Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 8

Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 8
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 8 Málþingsstjóri: Ólafía Jakobsdóttir, forstöðumaður Kirkjubæjarstofu. Þinggjald: kr. 2.000 Fyrir nemendur, félaga í SSF og félaga í FÍSOS: kr. 1000 skráning á info@sagatrail.is - www.sagatrail.is Vægi safna, sýninga og sögu í ferðaþjónustu 2025 13.00 Ávinningur af eflingu Samtaka um söguferðaþjónustu Rögnvaldur Guðmundsson, formaður SSF. 13.20 Skapandi greinar í ferðaþjónustu, samlegð og tækifæri Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. 13.40 Stórt safn á litlum stað Steinunn María Sveinsdóttir, fagstjóri Síldarminjasafnsins á Siglufirði. 14.00 Hvernig birtist þjóðararfurinn í handverkinu og hver eru tækifærin? Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar. 14.20 Kaffi og með því 15.00 Vinsældir Íslendingasagna og nýjar útgáfur þeirra á norrænum málum Örnólfur Thorsson, íslenskufræðingur og ritstjóri útgáfna á íslenskum miðaldatextum. 15.20 Sagan og söfnin í Reykjavík: fortíð, samtíð og framtíðarsýn Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri. 15.40 Að markaðssetja menningu Hjörvar Sæberg Högnason, forstöðumaður markaðs - og viðskiptaþróunar hjá ferðaskrifstofunni Iceland Travel 16.00 Klemma lygarans: krókar og keldur í söguferðaþjónustu Stefán Pálsson, sagnfræðingur. 16.20 Samantekt: Skúli Björn Gunnarsson, Skriðuklaustri. Málþing Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) í samvinnu við Íslandsstofu. Þar verður fjallað um stöðu, nýsköpun og framtíðartækifæri safna, sýninga og söguferðaþjónustu við markaðssetningu á Íslandi. S A M T Ö K UM S Ö G U F E R ‹AÞJÓ N U S T U 16. maí kl. 13:00-16:30Þjóðminjasafni Íslands Rögnvaldur Guðmundsson Steinunn María Sveinsdóttir Örnólfur Thorsson Hjörvar Sæberg Högnason Skúli Björn Gunnarsson Kristjana Rós Guðjohnsen Sunneva Hafsteinsdóttir Guðbrandur Benediktsson Stefán Pálsson Ólafía Jakobsdóttir TYRKLAND, AP Nærri 450 námu- verkamenn höfðu í gær fundist á lífi eftir mikla sprengingu sem varð í kolanámu í borginni Soma í vestanverðu Tyrklandi á þriðju- dag. Nærri 250 lík höfðu fundist og óttast var að um hundrað í viðbót hefðu látið lífið. Hundruð manna, bæði ættingjar þeirra sem fórust og námuverka- menn sem komust lífs af, söfnuð- ust saman í Soma í gær og beind- ist reiði þeirra að Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra og rík- isstjórn hans. Sumir hrópuðu að Erdogan væri morðingi og þjófur. Grjóti var kastað í lögregluna og einhverjir voru handteknir. Í Istanbúl var einnig efnt til mótmæla fyrir utan fyrirtækið sem rekur námuna. Þá safnaðist fólk einnig saman í höfuðborginni Ankara, en lögreglan greip þar inn í og rak fólkið burt. Nærri átta hundruð manns voru að vinna í námunni þegar spreng- ingin varð á þriðjudag. Þetta er versta námuslys í Tyrklandi frá árinu 1992 þegar sprenging varð í námu skammt frá hafnarborginni Zonguldak við Svartahafið, með þeim afleiðingum að 263 námu- verkamenn létust. Tyrknesk stjórnvöld sögðu að síðast í mars á þessu ári hefðu yfirvöld farið yfir öryggismál í námunni. Ekkert hefði fundist sem ábótavant teldist. Erdogan forsætisráðherra lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg. Hann frestaði jafnframt utan- landsför en hélt í staðinn til Soma að skoða vettvanginn og ræða við námuverkamenn og aðstandendur þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Mikil reiði og sorg vegna námuslyss Námuverkamenn og ættingjar þeirra sem fórust í sprengingu í kolanámu í Tyrklandi gagnrýna tyrknesk stjórnvöld harðlega. Óttast er að um 350 manns hafi látið lífið. Lýst var yfir þriggja daga þjóðarsorg. ■ 2013 Stór aurskriða féll á gullnámusvæði í Tíbet og kostaði 83 verkamenn lífið. ■ 2012 Að minnsta kosti 60 manns létu lífið eftir að aurskriða féll á gull- námu í norðaustanverðu Kongó. ■ 2011 Gassprenging varð djúpt niðri í kolanámu í Sorange í Pakistan, og kostaði hún 62 menn lífið. ■ 2010 Versta námuslys á Nýja-Sjálandi áratugum saman þegar mikil gassprenging varð djúpt niðri í námu á Suður-Eyjunni. Þar létu 29 menn lífið, en þeir höfðu verið innilokaðir frá því sams konar sprenging varð í námunni fimm dögum fyrr. ■ 2010 33 