Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 90

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 90
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46 Í FÓTBOLTA BRASILÍU HM SIGURVEGARI Vicente del Bosque hefur náð mögnuðum árangri með spænska landsliðið síðan hann tók við þjálfun þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY ÞJÓÐVERJAR eru til alls lík- legir. Fá lið hafa úr jafn mörgum hæfileikaríkum og skapandi sóknar- leikmönnum að velja og Þýskaland, en varnarleikurinn hefur verið ákveðið spurningarmerki. Það eru einnig uppi efasemdir um andlegan styrk liðsins. PORTÚGALSKA liðið er vel skipulagt og samstillt, en Paulo Bento spilar nánast alltaf á sama byrjunarliðinu. Portúgal skortir sem fyrr framherja í heimsklassa, sem þýðir að markaskorunin hvílir að stærstum hluta á herðum Cristianos Ronaldo. GHANA var grátlega nærri því að komast í undanúrslit í fyrir fjórum árum og teflir aftur fram sterku liði. Svörtu stjörnurnar eru þéttar fyrir og sóknarleikurinn virðist beittari en fyrir fjórum árum. Það er þó hætt við því að riðilinn sé of sterkur. Aðeins fjórir leikmenn eru eftir í BANDARÍSKA hópnum frá 2010 og liðið hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun. Jürgen Klinsmann og lærisveinum hans hefur gengið vel að undanförnu, en liðið vann m.a. tólf leiki í röð á síðasta ári. Eden Hazard 23 ára miðjumaður Belga Lykilmaður í miðju- og sóknarspili Chelsea á Englandi G -R IÐ ILLL Cristiano Ronaldo 29 ára fyrirliði Portúgals Lykilmaður í Evrópumeistaraliði Real Madrid á Spáni BELGÍA er með eitt mest spennandi liðið á HM, en margir bíða þess að sjá hvernig „gullkynslóð“ þeirra Belga stendur sig á stóra svið- inu. Í liðinu er góð blanda af líkamlega sterkum og flinkum leikmönnum. ALSÍR hefur ekki unnið leik á HM síðan 1982 og heillaði fáa með frammistöðu sinni í S-Afríku. Vahid Halilhodzic hefur endurnýjað liðið, en margir af nýju leikmönn- unum hafa spilað fyrir yngri landslið Frakklands. RÚSSAR eru með á HM í fyrsta skipti í tólf ár. Liðið fór sannfær- andi í gegnum undankeppnina og ætti að komast í 16-liða úrslitin í sumar. Uppistaðan í rússneska liðinu eru leik- menn frá CSKA Moskvu og Zenit. SUÐUR-KÓREA er fastagestur á HM og liðið er nokkuð sterkt. Hong Myung-Bo tók við sem þjálfari eftir að hafa stýrt U-23 ára liðinu til bronsverðlauna á ÓL 2012. Úrslitin í síðustu vináttulandsleikjum hafa verið misjöfn og gefa ekki mikla ástæðu til bjartsýni. H -R IÐ ILL Við fáum sennilega aldrei að vita hvað fór í gegnum huga Florentinos Pérez, forseta Real Madrid, vorið 2003 þegar hann ákvað að endurnýja ekki samninginn við þjálfara liðsins, Vicente del Bosque. Sá stýrði Real Madrid í tæp fjögur ár, frá nóvem- ber 1999 til júní 2003, og undir hans stjórn vann Real Madrid spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu í tvígang, auk þess sem liðið varð heimsmeistari félagsliða, meistari meistaranna í Evrópu og á Spáni. Það var ekki nóg fyrir Pérez sem taldi del Bosque ekki passa inn í „galaticos“ ímynd félagsins. Það passaði ekki að láta þennan yfir- vegaða, hægláta og svipbrigðalitla mann stjórna stærstu og vinsælustu fótboltastjörnum heimsins og engu breytti að del Bosque var mjög vin- sæll meðal þeirra. Carlos Queiroz þótti