Fréttablaðið - 15.05.2014, Side 24

Fréttablaðið - 15.05.2014, Side 24
FÓLK|TÍSKA GLÆSILEG Hulda Lind Kristinsdóttir hefur í nógu að snúast sem fyrirsætan Icebody og var nýlega valin ein íslenskra fyrirsæta til að sitja fyrir hjá átján erlendum ljósmyndurum hvaðanæva úr heiminum. MYND/DANÍEL Hvenær kviknaði tískuáhuginn? Ég var fimm ára farin að máta föt fyrir framan spegil og stilla mér upp fyrir myndavélina. Hvernig myndirðu lýsa eigin stíl? Litríkur, þægilegur og sexí. Hvaðan hefur þú tískuvitið? Ég tel mig ekki hafa neitt sérstakt tískuvit en ég fylgist með straumum og stefnum og tileinka mér það sem heillar mig. Áttu þér uppáhaldstískuverslanir? Já, ég hef mest dálæti á Guess, Bebe, Kiss og Zara. Eyðir þú miklu í fatakaup? Nei, ég nýti mér verðlækkanir á góðum fatnaði. Hver er þinn helsti veikleiki þegar kemur að tísku og útliti? Ég á stundum erfitt með að velja á milli þess sem er í boði. Ef þú mættir kaupa þér eitthvað eitt nýtt í dag, hvað yrði fyrir valinu? Ég mundi velja mér ekta skart; fallegt, stórt og áberandi. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Svarti og hvíti kjóllinn sem ég keypti í Kiss er ein af mínum uppáhalds. Hvaða litur klæðir þig best? Bleikur er í uppáhaldi og finnst mér hann klæða mig ágætlega. Hverju klæðistu við sparileg tilefni? Ég fer oftast í það fal- legasta sem ég finn í fataskápnum hverju sinni. Ertu hrifin af skart- gripum? Já, mjög. Ég elska skartgripi og finnst eyrnalokkar alveg ómissandi. Hvaða ilmvatn notar þú? Um þessar mundir nota ég ilminn Dream Angels Heavenly frá Victoria‘s Secret. Ef þú ættir aðeins einn hlut í snyrtibuddunni, hver væri hann? Það væri maskari. Hvað er það besta við sumartískuna? Bjartir litir og léttur fatnaður. Áttu þér tískufyrirmynd? Ég elska að fylgjast með súper- módelinu Naomi Campbell sem er alltaf flott og ég fíla Nicki Minaj því hún klæðist skemmtilega litríkum fatnaði. Hvað gerir allar konur kven- legar? Það kvenlegasta við konur eru brjóstin. Lumarðu á góðu tísku- eða fegrunarráði? Besta tískuráðið er að klæðast því sem maður fílar og besta fegrunar- ráðið að vera hreinn að innan sem utan og ímynda sér að maður sé flottastur af öllum. Kjóll, pils eða buxur? Buxur. Einlitt eða munstrað? Einlitt. Háir hælar eða flatbotna? Flatbotna skór eru bestir en háir hælar gera útslagið. Í hvernig fatnaði líður þér best? Mér líður best í þægileg- um buxum og bol. SEXÍ ÞOKKAGYÐJA TÍSKAN Fyrirsætan Hulda Lind Kristinsdóttir er hin kynþokkafulla Icebody. Hún segir besta fegrunarráðið að ímynda sér að maður sé flottastur af öllum. ■ thordis@365.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur stærðir 38-58 Bleikir dagar! 15% afsláttur af öllum jökkum og slæðum dagana 7-17. maí. Erum með mikið úrval af jökkum hvort sem það er við gallabuxur eða sparikjóla. Hlökkum til að sjá ykkur í sumarskapi Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770 Opið virka daga kl. 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí kið á m yn di r o g ve rð á Fa ce bo ok Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Kjóll á 12.900 kr. Stærðir S - XXL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.