Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 76

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 76
FÓLK|HELGIN Sumaropnun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins gengur í gildi í dag, laugardag, en garðurinn verður opinn alla daga í sumar milli kl. 10 og 18. Undan- farnar vikur hafa framkvæmdir staðið yfir í garðinum en verið er að endurbæta leiksvæði og leik- tæki. Auk þess verður nýr inn- gangur tekinn í notkun í sumar þar sem verið er að stækka og breyta eldra móttöku- og miða- söluhúsi. Svo eru dýrin auðvitað komin á stjá og mörg hver búin að eignast afkvæmi sín að sögn Sigrúnar Thorlacius, aðstoðar- forstöðumanns garðsins. „Við gerum ráð fyrir góðri aðsókn í garðinn í sumar eins og síðustu ár. Frá og með deginum í dag verða leiktækin opin en þau hafa einungis verið opin um helgar í vor. Flest dýrin verða á vappi utandyra og þau eru mörg búin að eignast afkvæmi þótt einhver bætist vafalaust í hópinn á næstu dögum og vikum. Við eigum til dæmis von á kópum á næstu dögum.“ Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn var opnaður árið 1990 og hefur því starfað í nær aldar- fjórðung. Sigrún segir gaman að sjá hvað garðurinn sé alltaf jafn vinsæll ár eftir ár. Fjölskyldu- fólk sæki hann mikið allt árið og skólahópar voru reglulegir gesti í vetur og slógu aðsóknarmet nánast í hverjum mánuði. Undanfarnar vikur hafa starfs- menn staðið í miklum fram- kvæmdum vegna endurbóta á svæðinu. „Fyrst má nefna nýtt vað- og vatnsleikjasvæði við stóru tjörnina sem við stefnum á að opna á næstu vikum. Þar geta gestir á öllum aldri sullað að vild, búið til stíflur og eigin farveg fyrir vatn. Raunar er þetta svæði fyrir fólk á öllum aldri sem finnst gaman að sulla í vatni.“ Nýja svæðið stendur við enda stóru tjarnarinnar þar sem vaðlaug stóð áður. Nú er búið að skilja formlega milli svæðanna sem gerir nýja svæðið hrein- legra og auðvelda verður að skipta um vatn. MARGT Í BOÐI Litla kofaþorpið við klifurkastala- svæðið fær einnig andlitslyft- ingu en búið er að gera upp alla kofana og mála þá, auk þess sem búið er að skipta um undirlag. „Það er einnig verið að útbúa nýja aðstöðu fyrir smágröfurnar. Við erum að láta smíða stóran trépall þar sem gröfurnar munu standa. Þar verður hægt að moka eins og áður en nú þurfa foreldrar ekki að standa á kafi í sandinum.“ Að lokum má nefna meiri- háttar viðhald á Krakkafossi sem er rugguskipið í garðinum. „Við höfum unnið að endur- nýjun skipsins í allan vetur og stefnum á að það verði tilbúið næstu helgi.“ Meðal nýlegra leiktækja í garð- inum nefnir Sigrún dansleikja- tæki sem tekið var í notkun síð- asta haust. „Það er mjög vinælt, sérstaklega hjá yngri krökkum. Leikurinn gengur út á að rödd segir krökkunum til um hvernig þeir skuli dansa. Þeir fá stig fyrir rétt spor og geta þannig unnið andstæðinga sína. Tækið er búið að vera í gangi í allan vetur og nýtur mikilla vinsælda.“ Á morgun, sunnudag, verður haldið kassabílarallí í garðin- um þar sem börn og unglingar keppa í skemmtilegri og spenn- andi keppni. Grasagarðurinn, sem stendur við hlið Fjöl- skyldu- og húsdýragarðsins, er að sjálfsögðu einnig opinn og því ljóst að margt verður í boði fyrir landsmenn í Laugardaln- um um helgina. FJÖR Í LAUGARDALNUM SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Í nær aldarfjórðung hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn skipað stóran sess í lífi landsmanna. Sumaropnunartími garðsins gengur í gildi í dag. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir endurbætur á mörgum leiktækjum. GOTT SUMAR „Við gerum ráð fyrir góðri aðsókn í garðinn í sumar eins og síð- ustu ár,“ segir Sigrún Thorlacius, aðstoðar- forstöðumaður Fjöl- skyldu- og húsdýra- garðsins. MYND/VILHELM Fjölmargar uppákomur verða í tilefni Hátíðar hafsins á gamla hafnarsvæðinu í Reykjavík um helgina en fimmtán ár eru síðan hafnardagurinn og sjómanna- dagurinn voru sameinaðir í tveggja daga hátíð, eða Hátíð hafsins. Hafnardagurinn er í dag og sjómannadagurinn á morgun. Í fyrra komu 40 þúsund manns á hátíðina. Hátíðin hefur þróast ár frá ári og nú í ár var meðal annars farið í að afmarka betur svæði hátíðarinnar. Hún nær núna frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina, Grandagarð og út að HB Granda. Þrjú útisvið verða á svæðinu með skipulögðum viðburðum báða dagana. ÚTISVIÐ GRANDAGARÐI ( AÐALSVIÐIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ 13–16) Á hátíðarsviðinu fer fram hefð- bundin hátíðardagskrá sjó- mannadagsins. Má þar nefna heiðrun sjómanna, ávörp og skemmtiatriði. ÚTISVIÐ GAMLA HÖFNIN (LAUGARDAG FRÁ 16–18) Þar munu Borgardætur meðal annarra láta ljós sitt skína. Flest veitingahúsin á svæðinu munu bjóða gestum upp á fiskismakk ásamt því að vera með tilboð á sjávarréttum á matseðlinum. Ýmsar fleiri uppákomur verða á svæðinu. ÚTISVIÐ HB GRANDA (SUNNU- DAG FRÁ 13–15) Skemmtilegar uppákomur fyrir yngstu kynslóðina. Latibær, Sirkusfólk, Skoppa og Skrítla, Atli Þór og Bói, og Arnór töframaður mæta á svæðið en auk þess verða ýmsar veitingar í boði. Fjölmargar aðrar uppákomur verða í tilefni hátíðarhaldanna. Sæbjörgin fer í þrjár sjóræningja- siglingar báða dagana klukkan 14, 15 og 16. Þá hefur svæðinu á bak við Sjóminjasafnið verið breytt í ævintýralegt sjávartívolí en það sló rækilega í gegn á síð- ustu hátíð. Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er að finna á www.hatidhafsins.is. SJÓRÆNINGJAR OG SJÁVARTÍVOLÍ Hátíð hafsins verður haldin um helgina. Fjöl- breytt tónlistaratriði, sjóræningjasiglingar og sjávartívolí eru á meðal dagskrárliða. STÓRIR SEM SMÁIR SJÓRÆNINGJAR VELGKOMNIR Sæbjörgin fer í þrjár sjóræningjasiglingar í dag og á morgun, klukkan 14, 15 og 16. Kjólar áður 14.990 nú 5.000 kr. Mussur áður 14.990 nú 3.000 kr. Mega lagersala í Flash
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.