Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 72

Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 72
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 40 Brandarar Magga fór að kaupa skó. „Hvernig eru þessir?“ spurði skókaupmaðurinn. „Þeir eru dálítið þröngir,“ sagði Magga. „Prófaðu að toga tunguna út,“ sagði skókaupmaðurinn. „Nei, þeið eðu ennþá þðöngið,“ sagði Magga. Sérstakur hádegisverðarmatseðill: Kjúklingur eða buff kr. 600 Kalkúnn kr. 550 Börn kr. 300 Í matarveislunni hvíslar mamman að syni sínum: Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Jóa frænda? Sonurinn segir upphátt: Ja sko! Ég hélt að Jói þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann borðaði eins og svín! HANN ARNAR VALUR VALSSON , sjö ára, sendi okkur þessa mynd af tveimur strákum að tala saman. Hvað valdir þú að lesa í Stóru upplestrarkeppninni og af hverju? „Í fyrstu umferð feng- um við texta úr bókinni Ertu guð afi? þannig að við völdum þá ekki. Í umferð númer tvö völdum við ljóð úr bæklingi með tíu ljóðum eftir hana Erlu. Ég valdi ljóðið Tímaklukkuna því mér leist best á það. Í þriðju umferð áttum við að lesa ljóð að eigin vali. Ég valdi Hudson Bay eftir Stein Steinarr af því ég hef spilað lagið við það með Skólahljómsveit Kópavogs og þekkti ljóðið nokkuð vel.“ Veistu hversu margir krakkar tóku þátt í keppninni í Kópa- vogi? „Ég held þeir hafi verið á milli 400 og 500.“ Var gaman að vera með? „Já, mjög, en ég átti alls ekki von á því að komast í Salinn því ég var nefnilega varamaður í keppninni innan míns skóla.“ Hvernig leið þér þegar þú varst að lesa upp? „Bara nokk- uð vel, ég var ekkert sérstaklega stressuð, ekki eins og ég bjóst við.“ Lestu oft upphátt fyrir foreldr- ana? „Ekki lengur. Við áttum alltaf að gera það áður fyrr en núna er ég alveg hætt því nema fyrir upplestrarkeppnina, þá æfði ég mig með því að lesa upp fyrir mömmu og pabba.“ Hvað er mikilvægast við upp- lestur? „Að standa kyrr, tala ekki of hratt, tala skýrt og greinilega, tala hátt og túlka lesturinn.“ Ertu mikill lestrarhestur? „Já, já, ég les þó nokkuð mikið.“ Áttu þér einhverja uppáhalds- bók? „Já, það eru Harry Potter og Hungurleikarnir.“ Í hvaða skóla ertu og hvað finnst þér skemmtilegast að læra þar? „Ég er í Snælands- skóla. Ég á mér ekki beint neitt uppáhaldsfag en mér finnst íþróttir skemmtilegar.“ Hver eru helstu áhugamálin þín fyrir utan skólann? „Ég æfi fótbolta með HK, æfi líka á tenórsaxófón í Skólahljóm- sveit Kópavogs og er í B- sveit þar. Svo finnst mér gaman að vera með vinum mínum og fara í sveitina.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Er eig- inlega bara ekki búin að hugsa svo langt, kannski arkitekt.“ Mikilvægt að tala hátt og túlka lesturinn Rakel Svavarsdóttir bjóst ekki við að sigri í Stóru upplestrarkeppninni í Kópavogi þar sem á milli fj ögur og fi mm hundruð krakkar tóku þátt en hún lenti í 1. sæti. SIGURVEGARINN Milli skólalærdóms, fótboltaæfinga og hljómsveitar- æfinga gefst smá tími til að líta í sögubók. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 94 „Og þú Lísaloppa sem allt veist,“ sagði Kata með þjósti. „Hvaða örvadæmi á þetta nú að vera.“ „Ég veit nú ekki allt,“ sagði Lísaloppa. „En ég er með gátubókina og hún aftur á móti veit hvaða örvadæmi þetta er.“ „Jæja þá, lestu,“ sagði Kata. „Hér er spurt,“ las Lísaloppa. „Hver af þessum örvum bendir nákvæmlega á miðju hringsins.“ „Heyrðu mig nú,“ sagði Kata. „Þetta er ekkert hægt, það er nánast enginn munur á örvunum.“ Konráð horfði á myndina og sagði svo glaður. “Jú, það er munur, ég held meira að segja að ég sé búinn að sjá hvaða mynd það er.“ Það hnussaði í Kötu. „Jæja þá, best að reyna.“ Getur þú séð hvaða ör það er sem bendir nákvæmlega á miðju hringsins? A Svar B D E F G H I J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.