Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 2
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 HEILBRIGÐISMÁL „Besta fjárfest- ingin og sú arðsamasta liggur í forvörnum. Því þurfum við að setja aukna fjármuni í forvarn- ir og baráttu við lífsstílstengda sjúkdóma. Það er okkar verkefni,“ segir Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra. Unnið er að því innan heilbrigðisráðuneytisins að móta heildstæða forvarnastefnu í anda þess sem gerist á Norður- löndunum. Fréttablaðið sagði frá því í gær að samkvæmt Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni væri fórnarkostnaður vegna lífsstílssjúkdóma á Íslandi ógnarhár, en á sama tíma verja fáar vestrænar þjóðir eins litlu fé til beinna forvarna. Kristján segir dæmin sanna að fé sem varið er til forvarna skili sér hratt til baka með góðri ávöxt- un. Hann segir lífsstílssjúkdóma áhyggjuefni. „Það er alveg rétt að við töpum mörgum mannárum á óheilbrigðu líferni almennt en í þessari umræðu þarf samt að leggja áherslu á ábyrgð hvers einstaklings á eigin heilbrigði,“ segir hann og bætir við að vinna standi yfir í hans ráðuneyti um forvarnamál í ágætu samstarfi við landlæknisembættið. Stofnuð hafi verið ráðherranefnd um lýð- heilsumál sem væntanlega skili af sér hugmyndum með haustinu. Hann nefnir að ræða mætti hvort ástæða sé til að hnika til í námsskrá skólanna og gera hreyf- ingu hærra undir höfði. „Þetta snertir nefnilega ekki aðeins heil- brigðismálin heldur uppeldis- og menntunarþætti líka.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er á Norðurlöndun- um verið að innleiða heildstæða stefnu á sviði ósmitnæmra sjúk- dóma – lífsstílssjúkdóma. Þar er tekið sameiginlega á stórum áhættuþáttum þeirra og sett eru undir einn hatt hjarta- og æða- sjúkdómar, sykursýki, ákveðnir öndunarfærasjúkdómar og krabbamein. „Við erum að þreifa okkur inn í slíka stefnumörkun,“ segir Krist- ján og nefnir að í síðustu viku hafi samningar við Sjúkratryggingar um innleiðingu svokallaðra hreyf- iseðla sem hluta af almennri heil- brigðisþjónustu verið undirritað- ir. svavar@frettabladid.is Þarf meira fé til for- varna segir ráðherra Heilbrigðisráðherra segir forvarnir bestu fjárfestingu sem hægt er að ráðast í í heilbrigðismálum. Hann vill beita sér fyrir því að auknir fjármunir renni til for- varnastarfs. Horft er til heildstæðrar forvarnaáætlunar í anda Norðurlandanna. Besta fjárfestingin og sú arðsam- asta liggur í forvörnum. Því þurfum við að setja aukna fjármuni í for- varnir og baráttu við lífsstílstengda sjúkdóma. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra KEYPT INN Mataræði er í fyrsta sæti sem áhættuþáttur þegar kemur að lífsstílstengdum sjúkdómum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR 2➜12 SKOÐUN 16➜26 HELGIN 28➜54 SPORT 76➜77 FIMM Í FRÉTTUM MOSKULÓÐ OG TROÐFULLIR LEIKSKÓLAR ➜ Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og fl ugvallarvina í Reykjavík, útskýrði afstöðu sína til úthlutunar lóðar undir mosku og sagði hana byggja á reynslu. LÍFIÐ 70➜72 MENNING 64➜66 MENNTUN Nafnarnir Friðrik Árni Hirst og Friðrik Ársælsson útskrif- uðust á fimmtudaginn úr lagadeild Harvard. Þeir útskrifuðust úr LLM-námi, sem er framhaldsnám fyrir lögfræðinga, með hæstu ein- kunn í flestum áföngum. Þeir eru sammála um að námið hafi verið krefjandi og þó nokkuð frábrugðið háskólanámi á Íslandi. „Hér er minni áhersla lögð á loka- próf og að reyna að hanka mann á smáatriðum. Það er frekar ætlast til að maður skilji stóra samheng- ið,“ segir Friðrik Árni. Nafni hans bætir við að nemendur þurfi alltaf að vera á tánum. „Kennarar spyrja reglulega af handahófi og þá þarf maður að vera tilbúinn með svar sem heldur vatni.