betur til þess fallinn að stýra þessari fótboltaútgáfu af Harlem Globetrotters. Real Madrid vann ekki titil næstu fjögur árin. Del Bosque hefur þó heldur betur fengið uppreisn æru á síðustu árum. Hann tók við nýkrýndum Evrópumeisturum Spánar af Luis Aragonés sumarið 2008 og undir hans stjórn varð Spánn heims- meistari í fyrsta sinn í S-Afríku 2010. Tveimur árum síðar varði liðið svo Evrópumeistaratitilinn sem það vann árið 2008. Del Bos- que, sem er sonur verkalýðsleiðtoga sem sat í fangelsi á Franco-árunum vegna skoðana sinna, ætti því að geta litið nokkuð sáttur yfir farinn veg þegar hann sest í helgan stein eftir HM í Brasilíu í sumar. Mennska og næmni Del Bosque er ekki prýddur sama stjörnuljóma og margir starfs- bræður hans, en hann kann svo sannarlega til verka. Og öfugt við það sem Pérez hélt kann del Bosque fátt betur en að meðhöndla stórstjörnur. Hann er diplómatísk- ur, treystir leikmönnum sínum og gefur þeim ákveðið frelsi og síðast en ekki síst nýtur hann virðingar þeirra. „Lykillinn að velgengni del Bosques er hversu klár hann er,“ sagði Fernando Hierro, sem lék undir stjórn þjálfarans hjá Real Madrid. „Hann er næmur á líðan fólks, kann að lesa í tilfinningar og sér allt svo skýrt og eðlilega.“ Xavi, miðjumaðurinn frábæri hjá Barcelona, segir del Bosque mann- legasta einstakling sem hann hafi kynnst í fótboltaheiminum. Þjálfarinn á eina dóttur og tvo syni. Sá yngri, Álvaro, er með Downs-heilkenni og del Bosque segir að sonur hans hafi breytt sýn sinni á lífið og tilveruna. „Þetta var erfitt til að byrja með og ég spurði sjálfan mig af hverju þetta hefði hent okkur en ekki einhverja aðra,“ segir del Bosque. „Svona aðstæður heima fyrir fá þig til að setja hlutina í samhengi. Þær gera þig næmari og veita þér hugarró. Það er mikil blessun fyrir alla.“ Álvaro er mikill fótboltaáhugamaður og er óhræddur við að láta föður sinn heyra það sé hann ósammála honum um liðsval og annað slíkt. Hann er náinn liðinu og tók m.a. þátt í fögnuði þess eftir sigrana á HM 2010 og EM 2012. Það er einhvern veginn ómögu- legt að láta sér líka illa við del Bosque sem getur í sumar bætt síð- ustu rósinni í hnappagat sitt með því að stýra Spánverjum til heimsmeist- aratitils í Brasilíu. Fari svo verður Spánn þriðja liðið til að verja heims- meistaratitil og del Bosque annar þjálfarinn í sögunni til að stýra liði til tveggja titla í röð, á eftir Vittorio Pozzo, sem afrekaði það með Ítalíu 1934 og 1938. Leið til sigurs eða leiðindi? Sigurganga Spánar á undanförnum árum hefur verið einstök. Frá árinu 2007 hefur liðið leikið 107 leiki, unnið 88, gert tíu jafntefli og aðeins tapað átta leikjum, og fagnað sigri á þremur stórmótum í röð. Lykill- inn að þessum árangri er hversu vel spænska liðið heldur boltanum og stjórnar leikjum. Einhverjum þykir þó að tiki-taka- leikstíllinn hafi snúist upp í and- hverfu sína; að Spánverjar haldi boltanum út í hið óendanlega án þess að gera neitt að ráði með hann. „Þeir hafa svikið hugmyndafræði sína og útfært hana á neikvæðan hátt,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Arsenal, en hann var meðal þeirra sem gagnrýndu spilamennsku Spán- ar á EM 2012. „Upphaflega héldu þeir boltanum til að sækja að marki mótherjanna og vinna leiki; núna virðist tilgangurinn fyrst og síðast vera að forðast tap. Þeir hafa orðið varfærnari með tímanum og þeir vilja ekki láta boltann af hendi svo andstæðingurinn fái möguleika á að skora.