Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 22
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 22
Í dag göngum við Reyk-
víkingar til kosninga.
Við gerum upp við kjör-
tímabilið sem er að líða
og ákveðum hvernig
við viljum að borginni
okkar verði stjórnað
næstu fjögur ár.
Það skiptir miklu að
við notum kosningarétt-
inn, því aðeins þannig
höfum við áhrif á stjórn
borgarinnar og veitum
fulltrúum okkar í borg-
arstjórn nauðsynlegt
aðhald. Í kjörklefanum erum við
ein, öðrum óháð og öll jöfn. Þess
vegna hafa öll atkvæði jöfn áhrif
og öll þeirra ráða úrslitum.
Í dag getum við kosið um
raunverulegar og nauðsynlegar
breytingar á borginni – það má
ekki láta hagsmuni okkar
Reykvíkinga reka á reið-
anum lengur.
Í dag getum við kosið
að endurreisa grunnþjón-
ustuna og stöðva gæluverk-
efnin.
Í dag getum við kosið að
efla þjónustu borgarinnar
við börn og unglinga, eldri
borgara og ekki síst þá sem
standa höllum fæti.
Í dag getum við kosið
að auka valfrelsi okkar á
öllum sviðum og tryggt að
borgaryfirvöld hafi manneskju-
legar lausnir og mannlega reisn
að leiðarljósi.
Í dag getum við kosið að auka
lóðaframboð og laðað fram krafta
atvinnulífsins og lægra íbúðaverð,
hvort sem er til kaups eða leigu.
Í dag getum við kosið að lækka
álögurnar.
Og í dag getum við kosið fram-
farir í stað stöðnunar.
Það er til mikils að vinna og því
skora ég á þig að leggja leið þína
á kjörstað og hvetja fjölskyldu og
vini til þess að taka þátt í lýðræð-
ishátíðinni með þér. Þannig kjós-
um við betri framtíð fyrir Reykja-
vík og okkur sjálf.
Í dag getum við
Um einn milljarður jarð-
arbúa býr í dreifðum
byggðum þróunarríkja
þar sem flestir byggja
lífsviðurværi sitt á
sjálfsþurftarbúskap eða
eru smábændur. Dýr-
mætasta auðlindin er
frjósamur jarðvegur og
landeyðing er skæður
óvinur.
Á heimsvísu kemur
landeyðing til af mörgum
ástæðum, allt frá eyðingu
skóga til öfga í veðráttu
vegna loftslagsbreyt-
inga. Íslendingar þekkja
afleiðingar landeyðing-
ar frá fyrstu hendi. Sagt
er að við landnám hafi
Ísland verið skógi vaxið
milli fjalls og fjöru. Þús-
und árum síðar var land-
ið hins vegar örfoka og
hrjóstrugt sökum ofnýt-
ingar og gróðureyðing-
ar. Við þær aðstæður var
það mikið gæfuspor fyrir
íslensku þjóðina þegar
lög um skógrækt og landgræðslu
voru sett árið 1907. Síðan þá
hefur Ísland unnið sér þann sess
að vera í fararbroddi þeirra ríkja
sem vinna að landgræðslumál-
um, heima fyrir og á alþjóðavísu.
Það er því einstaklega viðeigandi
– þó tilviljun sé – að alþjóðabar-
áttudag gegn eyðimerkurmynd-
un skuli bera upp á 17. júní, þjóð-
hátíðardag Íslendinga.
Landeyðing víða um heim
ógnar fæðuöryggi og vatnsbirgð-
um, hún veldur samkeppni um
landgæði og getur því stuðlað að
fólksflótta. Verstu afleiðingarn-
ar birtast jafnvel í átökum og
pólitískum öfgum.
Með fólksfjölgun og
aukinni velferð eykst
eftir spurn eftir landbún-
aðarafurðum á heimsvísu.
Fyrir vikið vex ásókn í
land og víða í þróunarríkj-
um er það mikil áskorun
fyrir sveitasamfélög og
smábændur að verja eign-
arrétt sinn á landi. Því er
brýnt að standa vörð um
eignarréttinn og treysta
þann hvata sem bændur
hafa til að yrkja jörðina
og auka landgæðin.
