Fréttablaðið - 03.05.2014, Qupperneq 102
3. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70
HÓGVÆRÐIN UPPMÁLUÐ
Ólafur Egilsson, höfundur og leikari,
var krýndur hógværasti starfsmaður-
inn á árshátíð Þjóðleikhússins sem
haldin var á fimmtudaginn síðasta.
Leikarinn Jóhannes Haukur Jó-
hannesson var sviptur titlinum þegar
í ljós kom að hann hafði ekki mætt á
árshátíðina.
Hinn hógværi
Ólafur er sem stend-
ur að skrifa leikgerð
upp úr skáldsögu
Kristínar Marju
Baldursdóttur,
Karítas án striga,
sem verður sett
upp í leikhúsinu
á næsta leikári.
- ósk
LEIKSTJÓRINN Á SVIÐ
Leikkonan Tinna Hrafnsdóttir
sýnir síðustu sýningar á verki sínu
Útundan í Tjarnarbíói um helgina.
Verkið er það fyrsta sem Tinna leik-
stýrir en á morgun ætlar hún sjálf að
stíga á svið. Hún hleypur í skarðið í
síðustu sýningunni fyrir
leikkonuna Svandísi
Dóru Einarsdóttur
sem verður í annarri
vinnu þann dag en
hún starfar sem
flugfreyja hjá Ice-
landair í sumar. - áp
YFIRGEFUR MIÐ-ÍSLAND
Grínistinn og meðlimur í uppistands-
hópnum Mið-Íslandi, Bergur Ebbi,
mun í haust flytja búferlum til Toronto
í Kanada. Bergur mun hefja nám í
framtíðargreiningu og nýsköpun við
háskólann OCAD.
Jóhann Alfreð Kristinsson,
samstarfsmaður Bergs
í gríninu, segir starfið
ekki verða eins eftir
brotthvarf Bergs, en
vonir standi til að hann
komi aftur eftir námið.
„Bergur fann nafnið á
hópinn á sínum
tíma, þetta
verður mikil
blóðtaka,“ segir
Jóhann. - fbj
„Mér hefði aldrei dottið þetta í
hug þegar ég kom hingað fyrst,“
segir hin 21 árs gamla Tatiana
Ósk Hallgrímsdóttir en hún land-
aði nýverið samningi við NEXT
Models í Los Angeles. Tatiana
hefur setið fyrir síðan hún var
fimmtán ára gömul en hún byrj-
aði feril sinn hjá Eskimo Models.
„Fyrsta verkefnið mitt var
myndaþáttur í Nýju lífi og mér
fannst það bara svo skemmti-
legt,“ segir Tatiana sem byrjaði
síðan í menntaskóla stuttu eftir
það en entist ekki lengi á skóla-
bekk. „Ég tók tvö ár og flutti
síðan til London til þess að starfa
sem fyrirsæta,“ segir hún. „Ég
var bara alltaf að fljúga á milli
Íslands og London og vann rosa-
lega mikið,“ segir fyrirsætan,
sem var ekki viss hvað hana
langaði að gera eftir að því lyki.
„Þetta voru ákveðin tímamót í
lífi mínu þar sem mér fannst ég
þurfa að taka ákvörðun og ein-
hverja stefnu, annaðhvort að
byrja aftur í skóla eða gera eitt-
hvað allt annað.“ Á þessum tíma
kynnist Tatiana Eðvarði Egils-
syni og lýsir kynnunum sem ást
við fyrstu sýn. „Ég er í engum
vafa um það að við eigum að vera
saman, hann er alveg minn betri
helmingur eins væmið og það
hljómar,“ bætir hún við og hlær.
Eðvarð býr í Los Angeles þar sem
hann starfar við tónlist. „Þar sem
það var ekkert á planinu hjá mér
þá var ég rosalega opin fyrir
því að kíkja út og gá hvað væri í
boði,“ segir Tatiana, sem eins og
áður kom fram hafði aldrei dottið
í hug að tæpu ári seinna væri hún
komin á samning hjá stórri fyrir-
sætuskrifstofu.
Unga fyrirsætan lendir í
hinum ýmsu ævintýrum í verk-
efnum sínum en hún var stödd
í Taílandi um daginn að mynda
fyrir asísk tískumerki. „Við gist-
um í húsi lengst uppi í fjöllunum
með öryggisvörðum með byssur
fyrir utan allan sólarhringinn.
Þetta var svakalegt, ég var allt-
af að drífa mig út á morgnana og
skildi allt eftir í drasli en þegar
ég kom heim var búið að taka
allt til, búið að elda og svo ein-
hver að bjóða manni nudd,“ segir
Tatiana og hlær. „Ég var ein-
hvern tímann inni á baðherbergi
að mála mig þegar ég heyrði
öskur frammi og hljóp fram til
þess að gá hvað væri að og þá
höfðu stelpurnar komist að því í
gegnum Instagram að Rihanna
væri í næsta húsi,“ segir hún, en
var þó ekki eins spennt fyrir því
og samstarfskonur hennar. „Þessi
ferð var samt æðisleg, menning-
in þarna er töfrandi og það eru
allir svo góðir og yndislegir.“
Tatiana segist einnig vilja þreifa
fyrir sér á fleiri vettvöngum en
að sitja fyrir. „Mig hefur alltaf
langað til þess að prófa að leika,“
segir hún og hefur þegar nælt
sér í einn eftirsóttasta kenn-
ara (acting coach) í Bandaríkj-
unum, Kate McGregor-Stewart,
sem hefur meðal annars þjálfað
Nicole Kidman, Marisa Tomei
og Naomie Watts. „Hún er æðis-
leg áströlsk kona sem vinur minn
kynnti mig fyrir, ég hlakka mikið
til að byrja hjá henni eftir sum-
arið,“ segir Tatiana, sem hlakkar
til haustsins.
„Ég er rosalega spennt fyrir
því að takast á við þetta. Þetta
snýst allt um það að vera óhrædd-
ur,“ segir hin efnilega unga
stúlka. „Ég veð bara svolítið blint
út í þetta. Ég held að maður verði
að gera það ef maður ætlar að
gera eitthvað öðruvísi og koma
sér áfram.“
Gerir það gott í L.A.
Hin 21 árs Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir lendir í ýmsum ævintýrum í verkefnum
sínum sem fyrirsæta, en hún segir þetta allt snúast um að vera óhræddur.
KJÓLLINN NEFNDUR EFTIR TATIÖNU ELLA hannaði þennan kjól með Tatiönu í huga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Mig hefur langað
til að vera slæm
stelpa alveg frá
því að ég man
eftir mér …“
- LINDSAY LOHAN
FAGNAR TÍU ÁRA
AFMÆLI KVIKMYND-
ARINNAR MEAN
GIRLS Á TWITTER.
- Samkvæmt 780.000
notendum GoodReads!
Sástu
myndina?
Hér er
framhaldið
„Roth kann að skrifa. Flókin fléttan og ógleymanleg umgjörðin skapa
sögu sem mun ekki svíkja aðdáendur fyrstu bókarinnar“
- Publishers Weekly um Andóf
www.bjortutgafa.is
1. SÆTI
Önnur bókin í Divergent bókaflokknum fór í fyrsta sætið
23. - 29. apríl á metsölulista Eymundsson.
Framhald myndarinnar!
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS
Ég veð bara svolítið
blint út í þetta. Ég held
að maður verði að gera
það ef maður ætlar að
gera eitthvað öðruvísi og
koma sér áfram.