Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 86

Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 86
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 31. MAÍ 20148 TÉKKLISTI FYRIR ÚTILEGUNA Þegar haldið er af stað í ferðalag þarf að huga að ýmsu og margt sem ekki má gleyma að taka með. Gott er að útbúa lista yfir það sem þarf að taka með og merkja við þegar það er komið ofan í tösku eða út í bíl. Hér er dæmi um það sem þarf að vera á slíkum lista. – Dýna, svefnpokar, lök, sængur og koddar, hlýtt teppi. – Föt til skiptanna. – Regnföt og stígvél, húfur, vettlingar og ullarsokkar. – Snyrtidót, tannburstar, tannkrem, sápa, sjampó, sólarvörn. – Plástrar, verkjatöflur og slíkt. – Sundföt og handklæði. – Klósettpappír. TJALDAÐ MEÐ KORTI Útilegukortið er tilvalinn ferðafélagi þeirra sem vilja njóta sumars og fallegrar náttúru með tjaldbúskap. Kortið gefur íslenskum og erlendum ferða- mönnum kost á að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum. Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin og veitir tveimur full- orðnum og fjórum börnum undir sextán ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Úti- legukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft má koma á hvert tjald- svæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Sjá nánar á utilegukortid.is og Facebook. BÆJARHÁTÍÐIR Í JÚNÍ Margar bæjarhátíðir eru haldnar á hverju sumri sem bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Því er upplagt að kynna sér dagskrá sumarsins áður en lagt er af stað í ferðalag innanlands. Meðal hátíða í júní má nefna sjómanna- og fjölskylduhátíðina Sjóarann síkáta sem haldin verður í Grindavík um helgina. Há- tíðin er haldin til heiðurs íslenska sjómanninum og er mikið lagt upp úr vandaðri barnadagskrá. Eftir tvær vikur hefst Kótelettan á Selfossi sem er ein af stærstu hátíðum sumarsins. Þar sýna bæjarbúar framleiðslu bænda og bjóða upp á fjölbreytta skemmti- dagskrá. Áhugafólk um góðan mat ætti ekki að láta Humarhá- tíðina á Hornafirði fram hjá sér fara en hún verður haldin síðustu helgina í júní. Hátíðin snýst þó ekki eingöngu um humarinn ljúffenga heldur er hún glæsileg fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar um bæj- arhátíðir sumarsins má finna á www.samband.is. EX PO • w w w .e xp o. is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka á: 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS Frí þráðlaus internet - tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.