Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 102

Fréttablaðið - 03.05.2014, Side 102
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70 HÓGVÆRÐIN UPPMÁLUÐ Ólafur Egilsson, höfundur og leikari, var krýndur hógværasti starfsmaður- inn á árshátíð Þjóðleikhússins sem haldin var á fimmtudaginn síðasta. Leikarinn Jóhannes Haukur Jó- hannesson var sviptur titlinum þegar í ljós kom að hann hafði ekki mætt á árshátíðina. Hinn hógværi Ólafur er sem stend- ur að skrifa leikgerð upp úr skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur, Karítas án striga, sem verður sett upp í leikhúsinu á næsta leikári. - ósk LEIKSTJÓRINN Á SVIÐ Leikkonan Tinna Hrafnsdóttir sýnir síðustu sýningar á verki sínu Útundan í Tjarnarbíói um helgina. Verkið er það fyrsta sem Tinna leik- stýrir en á morgun ætlar hún sjálf að stíga á svið. Hún hleypur í skarðið í síðustu sýningunni fyrir leikkonuna Svandísi Dóru Einarsdóttur sem verður í annarri vinnu þann dag en hún starfar sem flugfreyja hjá Ice- landair í sumar. - áp YFIRGEFUR MIÐ-ÍSLAND Grínistinn og meðlimur í uppistands- hópnum Mið-Íslandi, Bergur Ebbi, mun í haust flytja búferlum til Toronto í Kanada. Bergur mun hefja nám í framtíðargreiningu og nýsköpun við háskólann OCAD. Jóhann Alfreð Kristinsson, samstarfsmaður Bergs í gríninu, segir starfið ekki verða eins eftir brotthvarf Bergs, en vonir standi til að hann komi aftur eftir námið. „Bergur fann nafnið á hópinn á sínum tíma, þetta verður mikil blóðtaka,“ segir Jóhann. - fbj „Mér hefði aldrei dottið þetta í hug þegar ég kom hingað fyrst,“ segir hin 21 árs gamla Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir en hún land- aði nýverið samningi við NEXT Models í Los Angeles. Tatiana hefur setið fyrir síðan hún var fimmtán ára gömul en hún byrj- aði feril sinn hjá Eskimo Models. „Fyrsta verkefnið mitt var myndaþáttur í Nýju lífi og mér fannst það bara svo skemmti- legt,“ segir Tatiana sem byrjaði síðan í menntaskóla stuttu eftir það en entist ekki lengi á skóla- bekk. „Ég tók tvö ár og flutti síðan til London til þess að starfa sem fyrirsæta,“ segir hún. „Ég var bara alltaf að fljúga á milli Íslands og London og vann rosa- lega mikið,“ segir fyrirsætan, sem var ekki viss hvað hana langaði að gera eftir að því lyki. „Þetta voru ákveðin tímamót í lífi mínu þar sem mér fannst ég þurfa að taka ákvörðun og ein- hverja stefnu, annaðhvort að byrja aftur í skóla eða gera eitt- hvað allt annað.“ Á þessum tíma kynnist Tatiana Eðvarði Egils- syni og lýsir kynnunum sem ást við fyrstu sýn. „Ég er í engum vafa um það að við eigum að vera saman, hann er alveg minn betri helmingur eins væmið og það hljómar,“ bætir hún við og hlær. Eðvarð býr í Los Angeles þar sem hann starfar við tónlist. „Þar sem það var ekkert á planinu hjá mér þá var ég rosalega opin fyrir því að kíkja út og gá hvað væri í boði,“ segir Tatiana, sem eins og áður kom fram hafði aldrei dottið í hug að tæpu ári seinna væri hún komin á samning hjá stórri fyrir- sætuskrifstofu. Unga fyrirsætan lendir í hinum ýmsu ævintýrum í verk- efnum sínum en hún var stödd í Taílandi um daginn að mynda fyrir asísk tískumerki. „Við gist- um í húsi lengst uppi í fjöllunum með öryggisvörðum með byssur fyrir utan allan sólarhringinn. Þetta var svakalegt, ég var allt- af að drífa mig út á morgnana og skildi allt eftir í drasli en þegar ég kom heim var búið að taka allt til, búið að elda og svo ein- hver að bjóða manni nudd,“ segir Tatiana og hlær. „Ég var ein- hvern tímann inni á baðherbergi að mála mig þegar ég heyrði öskur frammi og hljóp fram til þess að gá hvað væri að og þá höfðu stelpurnar komist að því í gegnum Instagram að Rihanna væri í næsta húsi,“ segir hún, en var þó ekki eins spennt fyrir því og samstarfskonur hennar. „Þessi ferð var samt æðisleg, menning- in þarna er töfrandi og það eru allir svo góðir og yndislegir.“ Tatiana segist einnig vilja þreifa fyrir sér á fleiri vettvöngum en að sitja fyrir. „Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að leika,“ segir hún og hefur þegar nælt sér í einn eftirsóttasta kenn- ara (acting coach) í Bandaríkj- unum, Kate McGregor-Stewart, sem hefur meðal annars þjálfað Nicole Kidman, Marisa Tomei og Naomie Watts. „Hún er æðis- leg áströlsk kona sem vinur minn kynnti mig fyrir, ég hlakka mikið til að byrja hjá henni eftir sum- arið,“ segir Tatiana, sem hlakkar til haustsins. „Ég er rosalega spennt fyrir því að takast á við þetta. Þetta snýst allt um það að vera óhrædd- ur,“ segir hin efnilega unga stúlka. „Ég veð bara svolítið blint út í þetta. Ég held að maður verði að gera það ef maður ætlar að gera eitthvað öðruvísi og koma sér áfram.“ Gerir það gott í L.A. Hin 21 árs Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir lendir í ýmsum ævintýrum í verkefnum sínum sem fyrirsæta, en hún segir þetta allt snúast um að vera óhræddur. KJÓLLINN NEFNDUR EFTIR TATIÖNU ELLA hannaði þennan kjól með Tatiönu í huga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Mig hefur langað til að vera slæm stelpa alveg frá því að ég man eftir mér …“ - LINDSAY LOHAN FAGNAR TÍU ÁRA AFMÆLI KVIKMYND- ARINNAR MEAN GIRLS Á TWITTER. - Samkvæmt 780.000 notendum GoodReads! Sástu myndina? Hér er framhaldið „Roth kann að skrifa. Flókin fléttan og ógleymanleg umgjörðin skapa sögu sem mun ekki svíkja aðdáendur fyrstu bókarinnar“ - Publishers Weekly um Andóf www.bjortutgafa.is 1. SÆTI Önnur bókin í Divergent bókaflokknum fór í fyrsta sætið 23. - 29. apríl á metsölulista Eymundsson. Framhald myndarinnar! Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Ég veð bara svolítið blint út í þetta. Ég held að maður verði að gera það ef maður ætlar að gera eitthvað öðruvísi og koma sér áfram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.