Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 40
FÓLK|HELGIN
Volcano House er fjölskyldufyrir-tæki sem var stofnað árið 2011. Eigendur fyrirtækisins eru Vest-
mannaeyingar sem eiga það sameigin-
legt að hafa mikinn áhuga á jarðfræði
og náttúru Íslands. „Í Volcano House
sýnum við tvær mjög flottar kvikmynd-
ir sem fjalla um eldgos á Íslandi. Fyrri
myndin er um Surtseyjargosið, sem
hófst árið 1963 og stóð í fjögur ár, og
um Heimaeyjargosið sem hófst þann
23. janúar 1973.“
SÁ ÞEGAR JÖRÐIN OPNAÐIST
Myndin sýnir á dramatískan hátt hvern-
ig eyjaskeggjar brugðust við eldgosinu
þegar það hófst skyndilega klukkan
tvö að nóttu. Í henni sést þegar hús
mélast í sundur undan fargi hraunsins
og önnur kaffærast í ösku. Tekin eru
viðtöl við fólk sem upplifði eldgosið og
meðal annars er sýnt viðtal við mann
sem sá þegar jörðin rifnaði fyrir framan
hann og eldtungurnar teygðu sig í átt
til himins.
Seinni myndin fjallar um eldgosið
í Eyjafjallajökli árið 2010 en tökulið
myndarinnar var tilnefnt til Emmy-verð-
launa fyrir framúrskarandi myndatöku.
Einnig er fjallað um eldgosið í Gríms-
vötnum 2011 og mörg önnur eldgos
eins og í Kötlu og Heklu. Fjallað er um
Skaftáreldagosið 1783 sem hafði gríðar-
leg áhrif á Íslendinga og einnig erlendis.
„Báðar myndirnar voru framleiddar
sérstaklega fyrir okkur í Volcano House
og eru hvergi sýndar annars staðar,“
segir Hörður Gunnarsson, einn eigenda
Volcano House.
PERSÓNULEG LEIÐSÖGN
Opið er í Volcano House alla daga
vikunnar allt árið um kring og eru
kvikmyndirnar sýndar á ensku á
klukkustundar fresti frá klukkan tíu
á morgnana til níu á kvöldin. Fyrir
hverja sýningu er persónuleg kynning
á jarðvirkni Íslands, flutt af starfsfólki
Volcano House sem er sérmenntað í
jarðfræði, landfræði, ferðamálafræðum
og fleiru og svarar það spurningum
gesta.
Frá 1. júní til 15. september eru
sýningarnar á þýsku klukkan sex. Hægt
er að panta sérsýningu á frönsku og
íslensku hvenær sem er.
GLÆSILEGIR STEINAR
Í Volcano House má einnig skoða glæsi-
lega steinasýningu með steinum úr
náttúru Íslands. „Við leggjum áherslu
á að fólk snerti steinana og handfjatli
þá,“ segir Hörður. Margir forvitnilegir
steinar og marglitar holufyllingar eins
og geislasteinar, ópal, jaspis og berg-
kristall eru í sýningarsalnum þar sem
allir eru velkomnir og ekkert kostar að
skoða.
ÖSKUSÝNI
„Þar erum við einnig með mikið af
öskusýnum, meðal annars úr Eyjafjalla-
jökli, Grímsvötnum og Vestmannaeyj-
um og 3.000 ára gamlan marglitan vikur
úr Heklu. Hægt er að kaupa ösku-
sýni í minjagripaverslun Volcano
House ásamt mörgum öðrum
skemmtilegum og áhuga-
verðum vörum sem
tengjast jarðfræði og
eldvirkni. Flestar
vörurnar eru úr
heimi lista og
hönnunar en
einnig erum
við með
bækur sem
tengjast jarð-
fræði og
eldgosum
á Íslandi.“
ELDGOS Á ÍSLANDI
VOLCANO HOUSE KYNNIR Í Volcano House við Tryggvagötu eru sýndar
athyglisverðar kvikmyndir um eldgos á Íslandi, meðal annars frá Vestmanna-
eyjum. Þar er líka glæsileg steinasýning.
FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Hörður Gunnarsson rekur fjölskyldufyrirtækið Volcano House ásamt fleirum. Eigendurnir eru frá
Vestmannaeyjum og hafa mikinn áhuga á náttúru Íslands. MYND/VILHELM
OPNUNARTÍMI
Volcano House er til
húsa í Tryggvagötu
11 í Reykjavík og
er opið frá 10 til
22 alla daga vik-
unnar, allt árið.
Nánari upplýsingar
um fyrirtækið má
finna á
volcanohouse.is
ÁHUGAVERÐAR KVIKMYNDIR UM ELDGOS
„Í Volcano House sýnum við tvær mjög flottar kvikmyndir sem fjalla um eldgos á
Íslandi. Fyrri myndin er um Surtseyjargosið, sem hófst árið 1963 og stóð í fjögur ár,
og Heimaeyjargosið, sem hófst þann 23. janúar 1973.“
MIKILFENGLEGT
Hörður segir að kvik-
myndirnar hafi verið
gerðar fyrir Volcano
House.
Hundaskóli
Heimsenda Hunda
Grunn-Hlýðni
byrjar 7 maí.
Fyrir alla hunda frá 4 mánaða
aldri Uppl í sima 897 1992
www.hundaskoli.net
www.fi.is
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
Gönguferðir með barnavagna og kerrur
Brottför: Kl. 12 alla daga vikunnar, 5. – 9. maí
Mánudagur 5. maí: Perlan
Þriðjudagur 6. maí: Ábæjarlaug
Miðvikudagur 7. maí: Gerðusafn Kópavogi
Fimmtudagur 8. maí: Nauthóll
Föstudagur 9. maí: Grasagarðurinn Laugardal
Hressandi ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur
með léttum æfingum, teygjum og slökun.
Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir
Þátttaka ókeypis – allir velkomnir
Barnavagnav
ika FÍ og
Ferðafélags
barnanna
S. 572 3400
Allt á að seljast vegna flutninga
ÚTRÝMINGARSALA
Opið til kl 18
.00
LAUGARD
AG
50%
afsláttur af öllum vörum