Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 48
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir KOSNINGAFÍKILL Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi verið gleðisveifla í borginni fyrir 20 árum þegar R-listinn var stofnaður. Sú gleði endurtók sig fyrir fjórum árum þegar Jón Gnarr náði kjöri. MYND/GVA Kosningadagur skipar stóran sess í huga mér og eiginlega stærri eftir því sem ég eldist og sé meira af heiminum. Ég er mjög meðvituð um hversu lýðræðislegur réttur er mikilvægur. Kosningaréttur er ekki guðsgjöf af himnum sem allir hafa,“ segir Guðrún og minnir á að konur hafi ekki alltaf haft kosningarétt hér á landi. „Ég hef venjulega verið heima þennan dag en að þessu sinni verð ég í sumarbústað á Suðurlandi með góðum hópi vina. Ég er því búin að kjósa,“ segir hún. MEÐ HÁTÍÐARBRAG „Móðir mín leit á kosninga- dag sem hátíðisdag og keypti alltaf nýjan hatt fyrir hann. Fólk puntaði sig upp á þessum degi og það er auðvitað guðdómleg stemning í því. Með því sýndi fólk að það bæri virðingu fyrir lýðræðislegum réttindum. Við erum gæfufólk að hafa þennan rétt,“ segir Guðrún og bætir við að hátíðarstemning skapist um allt land. „Það getur verið gaman að koma í bæ úti á landi þar sem er kosningastemning. Íslenski fáninn við hún og mað- ur skynjar hátíðarbrag í loftinu. Bæjarbúar láta sjá sig úti á götu, setjast inn á kaffihús eða kosningaskrifstofu. Á þessum degi er líka borin virðing fyrir því að áróðurinn sé lagður til hliðar og tími til að njóta sam- vistanna. Mér finnst gaman að fallegum, gömlum hefðum og siðum.“ MEÐ SORG Í HJARTA Þegar Guðrún er spurð hvernig henni lítist á kosningabarátt- una undanfarið, svarar hún: „Mér hefur fundist hún málefna- leg að flestu leyti. Margt er að breytast í pólitísku landslagi. Ég fékk þó sorg í hjarta vegna umræðu um mosku í Reykja- vík. Mér finnst dapurt að ýtt sé undir lægstu hvatir hjá fólki. Stjórnmálamenn hafa ýmsum skyldum að gegna samkvæmt stjórnarskrá,“ segir hún enn- fremur. R-LISTI FYRIR 20 ÁRUM Fyrir nákvæmlega tuttugu árum tók Guðrún þátt í framboði R-listans í Reykjavík þegar hann bauð fram í fyrsta skipti. Þetta var sameiginlegt framboð allra flokka utan Sjálfstæðisflokksins sem hafði verið með völd í borg- inni í nálægt sextíu ár með einu hléi. Eftir sigur R-listans árið 1994 voru konur í fyrsta skipti í meirihluta borgarstjórnar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir varð nýr borgarstjóri. „Þetta var skemmtilegur tími og ofboðsleg gleðisveifla í borginni ekki ósvipað og var með Besta flokkinn fyrir fjórum árum. Eitthvað nýtt og ferskt með nýjum áherslum. Þarna var fullt af góðu en ólíku fólki sem kom saman í R-listanum og það gat unnið vel saman. Menn vildu leggja saman krafta sína fyrir alla borgarbúa. Til dæmis var lögð þessi sterka, fína lína varðandi leikskóla. Á einum borgarstjórnarfundinum voru eingöngu konur sem var sérstakt. Við stofnuðum síðan kvennahópinn Bæjarins bestu sem var þverpólitískur hópur en hann hittist enn í dag. Maður má ekki vera hræddur við að láta góða hluti gerast,“ segir Guðrún. „Sem betur fer varð gerjun fyrir fjórum árum og mér finnst liggja í loftinu að fólk vilji halda henni áfram. Ég var virkilega ánægð með Jón Gnarr. Mér finnst borg- arstjórn hafa komist nær íbúum og mannréttindi virt sem skiptir höfuðmáli,“ segir Guðrún. KOSNINGAFÍKILL Hún fylgist alltaf með kosninga- sjónvarpi og segist hafa byrjað að skrifa niður tölur fyrir föður sinn þegar hún var ellefu ára. Ég er kosningafíkill enda alin upp við pólitík. Bæjarpólitík er að sumu leyti öðruvísi en landsmálapólitík og stendur fólki nær. Það er gjörólíkt að starfa að borgarmálum eða á Alþingi. Ég hef alltaf verið hrifin af þeirri nánd sem er í sveitar- stjórnum en þingmennska er líka skemmtileg vinna. Ég var svo heppin að geta stuðlað að góðum hlutum á meðan ég sat á þingi,“ segir Guðrún og bætir við að í kvöld verði grillaður góður matur í tilefni dagsins. ■ elin@365.is MAMMA SETTI UPP NÝJAN HATT KOSNINGAR Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vegna vistheimila hjá inn- anríkisráðuneytinu, sat lengi í borgarstjórn áður en hún tók sæti á Alþingi. Hún segir kosningadag skipta miklu máli. Sumarlestur barna Hvernig mömmur, pabbar, ömmur og afar hafa áhrif á lestrarfærnina Nýlega komu út f jórar lét tlestrarbækur hjá Lestrarsetri Rannveigar Lund sem seldar eru í verslunum Pennans og Iðu. Efni þeirra höfðar til barna á aldrinum 6-11 ára. Í hverri bók er lögð áhersla á orð með ákveðnum bókstaf.eins og sést á kápusíðum og í bókatitlunum. Margir foreldrar kannast við að börn þeirra eru lengi að festa ein- mit t hljóð þessara stafa í minni. Sum glíma við það langt fram ef tir aldri. Ein skýring er sú að orð með þessum stöfum eru ekki sérlega fjölbrey t t í textum og til tölulega sjaldséð miðað við orð með flestum öðrum stöfum ritmálsins. Því of tar sem orð með þeim bir tast í texta, þeim mun meiri líkur eru á að festa þá í minni.Það er engin tilviljun að bækurnar eru gefnar út að vori. Skóla lýkur brát t og sumarfrí tekur við. Þá þurfa foreldrar að halda lestri bóka að börnum sínum sem ekki eru enn fulllæs. Rannsóknir sýna nefnilega að börnum fer af tur í lestri, lesi þau lít ið eða ekker t y fir sumarið. Því verr sem þau eru stödd miðað við jafnaldra að vori, þeim mun dýpri verður dýfan. Sum börn geta því verið hálf t næsta skólaár að ná upp þeirri lestrarfærni sem þau höfðu fyrir sumarleyfi. Foreldrar æt tu að hafa í huga að lestur í sumarleyfinu, þót t ekki sé nema í 5-10 mínútur, f imm daga vikunnar, viðheldur þeirri færni sem náðst hefur að vori og eykur hana jafnvel. Sérsvið Rannveigar Lund eru læsi og sérkennsla.Hún er uppeldis- og menntunarfræðingur og rekur Lestrarsetur Rannveigar Lund innan Reykjavíkurakademíunnar. www.tvolif.is opið virka daga 11-18 laugardaga 12-17 /barnshafandi Þú færð langmesta úrval meðgöngu- og brjóstagjafafatnaðar í Tvö Líf á frábæru verði! FRÍ PÓSTSENDING UM ALLT LAND Full búð af nýjum vörum, valdar vörur á 30% afslætti THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.