Eins er mikilvægt að
tryggja aðgang kvenna að
landi og eignar- og erfða-
rétt þeirra, en hann er
víða fótum troðinn. Það er
ekki eingöngu lykilatriði
til að tryggja grundvall-
armannréttindi þeirra,
heldur dregur það bein-
línis úr fátækt og hungri.
Matvæla- og landbúnað-
arstofnun SÞ áætlar að
með því að styrkja stöðu
kvenna, auka réttindi þeirra og
veita þeim jafnan aðgang og karl-
ar hafa að auðlindum, lánsfé og
öðrum aðföngum í landbúnaði
geti fæðuframleiðsla í þróunar-
ríkjum aukist um 20-30% og um
150 milljónum manna verið forð-
að frá hungri.
Aukin athygli
Sjálfbær og sanngjörn nýting
þeirrar auðlindar sem land-
ið býður kallar á aukna athygli
ráðamanna um allan heim. Ísland
leggur þar sitt af mörkum.
Íslensk stjórnvöld starfrækja
Landgræðsluskóla Háskóla
Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Starfsemi skólans er liður í þró-
unarsamvinnu Íslands og byggist
á góðu samstarfi utanríkisráðu-
neytisins, Landbúnaðarháskóla
Íslands og Landgræðslu ríkis-
ins. Sextíu og þrír nemar hafa
stundað nám við skólann og það
er sérstakt ánægjuefni að Land-
græðsluskólinn hafi náð því
markmiði að hlutfall kynjanna í
þessum hópi er jafnt.
Þá hafa íslensk stjórnvöld skap-
að sér leiðandi stöðu varðandi
málflutning um landgræðslu-
mál á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna. Þar má helst nefna stofnun
sérstaks vinahóps 19 ríkja sem
leggur málefnum landgræðslu
sérstakt lið í þeim tilgangi að
tryggja að mikilvægi sjálfbærrar
nýtingar lands verði viðurkennt
í nýjum markmiðum Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Af framansögðu má sjá að
Ísland leggur baráttunni gegn
jarðvegseyðingu, eyðimerkur-
myndun og neikvæðum áhrif-
um loftslagsbreytinga lið með
ýmsum hætti. Það er von okkar
að Ísland verði áfram málsvari
landgræðslu á alþjóðavettvangi
og veki athygli á mikilvægi þekk-
ingaruppbyggingar á því sviði.
Landið er dýrmæt auðlind
Ástkæri Reykvíkingur.
Í dag getur þú haft áhrif
á það hvernig næstu fjögur
ár verða í borginni okkar.
Reykjavík er í mikilli
mótun. Gríðarlegar breyt-
ingar hafa orðið hér á allra
síðustu árum. Við eigum að
taka þeim fagnandi og með
opnum hug. Fyrir fjórum
árum tóku Reykvíking-
ar þá frábæru ákvörðun
að gera breytingar á stjórn
borgarinnar. Reykvíking-
ar vildu breyta ríkjandi viðhorfi
til stjórn mál anna og Besti flokk-
urinn vann sögu legan sigur og af
því að hugarfarið var nýtt breytt-
ist mjög margt.
Við erum stolt af því sem hefur
verið gert á þessu kjörtímabili.
Við erum líka stolt af því sem við
höfum gert í aðdraganda þessara
kosninga. Besti flokkurinn hefur
runnið inn í Bjarta framtíð. Björt
framtíð er farartækið okkar næstu
árin. Með því að kjósa Bjarta
framtíð ert þú að taka skýra
afstöðu. Þú ert að segja að
mannréttindi skipti máli.
Þú ert að segja að heiðar-
leiki skipti máli. Þú ert
að velja afl sem er ótengt
hagsmunaaðilum. Þú ert
að velja ábyrgð. Þú ert
líka að segja að það megi
ríkja gleði í stjórnmálum
og stjórn borgar og sveit-
arfélaga.
Í Bjartri framtíð er
alls konar fólk. Við hjálp-
umst að, stöndum saman
og vegum og metum alltaf hvert
mál út frá hagsmunum borgarbúa.
Þannig vinnur fólk saman, eins og
fjölskylda gerir þegar taka þarf
ákvarðanir sem hafa áhrif á alla.
Þá kemur hún saman og reynir
að leysa málin. Þó að í fjölskyld-
um sé alls konar fólk passar það
upp á hvert annað. Heimilið er
griðastaður og þar á öllum að líða
vel. Þannig Reykjavík viljum við.
