Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 8
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 SVEITARSTJÓRNIR Konur segjast eyða færri klukkustundum á viku í sveitarstjórnarstörf en karlar, samkvæmt könnun sem Jafnréttisstofa gerði meðal kjörinna fulltrúa. Einnig virðist þeim ganga betur að samræma starfið fjölskyldulífinu. Flestir svarendur verja 5-20 tímum á viku í sveitarstjórnarstörf eða 63 prósent svarenda. Mestur munur milli karla og kvenna er í neðsta og efsta valflokknum. 24 prósent kvenna verja að jafnaði 0-5 tímum í viku í störfin en 22 prósent karla segjast vinna meira en 20 tíma í viku. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur á Jafn- réttisstofu, segir þessar niðurstöður vissulega vekja fleiri spurningar. „Það þarf að kanna hvort munur sé á verk- efnum karla og kvenna sem gæti útskýrt þennan mun á vinnuframlagi,“ segir Tryggvi og bendir á að misjafnt sé hvað kjörnir fulltrúar fái stóran skerf af nefndarstörfum og fundarhöldum tengd- um þeim. „Einnig væri áhugavert að kanna hvort það séu tengsl á milli fjölskyldulífsins og vinnustund- anna. Hvort konur eigi auðveldara með að sam- ræma fjölskyldulífið vinnunni því vinnufram- lag þeirra er minna eða hvort þær beri meiri ábyrgð á heimilinu sem komi svo niður á vinnu- framlagi.“ Ríflega fimmtíu prósent svarenda í könnun- inni segjast óánægð með laun sín og á það við bæði kynin. Ekki er heldur kynbundinn munur á svörum fulltrúanna þegar þeir eru spurðir hvort þeir hafi gefið kost á sér til áframhald- andi starfa í sveitarstjórn. Um helmingur karla og kvenna segist gefa kost á sér. Tryggvi segir þetta athyglisverða niðurstöðu í ljósi umræð- unnar um hlut kvenna á framboðslistum. „Umræðan sem hefur verið í undanfara kom- andi kosninga hefur til dæmis snúist um hvort konum sé hættara til að hætta sveitarstjórnar- störfum. Þessi könnun sýnir að þær hafi sama vilja og karlarnir til að halda áfram þannig að það virðist ekki fótur fyrir því.“ Könnunin var send til 524 viðtakenda og alls svöruðu 267 eða 51 prósent. Meðal þátttakenda voru konur 46 prósent og karlar 54 prósent. erlabjorg@frettabladid.is TÍMAR Í VIKU SEM FARA Í SVEITARSTJÓRNARSTÖRF ■ Karlar ■ Konur MÉR GENGUR VEL AÐ SAMRÆMA EINKALÍF OG SVEITARSTJÓRNARSTÖRF 0-5 tímar 13% 24% 5-10 tímar 35% 34% 10-20 tímar 30% 28% meira en 20 tímar 22% 15% TAÍLAND, AP Herforingjastjórnin, sem gerði stjórnarbyltingu í Taí- landi í síðustu viku, ætlar ekki að efna til kosninga fyrr en búið er að samþykkja stjórnarskrár- breytingar. Þetta fullyrti Prayuth Chan- ocha, leiðtogi herforingjabylt- ingarinnar. Jafnframt sagði hann að lýðræði yrði ekki að veruleika á ný í Taílandi fyrr en mótmæl- endur fara að sýna skilning á því hvað lýðræði er. Þetta sagði hann í ræðu í gær, þeirri fyrstu frá því herinn tók völdin þann 22. maí. Með ræðunni vildi hann leggja áherslu á að herinn hafi það eitt í hyggju að tryggja stöðugleika og lýðræði í landinu. Planið nú er að herinn taki sér um tvo til þrjá mánuði í að koma á sáttum milli andstæðra fylk- inga. Að því búnu muni það taka um eitt ár að semja nýja stjórn- arskrá, og þá fyrst verði hægt að huga að kosningum. „Gefið okkur tíma til að leysa vanda- málin fyrir ykkur,“ sagði hann. „Þá munu hermennirnir stíga til hliðar og horfa á Taíland úr fjar- lægð.“ - gb Áform hersins í Taílandi: Ekkert lýðræði fyrr en að ári HERSTJÓRN Hermaður segir fólki til í Bangkok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Mjög sammála 7% 13% ■ Karlar ■ Konur Sammála Hvorki né Ósammála Mjög ósammála 0 10 20 30 40 50 40 30 20 10 0 Konur verja færri tímum á viku í sveitarstjórnarstörf Samkvæmt könnun Jafnréttisstofu meðal kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa verja flestir 5 til 20 klukkustundum á viku í starfið. Konur vinna færri tíma en karlar en gengur betur að samræma starfið fjölskyldulífinu. 44% 47% 25% 18% 18% 19% 5% 2% PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 31 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.