Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 102

Fréttablaðið - 31.05.2014, Síða 102
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 58 Hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HRANNAR BRANDSDÓTTUR Skaftafelli, Ránarbraut 5, Vík í Mýrdal. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Brynja Guðjónsdóttir Sævar B. Arnarson Hafsteinn Guðjónsson Kristín Gísladóttir Brandur Jón Guðjónsson Inga B. H. Oddsteinsdóttir Margrét Steinunn Guðjónsdóttir Tyrfingur K. Leósson Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, SIGURJÓN BJÖRN VALDIMARSSON skipstjóri Gauksmýri 2, Neskaupstað, lést mánudaginn 26. maí í Neskaupstað. Útför hans fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 2. júní kl. 14.00. Unnur Jónsdóttir Tómas Kárason Dagmar Helga Traustadóttir Ágúst Kárason Wan Ning Kári Kárason María Júlía Rúnarsdóttir Berg Valdimar Sigurjónsson Berglind Harpa Svavarsdóttir Jón Hafliði Sigurjónsson Hulda Guðnadóttir Ísak, Hjörvar og Helgi barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR JÓNSSON frá Húsavík í Vestmannaeyjum, til heimilis að Hraunbúðum, lést á Hraunbúðum laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða fyrir einstakan hlýhug og umhyggju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Hraunbúðir njóta þess. Útförin mun fara fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, laugardaginn 7. júní kl. 14.00. Kristinn Sigurðsson Valgerður Ósk Sævarsdóttir Ástrós Kristinsdóttir Hafsteinn Þór Jóhannsson Sigurður Alfreð Kristinsson Berglind Ósk Kristinsdóttir Ólafur Ingi Kristinsson og systkini. Okkar ástkæra VALDÍS HALLDÓRSDÓTTIR áður Kvisthaga 27, Reykjavík og Lækjarbrún 8, Hveragerði, lést 27. maí á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 15.00. Hjördís Halldórsdóttir og fjölskylda Börn Gunnars Eggertssonar og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR húsmóðir, Ægisíðu 78, Reykjavík, andaðist á heimili sínu, laugardaginn 24. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Vilhjálmur Svan Jóhannsson Sesselja R. Henningsdóttir Valgerður Jóhannsdóttir Jakob H. Magnússon Ólafur Jóhannsson Helga Sigurðardóttir Laufey Jóhannsdóttir Jan Bernstorff Thomsen Þráinn Jóhannsson Erna Andreassen barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ELLERT BJÖRN SKÚLASON Bergási 11, Reykjanesbæ, lést mánudaginn 26. maí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 14.00. Elín Guðnadóttir Elínborg Ellertsdóttir Bjarne P. Svendsen Vigdís Ellertsdóttir Björn Viðar Ellertsson Helena Guðjónsdóttir Ómar Ellertsson Árni Kr. Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR GUÐMANNSDÓTTIR Njarðarvöllum 6, Njarðvík, lést föstudaginn 16. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju. Sérstakar þakkir til alls þess góða hjúkrunarfólks sem kom að umönnun Sigríðar. Vilhjálmur Þórhallsson Þórhallur Vilhjálmsson Sólveig Bjarnadóttir Guðrún Vilhjálmsdóttir Ólafía S. Vilhjálmsdóttir Nathan Balo barnabörn og barnabarnabörn. Okkar yndislegi faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR GÍSLASON húsasmiður, lést á hjúkrunardeild Hrafnistu, Reykjavík, 25. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. júní kl.15.00. Guðrún Erla Gunnarsdóttir Kolbeinn Sigurðsson Sara Lind, Elísabet Rós og Salóme Petra Kolbeinsdætur Anton Kolbeinsson Tinna Björk Kristinsdóttir og barnabörn. „Rauði þráðurinn í starfsemi Lands- byggðarvina er verkefni sem heitir Heimabyggðin mín. Því er ætlað að fá unga fólkið í hugmyndasmíð til að skapa saman betri framtíð um allt Ísland,“ segir Fríða Vala Ásbjörnsdóttir for- maður Landsbyggðarvina og lýsir fyrir- komulagi verkefnisins nánar. „Verkefnið hefst á hugmyndavinnu nemenda í nokkrum skólum. Oft- ast byrja tíu til tólf skólar á haustin, hámarkið er tólf. Alltaf detta einhverjir úr og kalla má gott ef átta skólar skila fyrri hluta verkefnisins. Þar lýsa nem- endur leiðum til að efla nærumhverfi sitt þannig að það njóti sín sem best í framtíðinni.“ Þegar Fríða Vala kynnir verkefnið á haustin kveðst hún hvetja krakkana til að vera í góðu sambandi við afa og ömmur, frændur og frænkur. „Þó þeir fari kannski ekki eftir öllu sem eldra fólkið segi er mikilvægt að grufla aðeins í fortíðinni þegar horft er til framtíðar. Ég er næringarfræðingur og hugsa þetta svolítið sem næringu. Við þurfum frumefni og svo matreiðum við það sem okkur hentar,“ útskýrir hún. Hún kveðst líka biðja nemendur að líta til yngri barna og spyrja sig hvern- ig þau vilji hafa hlutina þegar þau kom- ast á legg – eða þegar þeir sjálfir fara að eignast börn. Skil á hugmyndavinnunni eru í des- ember og krakkarnir þurfa að koma henni vel frá sér, að sögn formannsins. „Nokkrar hugmyndir eru valdar úr og þróaðar áfram og undir vor fer dóm- nefnd milli skóla og metur afrakstur- inn.“ Nýlega lauk Heimabyggðarverkefn- inu þetta árið. Grunnskólarnir á Hólma- vík og í Hofgarði í Öræfum skiptu með sér fyrstu verðlaununum, 100 þúsund krónum sem landbúnaðar-og sjávar- útvegsráðuneytið lagði til. Viðurkenn- ingar hlutu líka Víðistaðaskóli í Hafnar- firði og Grunnskólinn í Hrísey. Verðlaunahugmynd Hólmvíkinga nefnist Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík og gengur meðal annars út á útgáfu bókar sem allir bæjarbúar, 373 að tölu, leggi til efni í. Verkefni Öræf- inga snýst um sögusafn þar sem upplýs- ingum um bæina í sveitinni yrðu gerð skil með skemmtilegum hætti á veit- ingastað þar sem heimaafurðir væru meðal annars á borðum. gun@frettabladid.is Að skapa saman betri framtíð um allt Ísland Félagið Landsbyggðarvinir virkjar sköpunargleði ungs fólks með hag heimabyggðarinnar að leiðarljósi. Það er á sínu tíunda starfsári og fyrsta ári sem landssamtök. HÓLMVÍKINGAR Verðlaunahafarnir Bára Örk Melsted, Sunneva Guðrún Þórðardóttir og Ísak Leví Þrastarson. MYND/HULDA INGIBJÖRG RAFNARSDÓTTIR ÖRÆFINGARNIR Stefán Freyr Jónsson, Gissur Gunnarsson, Styrmir Einarsson og Ísak Einarsson. MYND/SVAVAR SIGURJÓNSSON FORMAÐURINN „Við teljum þessa aðferð efla frumkvæði unga fólksins og áhuga á nærumhverfinu,“ segir Fríða Vala. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.