“ Góð vinátta tókst á milli þeirra. „Við bjuggum í sömu götu í Cam- bridge. Konur okkar urðu góðir vinir og við eigum börn á sama aldri,“ segir Friðrik Ársælsson. Hann bætir við að það hafi komið á óvart hversu fjölbreyttur nem- endahópurinn hafi verið. „Þarna voru yfir 180 nemendur frá 80 lönd- um. Besti vinur minn var frá Gana, það var ekki eitthvað sem ég bjóst við áður en ég fór út.“ - ih Friðrik Ársælsson og Friðrik Árni Hirst fengu hæstu einkunn í lögfræði: Nafnar útskrifuðust úr Harvard ÚTSKRIFT ÚR HARVARD Nafnarnir prúðbúnir á útskriftinni á fimmtudag- inn. Baldur Þórhallsson stjórn- málafræðingur segir eina af skýringunum á úrslitum ESB- kosninga vera mótmæli kjós- enda gegn ríkjandi valdastétt. Kristín Dýrfj örð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir fl eiri börnum troðið í húsnæði leik- skóla en áður. Hvert barn fái þess vegna minna rými. Þóroddur Bjarnason, prófessor og stjórnarformaður Byggða- stofnunar, segir klárt að ekki verði fi skvinnslur á öllum 67 stöðunum sem afl amark er skráð á. Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseft irlitsins, telur skipulag útboðsmála ekki vera nægjanlega af- markað og skýrt. Stjórn- völdum hafi ítrekað verið bent á það. Á AÐ GERA HLUTINA ÖÐRUVÍSI? 16 Þorsteinn Pálsson um kosningar og skilaboð kjósenda. LANDIÐ ER DÝRMÆT AUÐLIND 22 Gunnar Bragi Sveinsson og Monique Barbut um nýtingu auðlinda. HVER VELDUR FRAMTÍÐINNI? 26 Ólafur Páll Jónsson um lýðræði. SNYRTIBUDDA ZOE 70 Kíkt á uppáhaldsvörur leikkonunnar Zoe Saldana. STJÖRNUFÍKILL 70 Úkraínskur blaðamaður áreitir stjörnurnar. FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT 71 Einfaldar uppskrift ir að snarli. GULLPLATA 82 Ljótu hálfvitarnir eru orðnir gulldrengir. BARNABÓKAAPP 82 Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki gerir smáforrit upp úr vinsælli barnabók. NÝ ÚTGÁFA AF GLEÐIBANKANUM 64 HINSEGIN KÓRINN HITAR UPP FYRIR MÓT HINSEGIN KÓRA Í DUBLIN 64 Fékk sérsamin orgelverk. LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR FRUMFLYTUR VERK EFTIR SJÖ ÍSLENSK TÓNSKÁLD 64 VITARNIR TALA 65 Leikþáttur eft ir Sigurbjörgu Þrastardóttur frumfl uttur á Breiðinni. FISKISÚPUDAGURINN 28 Miðbærinn býður gestum og gangandi í súpu í dag. ANDSTÆÐINGAR Á EVRÓPUÞINGI 42 Farið yfi r stöðuna á Evrópuþinginu þar sem UKIP- fl okk- ur inn ætlar að gera usla á næsta kjörtímabili. EKKI HEILSUGÚRÚ 44 Leikkonan Salóme R. Gunnarsdóttir í yfi rheyrslunni. SUMARIÐ ER LESTRARTÍMI 48 Allt um það sem helst er að frétta úr heimi bókmennta með hækkandi sól. FRÆGUR API 52 Apinn Lilli verður á ferð og fl ugi með Brúðubílnum í sumar. GUÐJÓN VALUR ÆTLAR SÉR TITILINN 76 Úrslitin í Meistaradeild Evrópu í handbolta ráðast um helgina. VILJA HÚSFYLLI Á ÍSAFIRÐI 77 Strákarnir okkar halda vestur á fi rði á morgun. TUNNUSPRENGJUM VARPAÐ 12 Tunnusprengjuherferð sýrlenska stjórnarhers- ins hefur kostað nærri 2 þúsund manns lífi ð í Aleppo. ÓLÍK SÝN Í HÚSNÆÐISMÁLUM 6 Hart var tekist á um húsnæðismálin í Rey- kjavík í Stóru málunum á Stöð 2. FÆRRI TÍMAR HJÁ KONUM 8 Konur verja færri tímum í viku í sveitar- stjórnarstörf en karlar. ATLAGA AÐ SAMSTÖÐU 10 ASÍ segir tilraunina til að semja um hófl egar kauphækkanir og stöðugleika hafa mistekist.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.