Fréttablaðið - 15.05.2014, Page 29
5ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2014
1 pk nan brauð (má nota pizzubotn eða jafnvel smjördeig)
2 stk tómatar
40 g sólþurrkaðir tómatar
2 msk furuhnetur
50 g rjómaostur
1 stk shallottulaukur
1 rif hvílaukur
salt og pipar
Álegg á pizzuna:
Þunnt skornir tómatar og fersk basilikka.
Olivuolía
Gróft sjávarsalt og pipar
Þetta er í fyrsta sinn sem framleiddar eru tómatvörur úr
íslenskum tómötum. Þetta
var mjög ánægjulegt og
vandasamt“, segir Helga
Mogensen en hún leiddi
framleiðslu Sölufélags
garðyrkjumanna á nýjum
vörum úr íslenskum
tómötum. Helga og
samstarfsmenn hennar hjá
Sölufélaginu hafa þróað
tómatsósu, tómatgrunn og
pastasósu.
Helga segir að í
tómatsósuna, tómatgrunninn
og pastasósuna séu notaðir
íslenskir tómatar sem komast
ekki í úrvalsflokk vegna
stærðar. „Þetta er úrvalsvara
en tómatarnir komast
ekki í upprunamerktar
neytendaumbúðir vegna
þess að þeir eru t.d. of stórir
eða of litlir. Þá er auðvitað
upplagt að nota þá í alls
konar tómatvörur. Með
þessu ná garðyrkjubændur
að fullnýta uppskeru sína.
Tómatvörurnar eru auðvitað
framleiddar samkvæmt
ströngustu gæðakröfum og
innihalds- og næringargildi
eru einnig unnin samkvæmt
nýjustu reglugerðum
Matvælastofnunar – MAST“,
segir Helga.
Helga Mogensen er
brautryðjandi þegar
kemur að hollu matarræði.
Hún hefur leitt þróun
í veitingahúsarekstri í
áratugi. „Það hefur orðið
bylting á neysluvenjum
landsmanna og frábært að
sjá hvað landsmenn eru
orðnir meðvitaðir um gæði
matvæla. Ég á mér þann
draum að landsmenn geti
orðið sjálfum sér nógir
hvað varðar grænmeti og
þurfi alls ekki að flytja það
inn. Það sparar gjaldeyri
og skapar störf. Ég ber
mikla virðingu fyrir því
sem grænmetisbændur
eru að gera og þeir senda
úrvalshráefni á markaðinn
með mikilli fyrirhöfn“, segir
Helga.
Þar sem þetta er í fyrsta
sinn sem tómatvörur eru
framleiddar úr íslenskum
tómötum hér á landi þá
hlýtur það að vera vandasamt
verk að finna hið eina rétta
bragðið. „Auðvitað var það
stórmál, það veltur allt á
bragðinu. Ég hef unnið við
matargerð í um þrjátíu ár og
hef gert óteljandi uppskriftir.
Þetta kemur með æfingunni.
Í þessu tilfelli studdi ég
mig við ítalskar hefðir í
matargerð og ég tel að okkur
hafi tekist vel til. Við fengum
í lið með okkar matgæðinga
til að ná rétta bragðinu“,
segir Helga.
Tómatsósan er krydduð
með úrvalskryddum
sem Helga valdi og
eins pastasósan, en í
tómatgrunninum eru engin
krydd. Engin rotvarnarefni
eru í sósunum né heldur
þykkingar- eða bindiefni.
Sýrðar íslenskar gúrkur
eru einnig komnar á
markaðinn. „Sýrðar gúrkur
er klassískt meðlæti t.d. með
fiski og kjöti. Ég leitaði
fyrirmynda í Danmörku
þegar ég var að vinna þessa
vöru“, segir Helga.
Tómatsósa, pastasósa
og tómatgrunnur úr
íslenskum tómötum
-Helga Mogensen þróaði nýju vörurnar
„Ég á
mér þann
draum að
landsmenn
geti orðið
sjálfum
sér nógir
hvað varðar
grænmeti ...
Lasagnasósa
Djúsi lasagna stútfullt af grænmeti með
eða án kjöts...
1 krukka af tilbúni pastasósu.
