskaga – en sumir djarflegir túlkendur sög- unnar vilja halda lengra og finna þeim stað í Aserbaídsjan, og erum við þá komin á slóðir Thors Heyer- dahls og hinna „alternatífu“ kenn- inga hans um hvaðeina í sögunni. Þar hafa Herúlar blandast inn í, og til að sannreyna það ættu fróð- leiksfúsir að fara á YouTube og slá inn nafni Freysteins Sigurðssonar. Hann hefur útbúið snotra fyrir- lestra um Herúlakenninguna og rakið hana allt aftur til Heyerdahls og Ása. En þá er og skylt að geta þess að flestöllum fræðimönnum munu þykja vísindi eins og þau sem Freysteinn boðar eiga meira skylt við dulræn fræði en mannkynssögu. Hagmæltir og duglegir Eins og sjá má á ramma þeim sem hér fylgir á síðunni, þá er svo loka- stig Herúlakenningarinnar að frá Svíþjóð hafi Herúlar flust til Noregs og hingað út. Því miður fyrir stuðn- ingsmenn kenningarinnar verður að viðurkenna að fátt eða ekkert af nýlegum rannsóknum styður kenn- ingu Barða og sporgöngumanna hans, en margt mælir í mót henni. Nýlegar fornleifarannsóknir benda til að landnámið hafi tekið lengri tíma en áður var talið og því hafi ekki verið um að ræða hina snöggu landflutninga sem Barði taldi sig þurfa að skýra, og DNA-rannsókn- ir benda ekki til þess að sá hluti landnámsmanna sem kom frá Nor- egi hafi verið í neinu ólíkir öðrum Norðmönnum. Þrátt fyrir að ýmsar spurningar standi eftir (svo sem eins og af hverju hinn germanski sagnaarfur varðveittist hér betur en annars staðar, en því hefur aldrei verið svarað á viðhlítandi hátt) þá verðum við því líklega að leggja Herúlakenninguna á hilluna. Eða afhenda hana Litháum, nú er nefnilega risin upp Herúlakenning í Litháen, þeir eru sagðir forfeð- ur Samógitíana sem dúkkuðu upp á strandlengjunni upp af hafnar- borginni Klaípeda löngu eftir 1000 – prófið að slá inn „heruli“ og „sam- ogitians“ á Google. Hér hefur því miður ekki gef- ist tóm til að ræða spurninguna um hvort og að hve miklu leyti hinir fornu Herúlar hafi getað tal- ist „þjóð“ á nútímavísu, en það er raunar alveg óvíst, kannski voru þeir upphaflega stétt úrvalsher- manna af einhverju tagi eða „her- úlfar“ frekar en sérstakur ættbálk- ur. En hverjir sem þeir voru, þá verðum við að íhuga málið vand- lega áður en við förum að sækjast eftir því að tilheyra þeim eða til- einka okkur arf þeirra. Þeir voru nefnilega ekki aðeins hagmæltir og duglegir til manndrápa, heldur segir og um þá í rómverskum heim- ildum að Herúlar hafi verið „svik- ulir, undirförulir, drykkfelldir og villimenn í kynlífi“. Og mundum við láta þvíumlíkt um okkur spyrjast? 1 2 3 6 7 89 5 Chalons Róm Niš Belgrad Efesus Klaipeda Býsans/Konstantínópel Aþena Sparta 0 e.Kr.-300 e.Kr., skv. rómversku heimm ildum. 370-530 e.Kr., skv. róm- verskum heimildum. 550-870 e.Kr., skv. Herúlakenningunni Ísland Noregur Danmörk England Svíþ ój ð Grikkland Ítalía 4Balkansk ga i Litla-Asía Spánn Gallía Germanía Svarta haf Úkraína Litháen Aserbaídsjan Miðjarðarhaf Atlantshaf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.