námuverkamönnum var bjargað úr gull- og kolanámu í Atacama-eyðimörkinni í Chile, eftir að þeir höfðu verið þar innilokaðir í 69 daga. ■ 2010 Sprenging varð í Upper Big Branch-kolanámunni í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum, með þeim afleiðingum að 29 námuverkamenn létust. Mannskæð námuslys síðustu árin BUGAÐIR Tyrkneskir námuverkamenn syrgja félaga sína sem fórust þegar spreng- ing varð í kolanámu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVÍÞJÓÐ Innflytjendur í Svíþjóð sendu í fyrra sem samsvarar 17,6 milljörðum sænskra króna, um 300 milljörðum íslenskra króna, til heimalanda sinna samkvæmt mati fyrirtækisins Ria Financial Services. Í frétt á vef Dagens Nyheter segir að velþekkt sé að peninga- sendingar innflytjenda til heima- landa sinna skipti oft meira máli en alþjóðlegt hjálparstarf. Bent er á að á Filippseyjum og í Jemen samsvari heimsendingarnar mörg- um prósentum af vergri þjóðar- framleiðslu. Flestar peningasendingarnar frá innflytjendum í Svíþjóð fara til Íraks. Í fyrra voru rúmir 1,5 milljarðar sænskra króna sendir þangað. Það jafngildir tæplega 26 milljörðum íslenskra króna. Til Póllands sendu innflytjendur tæp- lega 900 milljónir sænskra króna eða tæpa 15 milljarða íslenskra króna. Þar á eftir fylgja Íran, Tyrkland og Bosnía. Peningasendingarnar fara flest- ar frá stórborgunum í Svíþjóð og svæðunum í kringum þær. - ibs Peningasendingar mikilvægari en hjálparstarf: Sendu 300 milljarða Í ÍRAK Innflytjendur í Svíþjóð sendu í fyrra 1,5 milljarða sænskra króna heim til Íraks. NORDICPHOTOS/AFP KÖNNUN Flestir á heimsvísu telja spillingu vera alvarlegasta vandamál mannkynsins, eða um 21 prósent. Flestir Íslendingar telja hins vegar fátækt og ójöfnuð vera helsta vandamálið, eða rúm- lega 25 prósent. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar Alþjóðlegu Gallupsam- takanna, sem birta árlega niður- stöður skoðanakönnunar sem framkvæmd var í 65 löndum um heim allan. Tæplega 10 prósent íslenskra svarenda telja trúarofstæki vera það alvarlegasta og rúm 9 prósent telja umhverfismál vera það sem helst ætti að taka á. Flestir nefndu efnahagsleg vandamál í Afríku, en 27 prósent Keníubúa svöruðu spurningunni á þann veg, á meðan 10,5 prósent Íslendinga gerðu hið sama. - kóh Gallup spyr um vandamál: Spilling alvar- legasti vandinn SVISS Á síðasta ári voru 33,3 milljónir manna á flótta innan landamæra heimalands síns í heim- inum öllum. Fólki á vergangi hafði fjölgað um 4,5 milljónir frá árinu áður, og munar þar mest um ástandið í Sýrlandi. Að meðaltali hrekst ein fjölskylda heiman frá sér í Sýrlandi á hverri einustu mínútu. Þetta kemur fram í yfirliti frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Norska flóttamanna- ráðinu. Á síðasta ári hröktust 8,2 milljónir manna að heiman vegna ofbeldis og átaka, þar af 3,5 milljónir í Sýrlandi einu. „Þetta er fólk sem býr við algjört neyðar- ástand,“ sagði Jan Egeland, framkvæmdastjóri Norska flóttamannaráðsins, á blaðamannafundi í Genf í gær. Hann segir að fjöldi þeirra sem eru á ver- gangi innan eigin landamæra sé orðinn meiri en sést hefur frá tímum þjóðarmorðanna í Rúanda og Bosníu á síðasta áratug síðustu aldar, en þá náði fjöldinn hámarki í 28 milljónum. Fram kom í tölum stofnananna að 63 prósent allra þeirra sem eru á vergangi innan eigin landamæra séu í fimm löndum: 6,5 milljónir í Sýrlandi, 5,7 milljónir í Kólumbíu, 3,3 milljónir í Nígeríu, 2,9 milljónir í Austur-Kongó og 2,4 milljónir í Súdan. - gb Að meðaltali hrekst ein fjölskylda heiman frá sér í Sýrlandi á hverri einustu mínútu: Yfir þrjátíu milljónir manna á vergangi FLÓTTAFÓLK Í SÝRLANDI Hvergi hefur fleira fólk hrakist að heiman en í Sýrlandi. NORDICPHOTOS/AFP ORKUMÁL Hagnaður varð af venju- bundnum rekstri Orkubús Vest- fjarða í fyrra. Í tilkynningu segir að framleiðsla vatnsaflsvirkj- ana fyrirtækisins hafi verið með minna móti vegna tíðarfarsins. Þar segir að flutningslínur hafi brotnað og verulegar truflanir orðið á dreifikerfinu í aftaka- stomi síðustu dagana í janúar. Hagnaðurinn í fyrra var 223 milljónir króna. Eignir eru 6,5 milljarðar króna en skuldir tæpur milljarður. - gar Enn gott ár hjá Orkubúinu: Hagnaður þrátt fyrir erfiðleika

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.