Fréttablaðið - 03.05.2014, Qupperneq 42
Starfið: Samgöngustofa óskar eftir að ráða eftirlits-
mann á verndardeild á mannvirkja- og leiðsögusvið
stofnunarinnar, aðallega á sviði flugverndar en einnig
aðstoð við eftirlit á sviði siglingaverndar. Starfið
felst einkum í undirbúningi eftirlits, vettvangs-
heimsóknum, úttektum, prófunum og skoðunum á
framkvæmd flugverndar/siglingaverndar en einnig
innleiðingu nýrra krafna og uppfærslu handbóka
stofnunarinnar á sviði flugverndar. Leitað er að
starfsmanni sem á auðvelt með að setja sig inn í
reglur og nýjar aðstæður og er tilbúinn að vinna í
öguðu umhverfi. Starfshlutfall er 100%.
Menntunar- og hæfnikröfur
• Háskólanám sem nýtist í starfi eða sambærileg
menntun
• Þekking á flugvernd/siglingavernd er kostur
• Reynsla af eftirlitsstörfum
• Góð tölvukunnátta er nauðsynleg sem og gott vald
á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga
• Mjög gott vald á íslensku og ensku í rituðu
og töluðu máli nauðsynleg
• Frumkvæði, skipulögð, nákvæm vinnubrögð
og sjálfstæði í starfi
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
Í boði er áhugavert og fjölbreytt starf hjá Samgöngustofu
þar sem hæfileikar og frumkvæði fá notið sín.
Umsóknarfrestur er til 19. maí 2014.
Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:
• á vefsvæði Samgöngustofu á síðunni
www.samgongustofa.is
• senda umsókn (ferilskrá) með tölvupósti á netfangið
atvinna@samgongustofa.is
eða
• senda skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang:
Samgöngustofa
Bt. Ólafar Friðriksdóttur
Pósthólf 470
202 Kópavogur
Nánari upplýsingar veitir Ágústa R. Jónsdóttir,
deildarstjóri verndardeildar í síma 480 6000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k.
sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa
áskilur sér rétt til þess að hafna öllum umsóknum.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og
viðkomandi stéttarfélags.
Samgöngustofa er stjórnsýslustofnun samgöngumála
með um 160 starfsmenn. Stofnuninni er ætlað
að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og
hagkvæmum samgöngum. Samgöngustofa annast
eftirlit er varða flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit
með samgöngumannvirkjum og leiðsögu.
Upplýsingar um Samgöngustofu má finna
á heimasíðu www.samgongustofa.is.
EFTIRLITSMAÐUR
Á VERNDARDEILD
www.gardabaer.is
Byggingarfulltrúi Garðabæjar hefur yfirumsjón með
stjórnsýslu byggingarmála. Byggingarfulltrúi hefur
forystu um faglegan undirbúning á sviði
byggingamála á hverjum tíma, innleiðingu
gæðakerfis og er bæjarráði til ráðgjafar á því sviði.
Byggingarfulltrúi ber m.a. ábyrgð á yfirferð
byggingarnefndarteikninga, byggingareftirliti,
skráningu mannvirkja, eftirliti með viðhaldi,
staðfestingu eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku og
miðlun upplýsinga um mannvirki til íbúa.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi
hlutaðeigandi stéttarfélags og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 18. maí 2014.
Sækja þarf um starfið með því að fylla út umsókn á
nýjum ráðningarvef Garðabæjar.
Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir
nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega
grein fyrir hæfni til starfans út frá ofangreindum
hæfnikröfum.
Menntunar- og hæfniskröfur:
byggingarmála sbr. 8 gr. mannvirkjalaga
nr. 160/2010 og 7. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010 er skilyrði.
Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum,
byggingarreglugerð er æskileg.
er æskileg.
skipulagshæfni.
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
STARF BYGGINGARFULLTRÚA
Garðabær auglýsir eftir einstaklingi til að sinna starfi byggingarfulltrúa. Leitað er
eftir einstaklingi með háskólamenntun á sviði byggingarmála og með mikla
reynslu á sviði byggingarmála.
Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík | Sími 551 2344 | www.tapas.is
Tapas barinn óskar eftir
atvinnumanni í matargerð
Viðkomandi þarf að hafa brennandi ástríðu fyrir mat,
vera jákvæður, hafa reynslu af stjórnunarstörfum og
eiga gott með að vinna undir álagi og í hóp.
YFIRMATREIÐSLUMAÐUR
RESTAURANT- BAR
Upplýsingar eru veittar í síma
895 7350 frá kl. 13-17
eða á bjarki@tapas.is
HRAFNISTA
Reykjavík I
Kópavogur I Reykjanesbær
| ATVINNA | 3. maí 2014 LAUGARDAGUR2