Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 38
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Það virðast allir hafa verið jafn hungraðir eftir að fá galleríið aftur eins og ég að byrja. Sem er gott,“ segir Marín Magnúsdóttir sem nýlega opnaði aftur listagall-erí á Skagen, nyrst á Jótlandi, nú undir nafninu m galleri. Hún segir lífið yndislegt á Skagen sem er næstum eins og eyja, ekkert nema strendur og sandur í kring og birtan einstaklega rómantísk. Hvernig skyldi hana hafa borið þangað? „Ég kom hingað með manni sem var í kvikmyndabransanum en okkar leiðir skildi fljótlega. Ég byrjaði að vinna í gall- eríi við höfnina með rússneskum lista- mönnum og upp úr því kynntist ég núver- andi eiginmanni mínum, Knud Degn Karstensen, sem á og rekur hér skipa- smíðastöð, Karstensen Skibsværft. Eftir það breyttist tilvera mín til batnaðar þann- ig að það var einhver meining með þessu öllu.“ Reyndar er húsið hennar Marínar aðeins utan við bæinn. „Ég bý úti í heiði með honum Knud mínum, hestunum, hundi og ketti,“ segir hún glaðlega. „Er með níu íslenska hesta og hef fengið mikið hrós fyrir þá. En ég datt af baki fyrir nokkrum árum og meiddi mig illa svo ég stunda ekki útreiðar lengur, þess vegna fór ég í staðinn að rækta hesta og gengur bara vel.“ Alþjóðleg sýning Marín er dóttir Magnúsar Thorvaldsson- ar blikksmiðs, sem er látinn fyrir nokkr- um árum, og Önnu Gestsdóttur ljósmóð- ur, sem Marín lýsir sem hörkuduglegri konu. Marín á þrjú börn með fyrri manni sínum, Ólafi Schram, þau Magnús Orra, Ellert Kristófer og Önnu Marín. Eigin- maður hennar, Knud Karstensen, á einnig þrjú börn. „Öll börnin okkar eru vel gift og hamingjusöm, strákarnir mínir búa á Íslandi og Anna Marín í Árósum,“ lýsir Marín og segir þau Knud Degn eiga fimm- tán barnabörn og hún eitt langömmu- barn. „Þetta er stór fjölskylda,“ segir hún ánægjuleg. Nú er allur gróður útsprunginn á Skag- en, enda komið sumar. Marín segir stað- inn laða að sér ferðamenn í stórum stíl, um milljón manns keyri þar í gegn á ári. Nyrsti tanginn, Grenen, þykir einstakur þar sem öldurnar út af honum mætast og teygja sig upp með tilþrifum. „Á sumrin er hér fullt af ferðamönnum en svo er rólegt á veturna, þannig að Skagen er eins og tveir ólíkir bæir eftir árstíðunum. Hér er náttúran sterk, fólkið gott og sem Íslendingi finnst mér ég vera á besta stað í Danmörku.“ En þótt Marín sé ánægð með Skagen þá finnst henni rokið þar stundum fullmikið. „Vestanvindurinn er stífur hér. Hann getur orðið svo hvass að ég sitji uppi með lauf- laus tré á miðju sumri.“ En eru Íslendingar tíðir gestir á Skagen? „Ég verð ekki mikið vör við þá, fyrir utan fjölskyldu og vini sem koma í heimsókn. Stundum hitti ég landa sem hafa verið við nám í Árósum eða Álaborg og alltaf verið á leiðinni hingað en ekki látið verða af því. En Norræna stoppar í Hirsthals og þaðan er bara rúmlega hálftíma keyrsla hingað svo það ætti ekki að vera mikið mál fyrir fólk að kíkja.“ Listamenn frá Rússlandi, Hollandi, Dan- mörku og Íslandi eru með verk núna í m gallerii, að sögn Marínar. Svo verður ný sýning sett upp í lok júní og sú þriðja í lok júlí. Þrjár til fjórar sýningar eru fyrir- hugaðar á ári og um hásumarið er opið sex daga vikunnar. Skagen eftirlæti málara Marín segir Skagen eftirsóttan af lista- mönnum og mörg gullaldarmálverk hafa orðið til þar. Því má segja að hún búi í miðju málverki. Í bænum segir Marín líka frægt lista- safn, Skagen Museum, sem hafi sterkt aðdráttarafl. Um tíma kveðst hún hafa rekið gallerí undir nafninu Galleri Katedralen. „En fyrir um fimm árum var bankakrísan alveg að fara með mig. Það var líka brotist inn í galleríið og fram- ið rán þannig að ég missti helminginn af sumarsýningunni það árið. Þá lokaði ég og fór bara að sinna betur ræktun íslenskra hesta,“ lýsir hún. „Nú ákvað ég að byrja aftur með listsýningarnar og gengur alveg glimrandi vel.“ Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.isOpnaði gallerí í miðju málverki Á Skagen, nyrsta odda Danmerkur, þar sem öldur Skagerraks og Kattegats kyssast án afláts, sandurinn er hvítur og birtan engu lík, þar býr Marín Magnúsdóttir. Hún vakti gallerí sitt nýlega af nokkurra ára blundi enda hefur Skagen löngum verið eftirlæti listunnenda. MEÐ HUNDINN ELLU Marín hefur búið á Skagen frá árinu 1987 og unir hag sínum vel. GALLERÍIÐ Um hásumarið er opið sex daga vikunnar. MYNDIR/TORBEN RAHN INNANHÚSS Listaverkin njóta sín vel í m gallerii. Listamenn víða að úr heiminum sýna þar verk sín. Skagen er eins og tveir ólíkir bæir eftir árstíðunum. Hér er náttúran sterk, fólkið gott og sem Íslendingi finnst mér ég vera á besta stað í Danmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.