Fréttablaðið - 15.05.2014, Side 25

Fréttablaðið - 15.05.2014, Side 25
ÍSLENSKT GRÆNMETI SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA VOR 2014 Ég lagði fyrst inn hjá Sölufélagi garðyrkjumanna þegar ég var 19 ára og hef gert það síðan“, segir Sveinn Björnsson garðyrkjumaður á Varmalandi í Borgarfirði. Hann hefur því átt viðskipti við Sölufélagið í 50 ár og sat um tíma í stjórn félagsins. Garðyrkjustöðin Varmaland í Borgarfirði var byggð árið 1938 í landi Reykholts og er því með elstu garðyrkjustöðvum á landinu. Þar hafa verið ræktaðir tómatar í 75 ár. Sveinn Björnsson segir að hann hafi byrjað að hjálpa föður sínum í garðyrkjunni þegar hann var 8 ára. Þá hafi hann tekið að sér að vökva. Allt grænmetið var flutt í trékössum sem tóku 5- 6 kíló. „Við fengum sent kassaefnið og ég fékk að setja þá saman. Mér fannst svo gaman að smíða að ég sagðist ætla að verða smiður“, segir Sveinn. Hann segist alla tíð hafa unnið við uppbyggingu á Varmalandi og hafi auk smíðavinnu unnið við múrverk og pípulagnir. Sveinn hóf rekstur garðyrkjustöðvar á Varmalandi árið 1964 en árið 1973 tók hann einnig við rekstri garðyrkjustöðvar föðurs síns. Ekkert af upphaflegu gróðurhúsunum sem byggð voru á árunum eftir 1938 stendur enn. Sveinn hóf uppbyggingu og endurnýjun á gróðurhúsum árið 1979 og vann meira og minna að þeirri uppbyggingu sjálfur. Húsin þekja nú um 2060 fermetra lands. „Þróunin í garðyrkjunni hefur orðið mjög mikil og hröð undanfarin ár. Garðyrkjustöðvum hefur fækkað og þær hafa stækkað. Garðyrkjubændur hafa sótt sér mikla þekkingu t.d. til Hollands og Finnlands og það styrkir okkar atvinnugrein og gerir hana hæfari til að takast á við samkeppnina“, segir Sveinn. Hann segir mjög ánægjulegt að nú sé garðyrkjan fyrirmynd fyrir allan landbúnað hér á landi þegar litið sé til rekjanleika. Garðyrkjubændur fóru að upprunamerkja vöru sína fyrir tíu árum og hægt er að rekja framleiðsluna beint til bóndans. Sveinn segir þetta mjög mikið aðhald fyrir bændur enda séu gæðamálin í góðu lagi hjá þeim. Sveinn segir að þegar horft sé til framtíðar sé augljóst að hægt sé að rækta meira grænmeti á Íslandi og landsmenn gætu auðveldlega verið sjálfum sér nógir. „Það hafa komið góðir garðyrkjubændur inn í greinina undanfarin ár og það styrkir okkur verulega“, segir Sveinn. Hann bætir við að grunnurinn að velgengni í ræktun sé að hafa brennandi áhuga og það hafi íslenskir garðyrkjubændur, það sé skýringin á því hversu góð framleiðslan er. Eins megi ekki gleyma dýrmætustu auðlindinni sem er heitt og kalt vatn. Á Varmalandi eru eingöngu ræktaðir tómatar og er ársframleiðslan um það bil 60 tonn. Tómatarnir eru ræktaðir í jarðvegi, þeim er sáð í desember og eru hafðir undir lýsingu fram í febrúar. Tínslan hefst svo um miðjan apríl og eru tómatarnir tíndir út nóvember. Eftir það er allt hreinsað út úr gróðurhúsunum og þau sótthreinsuð áður en sáð er á ný. Ræktunin í Varmalandi er vistvæn, býflugur sjá um að frjóvga plönturnar og leggur Sveinn áherslu á halda húsunum hreinum og hefur Garðyrkjustöðin Varmaland verið laus við alla óværu síðustu ár. Í gengum árin hefur öll fjölskyldan komið að ræktuninni á Varmalandi. „Öll börnin mín fimm hafa hjálpað til við garðyrkjuna en farið svo sínar eigin leiðir, en þau koma oft um háannatímann og leggja hönd á plóg“, segir Sveinn. Tómatarnir á Varmalandi eru tíndir þrisvar í viku og þeim pakkað á staðnum. Sendingar fara tvisvar í viku frá garðyrkjustöðinni til neytenda. Gróðurhúsin eru hituð upp með jarðhita úr borholu sem var tekin í notkun 1974. Garðyrkjustöðin er í nágrenni við tvo sögufræga hveri, Skriflu og Dynk. Heitt vatn frá hverunum hefur verið nýtt í Reyholti öldum saman en við fornleifauppgröft hafa fundist veitustokkar út frá Skriflu sem grafnir voru á miðöldum. Hafa ræktað tómata á Varmalandi í 75 ár Pastasósa Sú besta í bænum Gúrkur Góðar með öllu Tómatsósa Sú eina sanna Listakokkar Höfundar uppskrifta í blaðinu eru: Nanna Rögnvaldsdóttir, Helga Mogensen, Hrefna Sætran, og Margrét Leifsdóttir. H A RI H A RI H A RI EL SA B JÖ RG M A G N Ú SD Ó TT IR GEYMIÐ BLAÐIÐ Sveinn Björnsson „Öll börnin mín fimm hafa hjálpað til við garðyrkjuna en farið svo sínar eigin leiðir, en þau koma oft um háannatímann og leggja hönd á plóg.” Tómatgrunnur Þar sem tómatar koma við sögu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.