Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 6

Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 6
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 KJARAMÁL „Niðurstaðan er í takt við það sem ég átti von á,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara. Grunnskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við Sam- band íslenskra sveitarfélaga með 65 prósentum greiddra atkvæða. Rúmlega 32 prósent kennara voru á móti samningnum. Um 4.400 kennarar höfðu atkvæðisrétt, 3.150 kusu um samn- inginn eða rúmlega 70 prósent. Ólafur segir að það felist ákveðin skilaboð í því að rúmlega 1.000 kennarar hafi hafnað samningnum. „Það verður að taka tillit til sjón- armiða þeirra við gerð vinnumats- ins,“ segir hann. Sérstök verkefnastjórn mun á næstunni hefja vinnu við að útbúa leiðbeiningar um vinnumat í grunn- skólum landsins. Verkefnastjórnin skilar fyrstu niðurstöðum í nóvem- ber og kennurum gefst þá kostur á að tjá sig um málið og leita eftir lagfæringum. Grunnskólakennar- ar greiða aftur atkvæði um samn- inginn í febrúar á næsta ári en þá eiga fullfrágengnar leiðbeiningar um vinnumat að liggja fyrir. - jme Grunnskólakennarar samþykkja nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin: Þriðjungur á móti samningnum KOSNINGAR Í dag verða sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum landsins. Kjósendur eru minntir á að taka skilríki með mynd og kennitölu. Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um fram- kvæmd kosningarinnar inn á kosning.is. Þar er hægt að slá inn kennitölu til þess að komast að því á hvaða kjörstað eigi að kjósa í þrjátíu sveitarfé- lögum. Þá er kjósendum einnig bent á vef viðkom- andi sveitarfélags um upplýsingar um kjörstað. Almennt er miðað við að kjörstaðir verði opnir frá níu að morgni til tíu að kvöldi. Þó er heimilt að hafa þá opna skemur. Einnig er bent á að vilji þeir sem kosið hafa utan kjörfundar breyta atkvæði sínu geta þeir mætt á kjörstað og kosið. Þá mun atkvæðagreiðslan á kjör- stað gilda. Þeir sem ekki geta merkt við kjörseðil sjálfir geta tilnefnt aðstoðarmann til verksins, ýmist úr kjör- stjórn eða annars staðar frá. Í dag er spáð úrkomu um allt land. Þó á að stytta upp á Norðausturlandi þegar líður á daginn. Von- andi mun það ekki hafa mikil áhrif á kjörsókn. - ih Hægt er að nálgast helstu upplýsingar um hvar skuli kjósa inni á kosning.is: Mikilvægt að taka með skilríki OPNUN KJÖRSTAÐA Almennt er miðað við að kjörstaðir verði opnaðir klukkan níu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Niður- staðan er í takt við það sem ég átti von á. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara KOSNINGAR Hart var tekist á um húsnæðismálin í Reykjavík í Stóru málunum á Stöð 2 í gær. Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóraefni Samfylkingarinnar, sagði að reisa ætti 2.500 til 3.000 leiguíbúðir í Reykjavík. Reykja- víkurborg myndi leggja til lóðir inn í leigufélög. Halldór Halldórsson, odd- viti Sjálfstæðisflokksins, sagði kosningaloforðið ótrúverðugt. Félagsbústaðir hefðu einung- is bætt við sextán íbúðum á ári en þörf hefði verið fyrir hund- rað íbúðir á ári. Halldór vildi að einkaaðilar fremur en Reykjavík- urborg sæju um rekstur leiguhús- næðis. Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar, sagði að einkamarkað- urinn hefði helst áhuga á hátekju- fólki, en ekki þeim tekjulægri. Því væru Félagsbústaðir best til þess fallnir að styrkja leigumarkað í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, taldi að núverandi meirihluti hefði ekki sinnt félags- legu hlutverki sínu. Enn fremur var tekist á um hug- mynd Vinstri grænna um gjald- frjálsan leikskóla. Sóley Tóm- asdóttir sagði að slíkt væri vel mögulegt með réttri forgangs- röðun. Björn Blöndal taldi að gjald- frjáls leikskóli myndi seinka því að börn kæmust á leikskóla eftir að fæðingarorlofi lyki. Frekar ætti að stefna að hækkun launa leik- skólakennara. Málefni múslíma bar einnig á góma. Sveinbjörg Birna Svein- björnsdóttir, oddviti Framsókn- arflokksins og flugvallarvina, spurði í gær hvort Reykvíking- ar vildu búa í samfélagi þar sem setja þyrfti lög gegn nauðungar- hjónaböndum. Aðspurð gat hún þó ekki nefnt nein dæmi um nauðung- arhjónabönd á Íslandi eða útskýrt yfirhöfuð hvers vegna hún hefði minnst á nauðungarhjónabönd. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar, benti á að búið væri að senda beiðni til Alþingis um að lögum um trúfélög yrði breytt svo ekki þyrfti lengur að gefa ókeypis lóðir. Því þyrfti Framsóknarflokk- urinn í Reykjavík ekki að beita sér fyrir því í borgarstjórn. ingvar@frettabladid.is Ólík sýn flokkanna í húsnæðismálum Samfylkingin vill að Reykjavíkurborg taki þátt í að reisa þúsundir leiguíbúða en sjálfstæðismenn vilja treysta á einkaframtakið. Vinstri-græn vilja gjaldfrjálsan leikskóla en núverandi meirihluti vill fremur forgangsraða öðrum málum. HART TEKIST Á Skipst var á skoðunum um framtíðarsýn frambjóðenda í Reykjavík í Stóru málunum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sjómannadagurinn í Hafnarfirði Dagskrá Kl. 8 Fánar dregnir að húni. Kl. 10 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur við Hrafnistu. Kl. 10.30 Blómsveigur lagður að minnisvarða viðVíðistaðakirkju um horfna sjómenn Kl. 11 Sjómannamessa í Víðistaðakirkju. Kl. 13-16 Hátíðardagskrá Flensborgarhöfn: Kl. 13-16 Skemmtisigling – lagt af stað á hálftíma fresti Kl. 13:00 Kappróður. Fjöldi sveita keppir um hinn eftirsótta bikar Kl. 14-16 Lúðrasveit Hafnarfjarðar Setning, heiðrun sjómanna og verðlaunaafhending í kappróðrarkeppni. Sirkus Íslands Listdansskóli Hafnarfjarðar Bjarni töframaður Hljómsveitin Tuttugu Dasbandið Leiktæki Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, fiskisúpa í boði Matbæjar og áhöfnin á Hrafnreyði býður upp á hvalkjötssmökkun. Listflug Björns Thoroddsen yfir höfninni og sviðsetning á björgunaraðgerð. Opið hús hjá Siglingaklúbbnum Þyti, Strandgötu 88 Kl 13-18. Málverkasýning á verkum nemenda af námskeiðunum Við höfnina að Fornubúðum 8, hjá Soffíu Sæmundsdóttur. Kl. 14 Annríki og skart kynnir faldbúning Rannveigar Sívertsen í Sívertsens-húsinu, Veturgötu 6 Kl. 15 Listamannaspjall í Hafnarborg. Ólöf Nordal, Gunnar Karlsson og Þuríður Jónsdóttir fjalla um sýninguna Lusus naturae. Kl. 16 Sýningar Byggðasafnsins opna. Á annarri hæðinni í Pakkhúsinu, Vesturgötu 8 er ný sýning um íþróttasögu bæjarins. Ljósmyndir :Guðni Gíslason
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.