150 gr sveppi smátt saxaðir
1 stk smátt söxuð gulrót skræld og
skorin i litla bita.
½ stk sæt kartafla skræld og smátt
skorin.
1 stk paprika fræhreinsaðar og smátt
söxuð..
Handfylli af saxaðri steinselju og
handfylli af basil
2 tsk tímían
1 tsk oregano
1 tsk salt og 1 tsk hvítur pipar
1 tsk paprika
50 ml góð repjuolia
Hita olíuna á góðri pönnu ásamt
kryddum, setja grænmetið saman við og
steikja i 5 mín, hræra vel í.Setja 150 ml af
vatni sama við og sjóða i nokkra mín til
viðbótar . Þá kemur pastasósan saman
við. Lækka undir og láta malla þar til að
grænmetið er orðið mjúkt. Saxa fersku
jurtirnar útí. Þessi grunnur er góður sem
grænmetislasagna, setja pastaplötur
á milli grænmetislaga . En þetta er lika
dásamleg sósa fyrir kjötlasagna. Toppaðu
þetta með kotasælu og góðum osti.
Frábærlega einfalt og svo gott. Njótið í
góðum félagsskap...
Kartöflusalat með sýrðum
agúrkum!
600 gr kartöflur soðnar , kældar niður og
skornar í bita
1 stk sellerístöng smátt söxuð
50 gr saxaðar ólíur
100 gr saxað agúrkur
Handfylli af smátt saxaðri steinselju
1 msk capers
½ stk rauð paprika smátt söxuð,
Sósan saman stendur af 1 dós sýrðum
1 msk sætt sinnep
2 tsk limesafi
1-2 tsk salt
½ tsk pipar.
Hræra öllu hráefninu vel saman og blanda
saman við kartöflurnar, láta standa í 1
klst áður en það er borið fram og borðað,
Flott að skreyta salatið með sneiddum
radísum.. Gott með grillmat…
p.s
En ekkert eins gott og smurt brauð að
hætti dana að þessu sinni vel ég gott
rúgbrauð með lifrakæfu og fullt af sýrðum
agúrku, glas af góðum bjór. Vá er suarið
komið?
Súpergóð og einföld pizzasósa!
1 krukka tómatagrunnur(maukaðir
tómatar)
30 gr rifinn parmesan ostur
2 stk ríf af smátt söxuðum hvítlauk
1 msk af hunang
21/2 tsk laukkrydd
½ tsk þurrkað oreganó
½ tsk marjoram
½ tsk þurrkað basil
½ tsk svartur pipar
1/2 tsk cayennapipar
1 ½ tsk gróft salt.
Setja hvítlaukinn og tilbúnu sósuna
í pottinn og leyfa hitanum að koma
upp. Lækka undir og láta malla í 5 mín,
setja öll kryddin saman við , hræra vel.
Láta sósuna taka sig á lágum hita.rífa
pharmasanóstinn saman við. Þessi
sósugrunnur geymist vel í góðu íláti í
ísskáp..
Sumarlegar samlokur með relish
rjómaosti!
150 gr Hreinn rjómaostur
1 stk hvítlauksrif
4 msk relish frá SFG
Gott brauð
Salat
Tómatar
Spírur
Kreista hvítlaukinn saman við
rjómaostinn og hræra saman við
relish. Smyjra góðu þykku lagi ofan á
brauðsneiðina, skreyta fallega með salati
og tómötum og skreyta með spírum.
Toppa með annari smurðri brauðsneið,.
Fersktar og góðar hvenær sem er…
Partýpizzur – tilvaldar í veisluna!
Setjið tómatana (fersku og
sólþurrkuðu), shallottulaukinn,
hvítlaukinn og rjómaostinn
í matvinnsluvél. Bætið
furuhnetunum út í og maukið
létt. Kryddði með salti og
pipar. Stingið nan-brauðið
út í litla hringi og smyrjið
pesóinu á brauðið. Raðið svo
tómatsneiðum og basil laufum
til skiptis á pizzuna og kryddið
með grófu sjávarsalti og
svörtum pipar. Að lokum smá
hellið smá olivuolíu á toppinn.
Hrefna Sætran