Griðastað.
Reykjavík á að vera friðarborg.
Það er verðugt og raunhæft mark-
mið. Í friði felast nefnilega ótelj-
andi tækifæri. Það er svo auðvelt
að standa í stríði og illdeilum. En
það er erfitt hlutverk að standa í
friði og standa fyrir friði. Stjórn-
mál framtíðarinnar munu ekki
snúast um átök og ágreining um
smáatriði. Þau munu snúast um
að búa til umhverfi þar sem ríkir
friður. Þannig verður framþróun.
Við viljum öll geta sest niður að
kvöldi dags og sagt: dagurinn var
góður. Framtíðin er björt ef við
kjósum það. X-Æ
Griðastaðurinn Reykjavík
STJÓRNMÁL
Halldór
Halldórsson,
oddviti sjálfstæðis-
manna í Reykjavík
➜ Það skiptir miklu að við
notum kosningaréttinn, því
aðeins þannig höfum við
áhrif á stjórn borgarinnar
og veitum fulltrúum okkar
í borgarstjórn nauðsynlegt
aðhald.
AUÐLINDIR
Gunnar Bragi
Sveinsson
utanríkisráðherra
Monique
Barbut
framkvæmdastýra
Eyðimerkur-
samnings
Sameinuðu
þjóðanna
➜ Sjálfbær og sanngjörn
nýting þeirrar auðlindar
sem landið býður kallar á
aukna athygli ráðamanna
um allan heim. Ísland leggur
þar sitt af mörkum.
➜ Í Bjartri framtíð er alls
konar fólk. Við hjálpumst að,
stöndum saman og vegum
og metum alltaf hvert mál út
frá hagsmunum borgarbúa.
Þannig vinnur fólk saman,
eins og fjölskylda gerir þegar
taka þarf ákvarðanir sem
hafa áhrif á alla.
Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir
og Evrópustofu í samstarfi við Norðurlönd í fókus. Á þessu
málþingi verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í
málefnum norðurslóða.
Áhersla verður lögð á mótun stefnunnar, hvernig hún hefur
þróast og hverjir koma að mótun hennar og innleiðingu.
Hvað er framundan hjá Evrópusambandinu á norðurslóðum?
Hvernig getur sambandið haft áhrif á þróun og stefnumótun?
Þá verður fjallað sérstaklega um nýjar siglingaleiðir á svæðinu
og möguleika á ýmiskonar þjónustu þeim tengdum, svo sem
umskipunarhöfn og miðstöð fyrir leit og björgun.
AÐALFYRIRLESARI:
Richard Tibbels
Sviðsstjóri norðurslóðamála hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins (EEAS)
gerir grein fyrir norðurslóðastefnu Evrópusambandsins.
Stefna Evrópusambandsins gagnvart norðurslóðum.
Hvað felur hún í sér og hvað þarf að gera?
Hannu Halinen, sendiherra norðurslóðamála Finnlands.
Evrópusambandið á norðurslóðum. Innsýn í
norðurslóðastefnu sambandsins
Malgorzata Smieszek, rannsakandi og doktorsnemi við Norðurskautssetrið
við Háskólann í Lapplandi.
Skref fyrir skref - leið Evrópusambandsins að
norðurslóðum
Andreas Raspotnik, sérfræðingur á sviði öryggismála hjá
Norðurskautsstofnuninni.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is
EVRÓPUMÁL
MÁNUDAGURINN 2. JÚNÍ KL. 13:30-16:00 Í NORRÆNA HÚSINU
Norðurslóðastefna
Evrópusambandsins
Fundarstjóri: Margrét Cela, verkefnisstjóri hjá Rannsóknasetri um norðurslóðir.
Education and Culture
Lifelong Learning Programme
JEAN MONNET
HIN ÁRLEGA KAFFISALA VINDÁSHLÍÐAR
HIN ÁRLEGA KAFFISALA VINDÁSHLÍÐAR
Verið velkomin á kaffisölu
Vindáshlíð, sunnudaginn 1.júní
Allir hjartanlega velkomnir!
Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju
í Vindáshlíð kl.14
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir messar
Kaffihlaðborð kl.14-17
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
STJÓRNMÁL
S. Björn Blöndal
oddviti Bjartrar
framtíðar í
Reykjavík