Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 30
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Sólveig Káradóttir er stödd hér á landi í tilefni afmæl-is tengdamóður sinnar, Olivia Harrison. Eigin-maður hennar til tveggja ára, tónlistarmaðurinn Dhani Harrison, er nýfarinn af landi brott en Sólveig varð eftir til að eyða nokkrum dögum með fjöl- skyldu og vinum. „Við eigum eiginlega tvö heim- ili, í London þar sem við búum á fallegu æskuheimili Dhani í Friar Park ásamt tengdamóður minni, og svo í Los Angeles þar sem Dhani vinnur. Það er því mikið flakk á okkur á milli landa og svo gott að Ísland er akkúrat þarna í miðj- unni og ég nýti stundum tækifærið og kem við hér í nokkra daga. Það tekur á að flakka svona á milli en það vill svo skemmtilega til að syst- ir mín og fjölskylda hennar eru nú flutt til LA svo að ég get eytt meiri tíma með henni og litlu frændsystk- inum mínum,“ segir Sólveig en Dhani vinnur við að semja tónlist fyrir bíómyndir og sjónvarpsefni. Veðjuðu á réttan hest Það eru tvö ár síðan hugmyndin að fatamerkinu Galvan London kviknaði en það var að frumkvæði vinkonu Sólveigar sem var boðið í tíu brúðkaup það sumarið sem öll gerðu kröfu um svokallaðan „black tie“-klæðaburð. „Það er mikið um svoleiðis fata- reglur úti þar sem ætlast er til þess að gestir klæðist síðkjól og smók- ing. Fallegur síðkjóll úr góðu efni getur kostað allt að 4 þúsund pund og er ekki á færi allra að kaupa,“ segir Sólveig en í kjölfarið sáu þær stöllur glufu á markaðnum fyrir fatamerki sem byði upp á síðkjóla og fínni fatnað á minni pening en gengur og gerist en samt úr góðum efnum. Og þær veðjuðu á réttan hest. Galvan hefur á stuttum tíma tek- ist að ná ótrúlegum árangri innan tískuheimsins. Sólveig er titluð listrænn stjórnandi og hennar hlut- verk er að flakka á milli stóru sýn- inganna og fá innblástur fyrir lín- una sem hún vinnur svo náið með Önnu-Christine Haas sem er hönn- uður Galvan. Katherine Holmgren er stjórnarformaður og Carolyn Hodler sölustjóri. Sólveig er ánægð með þetta teymi og segir þær vinna vel saman. „Síðustu tvö ár höfum við verið mjög sniðug- ar í að koma merkinu á framfæri sem skilar sér. Við vorum á tísku- vikunni í París og Lond- on í byrjun árs þar sem merkinu var vel tekið. Anna- Christine er búsett í Düsseldorf, en margar þýskar versl- anir hafa keypt línuna.“ Þrátt fyrir að fyrsta línan sé á leiðinni í búðir á næstu dögum hafa stórar og virtar verslanir á borð við Harvey Nichols, Brown, Bergdorf Goodman og Neiman Marcus þegar keypt línuna. Einnig hefur Vogue fjallað um merkið en meiri meðbyr er varla hægt að hugsa sér í þess- um geira. Tískuáhuginn frá afa Leikkonurnar Gwyneth Paltrow og Gemma Arterton hafa sést á rauða dreglinum í fatnaði frá Gal- van sem Sólveig segir vera góða auglýsingu. „Við þekkjum stílista Gwyneth sem kom og fékk föt frá okkur. Það er heiður fyrir okkur að stjörnur á borð við þær vilji klæðast fatnaði frá okkur en við viljum líka velja og hafna hverja við klæðum. Við höfum alveg neitað fólki sem vill fá lánað hjá okkur enda skiptir það gríðarlegu máli upp á ímyndina.” Sólveig segir velgengnina vera mörgu að þakka, allar eru þær nokk- uð vel tengdar inn í þennan heim, en ljóst er miðað við viðtökurnar, að svona merki vantaði í flóruna. „Við vorum að stíla inn á ákveð- ið gap á markaðnum. Fína kjóla úr gæðaefnum sem eru nútímalegir en kosta ekki handlegg. Það var greinilega eitthvað sem vantaði og þess vegna er okkur vel tekið. Við erum líka ekki að fara framúr okkur, við gerum lítið í einu, ein- beitum okkur að kjólum fyrst en í framtíðinni sé ég fyrir mér að bæta frekar við línuna.“ Þrátt fyrir að hún sé sálfræði- menntuð kemur það engum á óvart að hún láti til sín taka í tískuheim- inum. „Ég hef alltaf haft gaman af tísku og haft áhuga á fötum. Það er eitthvað sem liggur vel fyrir mér og ég vissi alltaf að mig langaði að vinna við eitthvað tengt þessum heimi. Ég held ég hafi þetta frá afa mínum, Kristjáni Davíðssyni listmálara, sem var með næmt auga og fatahönnuðir keppt- ust um að fá að klæða hann í nýjustu tísku þegar hann var ungur og upprennandi mynd- listarmaður. Næsta lína verður einmitt innblásin af list honum til heiðurs.