“ Leikstíll Spánverja, eins og hann hefur þróast með árunum, er ein- faldlega ný tegund af pragmatisma. Þetta snýst allt um að hafa stjórn á leiknum. Spánn fær afar fá mörk á sig, en á undanförnum þremur stór- mótum hefur liðið leikið tíu útslátt- arleiki og haldið hreinu í þeim öllum sem er ótrúlegt afrek. Og ef þú held- ur hreinu þarftu aðeins að skora eitt mark til að vinna leiki. Það er ein- föld stærðfræði. Auðvitað væri skemmtilegra að sjá Spánverja taka meiri áhættu, spila af meiri krafti, skapa fleiri færi og skora fleiri mörk – í þessum tíu útsláttarleikjum sem áður voru nefndir skoraði Spánn aðeins þrisv- ar meira en eitt mark – en þetta er þeirra leið. Leiðinleg eða ekki, þá er þetta rökrétt aðferð og árangursrík. Sögubækurnar Spænska landsliðið er stórkost- legt fótboltalið, þótt það verði sennilega aldrei jafn elskað og lið Brasilíu sem varð heimsmeistari í Mexíkó 1970. En ef Spánn verð- ur heimsmeistari í sumar er nán- ast hægt að leggja umræðuna um besta landslið allra tíma til hliðar. Þótt Brasilía hafi unnið öruggan sigur á Spáni í úrslitaleik Álfu- keppninnar í fyrra og nokkrir lyk- ilmenn liðsins hafi spilað undir pari í vetur, þá er erfitt að veðja gegn heimsmeisturunum þegar út í alvöruna er komið. Del Bosque og lærisveinar hans hafa nefni- lega fullkomnað þá list að vinna fótboltaleiki á síðustu árum. Hægláti sigurvegarinn Spánverjar hafa átt ótrúlegri velgengni að fagna undanfarin ár og eiga möguleika á að vinna sitt fjórða stórmót í röð. Þrátt fyrir það er þjálfarinn Vicente del Bosque með báða fætur á jörðinni. Ingvi Þór Sæmundsson sport@frettabladid.is © GRAPHIC NEWSHeimild: FIFA Aðeins tólf lið hafa komist í úrslitaleik HM síðan fyrsta keppnin var haldin árið 1930. Af þeim hafa aðeins átta orðið meistarar. 2010: Nýtt land á bikarinn Gestgjafarnir stefna á sjötta titilinn. England Spánn Tékkóslóvakía Ungverjaland Svíþjóð Holland Frakkland Úrúgvæ ArgentínaÞýskaland ÚrslitaleikirSigurvegarar 5 titlar 4 3 2 2 6 7 4 7 úrslitaleikir 2 2 1 3 2 2 1 1 1 1 1 Brasilía Ítalía FIFA-heimsmeistara- bikarinn: Fyrst veittur 1974 eftir að Brasilía vinnur Jules Rimet-bikarinn til eignar með þriðja sigri sínum (sjá hér fyrir neðan) TapliðSigurvegari 1930 1934 1938 1950 1954 1958 1962 1966 1970 Úrúgvæ Ítalía Ítalía Úrúgvæ V-Þýskaland Brasilía Brasilía England Brasilía Argentína Tékkóslóvakía Ungverjaland Brasilía Ungverjaland Svíþjóð Tékkóslóvakía V-Þýskaland Ítalía Gestgjafi Úrúgvæ Ítalía Frakkland Brasilía Sviss Svíþjóð Síle England Mexíkó 4-2 2-1 4-2 2-1 3-2 5-2 3-1 4-2 4-1 1974 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2010 V-Þýskaland Argentína Ítalía Argentína V-Þýskaland Brasilía Frakkland Brasilía Ítalía Spánn Holland Holland V-Þýskaland V-Þýskaland Argentína Ítalía Brasilía Þýskaland Frakkland Holland Þýskaland Argentína Spánn Mexíkó Ítalía Bandaríkin Frakkland Suður-Kórea/Japan Þýskaland Suður-Afríka 2-1 3-1 3-1 3-2 1-0 0-0 (vítaspyrnukeppni 3-2) 3-0 2-0 1-1 (vítaspyrnukeppni 5-3) 1-0 Liðin í úrslitaleikjum HM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.