Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 40

Fréttablaðið - 03.05.2014, Page 40
FÓLK|HELGIN Volcano House er fjölskyldufyrir-tæki sem var stofnað árið 2011. Eigendur fyrirtækisins eru Vest- mannaeyingar sem eiga það sameigin- legt að hafa mikinn áhuga á jarðfræði og náttúru Íslands. „Í Volcano House sýnum við tvær mjög flottar kvikmynd- ir sem fjalla um eldgos á Íslandi. Fyrri myndin er um Surtseyjargosið, sem hófst árið 1963 og stóð í fjögur ár, og um Heimaeyjargosið sem hófst þann 23. janúar 1973.“ SÁ ÞEGAR JÖRÐIN OPNAÐIST Myndin sýnir á dramatískan hátt hvern- ig eyjaskeggjar brugðust við eldgosinu þegar það hófst skyndilega klukkan tvö að nóttu. Í henni sést þegar hús mélast í sundur undan fargi hraunsins og önnur kaffærast í ösku. Tekin eru viðtöl við fólk sem upplifði eldgosið og meðal annars er sýnt viðtal við mann sem sá þegar jörðin rifnaði fyrir framan hann og eldtungurnar teygðu sig í átt til himins. Seinni myndin fjallar um eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 en tökulið myndarinnar var tilnefnt til Emmy-verð- launa fyrir framúrskarandi myndatöku. Einnig er fjallað um eldgosið í Gríms- vötnum 2011 og mörg önnur eldgos eins og í Kötlu og Heklu. Fjallað er um Skaftáreldagosið 1783 sem hafði gríðar- leg áhrif á Íslendinga og einnig erlendis. „Báðar myndirnar voru framleiddar sérstaklega fyrir okkur í Volcano House og eru hvergi sýndar annars staðar,“ segir Hörður Gunnarsson, einn eigenda Volcano House. PERSÓNULEG LEIÐSÖGN Opið er í Volcano House alla daga vikunnar allt árið um kring og eru kvikmyndirnar sýndar á ensku á klukkustundar fresti frá klukkan tíu á morgnana til níu á kvöldin. Fyrir hverja sýningu er persónuleg kynning á jarðvirkni Íslands, flutt af starfsfólki Volcano House sem er sérmenntað í jarðfræði, landfræði, ferðamálafræðum og fleiru og svarar það spurningum gesta. Frá 1. júní til 15. september eru sýningarnar á þýsku klukkan sex. Hægt er að panta sérsýningu á frönsku og íslensku hvenær sem er. GLÆSILEGIR STEINAR Í Volcano House má einnig skoða glæsi- lega steinasýningu með steinum úr náttúru Íslands. „Við leggjum áherslu á að fólk snerti steinana og handfjatli þá,“ segir Hörður. Margir forvitnilegir steinar og marglitar holufyllingar eins og geislasteinar, ópal, jaspis og berg- kristall eru í sýningarsalnum þar sem allir eru velkomnir og ekkert kostar að skoða. ÖSKUSÝNI „Þar erum við einnig með mikið af öskusýnum, meðal annars úr Eyjafjalla- jökli, Grímsvötnum og Vestmannaeyj- um og 3.000 ára gamlan marglitan vikur úr Heklu. Hægt er að kaupa ösku- sýni í minjagripaverslun Volcano House ásamt mörgum öðrum skemmtilegum og áhuga- verðum vörum sem tengjast jarðfræði og eldvirkni. Flestar vörurnar eru úr heimi lista og hönnunar en einnig erum við með bækur sem tengjast jarð- fræði og eldgosum á Íslandi.“ ELDGOS Á ÍSLANDI VOLCANO HOUSE KYNNIR Í Volcano House við Tryggvagötu eru sýndar athyglisverðar kvikmyndir um eldgos á Íslandi, meðal annars frá Vestmanna- eyjum. Þar er líka glæsileg steinasýning. FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Hörður Gunnarsson rekur fjölskyldufyrirtækið Volcano House ásamt fleirum. Eigendurnir eru frá Vestmannaeyjum og hafa mikinn áhuga á náttúru Íslands. MYND/VILHELM OPNUNARTÍMI Volcano House er til húsa í Tryggvagötu 11 í Reykjavík og er opið frá 10 til 22 alla daga vik- unnar, allt árið. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á volcanohouse.is ÁHUGAVERÐAR KVIKMYNDIR UM ELDGOS „Í Volcano House sýnum við tvær mjög flottar kvikmyndir sem fjalla um eldgos á Íslandi. Fyrri myndin er um Surtseyjargosið, sem hófst árið 1963 og stóð í fjögur ár, og Heimaeyjargosið, sem hófst þann 23. janúar 1973.“ MIKILFENGLEGT Hörður segir að kvik- myndirnar hafi verið gerðar fyrir Volcano House. Hundaskóli Heimsenda Hunda Grunn-Hlýðni byrjar 7 maí. Fyrir alla hunda frá 4 mánaða aldri Uppl í sima 897 1992 www.hundaskoli.net www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Gönguferðir með barnavagna og kerrur Brottför: Kl. 12 alla daga vikunnar, 5. – 9. maí Mánudagur 5. maí: Perlan Þriðjudagur 6. maí: Ábæjarlaug Miðvikudagur 7. maí: Gerðusafn Kópavogi Fimmtudagur 8. maí: Nauthóll Föstudagur 9. maí: Grasagarðurinn Laugardal Hressandi ganga fyrir mömmur og pabba, afa og ömmur með léttum æfingum, teygjum og slökun. Fararstjóri: Auður Kjartansdóttir Þátttaka ókeypis – allir velkomnir Barnavagnav ika FÍ og Ferðafélags barnanna S. 572 3400 Allt á að seljast vegna flutninga ÚTRÝMINGARSALA Opið til kl 18 .00 LAUGARD AG 50% afsláttur af öllum vörum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.