“ Hefði viljað hitta tengdapabba Það eru tvö ár síðan Sólveig gekk að eiga Dhani við hátíðlega og fallega athöfn á æskuheimili hans í Friar Park í Henley. Dhani er einkasonur Bítilsins George Harrison, sem lést árið 2001, og er Sólveig því gift inn í eina frægustu tónlistarfjölskyldu í heimi. Brúðkaupið vakti athygli og birtust fréttir af því í öllum helstu miðlum, meðal annars í bandaríska Vogue sem birti fagra brúðarmynd af hjónakornunum sem ljósmyndar- inn Saga Sig tók. Sólveig er ekki mikið fyrir að flagga einkalífi sínu og gerir lítið úr því að vera tengd inn í fræga fjölskyldu. Í raun er stutt síðan þau tvö létu sjá sig saman opinberlega eins og rauða dreglinum. Núna sér Sólveig hins vegar tækifæri í því að koma fatamerki sínu á framfæri á viðburðunum en viðurkennir að þetta sé ekki það skemmtilegasta sem hún gerir. „Við skipuleggjum það vel þegar við ákveðum að fara saman eitt- hvert opinberlega þar sem eru ljós- myndarar. Ég veit að þetta er leið- inlegt svar en fyrir mér er þessi fjölskylda ekkert öðruvísi en hver önnur. Mest hefði ég bara viljað hitta karlinn, sem er faðir manns- ins sem ég elska mest.” Þegar Sólveig gifti sig var það fatahönnuðurinn frægi Stella McCartney sem hannaði brúðar- kjólinn. Fatahönnuðurinn er fjöl- skylduvinur sem einnig var gestur í brúðkaupinu ásamt föður sínum, tónlistarmanninum Paul McCart- ney. Sólveig segir Stellu vera mikla fyrirmynd, sem fatahönn- uð og einnig sem móður sem tekst að blanda saman fjölskyldulífi og frama. „Við höfum ekki náð að tala saman um Galvan London en það er klárlega eitthvað sem ég ætla að gera enda þekkir hún þetta ferli út og inn. Hún er líka mjög upptek- in en tekst á aðdáunarverðan hátt að blanda saman fjölskyldunni og vinnunni. Alveg til fyrirmynd- ar,“ segir Sólveig sem dreymir um stóra fjölskyldu. „Ég hef alltaf sagt að ég ætli að eiga fimm börn en stóra systir mín, sem á tvö börn, sagði mér að byrja fyrst á einu og sjá svo til,“ segir Sólveig hlæjandi. Háleit markmið fyrir framtíðina Sólveig hélt nýverið upp á þrítugs- afmælið sitt með stórri veislu í London þar sem þemað var Sound of Music sem er uppáhaldsbíó- mynd Sólveigar. Hún tekur hækk- andi aldri fagnandi. „Ég finn helst fyrir aldrinum þegar ég kem hing- að heim því hér er meiri pressa á mann að stofna fjölskyldu og hefja barneignir. Það þekkist ekki úti enda byrjar fólk seinna að eignast börn, allavega í kringum okkur. Dhani er einkabarn og langar í stóra fjölskyldu svo ef við ætlum í fimm börn þurfum við samt kannski að fara að spýta í lófana, þá erum við að tala um að ég verð meira og minna ólétt næstu tíu árin,“ segir Sólveig skellihlæjandi og heldur áfram: „Í augnablikinu erum við sátt í því sem við erum að gera núna. Hann í tónlistinni í LA og ég á fullu með Galvan Lond- on sem ég get unnið í hvar sem er í heiminum. Merkið á hug minn allan þessa stundina enda er ég með háleit markmið og drauma fyrir framtíðina. Á maður ekki alltaf að vera með það?“ Ég veit að þetta er leiðinlegt svar en fyrir mér er þessi fjölskylda ekkert öðruvísi en hver önnur. Mest hefði ég bara viljað hitta karlinn, sem er faðir mannsins sem ég elska mest. Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Alltaf viljað vinna við tísku Sólveig Káradóttir er kunnuglegt andlit þrátt fyrir að hafa ekki verið búsett á Íslandi í ein fimmtán ár. Hún hóf heims- horna flakk sitt sem fyrirsæta, er gift inn í eina frægustu tónlistarfjölskyldu heims og á tvö heimili, eitt í London og annað í Los Angeles. Sólveig, sem er menntuð í sálfræði frá háskólanum í Boston, stofnaði nýverið fatamerkið Galvan London. HÁLEIT MARKMIÐ Sólveig Káradóttir fyllti nýverið 30 ár og segist bara finna fyrir pressunni um barneignir þegar hún kemur hingað heim en núna fær fatamerkið alla hennar athygli. MYND/SAGA SIG FÖRÐUN/FRÍÐA MARÍA MEÐ MAC OG BLUE LAGOON SKINCARE HÁR/ FRÍÐA MARÍA MEÐ LABEL.M Síðkjólar Sólveigar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.