Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 108
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 64 14.00 Píanó í Listasafni Íslands – gjörningar: 16.00 IMA-NOW í Listasafni ASÍ– opnun og gjörningur 17.00 The Five Live Lo Fi í Galleríi Kling & Bang– fjórða opnun 17.00 æ ofaní æ í Nýlistasafninu– gjörningur og vídeó 19.00 KEEP FROZEN í Galleríi Þoku – opnun & gjörningur 21.00 Arto Lindsay í Mengi ➜ Þeir sem fremja gjörninga í dag á sýningunni Píanó eru: Sveinbjörn Gröndal: Handavinna strengja I (2014). Flytjandi: höfundur Einar Torfi Einarsson: Negative Dynamics II: entangled strata (2014) Flytjandi: Tinna Þorsteinsdóttir Páll Ivan Pálsson: Nokkur falleg dýr (2014). Þátttakendur: einhverjir líkamar Margrét Bjarnadóttir: Ýmsar æfingar (2014). LISTAHÁTÍÐ Í DAG LISTAHÁTÍÐ Á SUNNUDAG 14.00, 15.00 & 16.00 Innra eyrað í Austurbæjarskóla 20.00 Fantastar í Brimhúsinu 21.00 Arto Lindsay & gestir í Mengi Bandaríkjamaðurinn Arto Lindsay heldur tónleika í Mengi klukkan 21 bæði í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Listahátíðar. Lindsay er án efa á meðal áhrifamestu tónlistarmanna í seinni tíð. Nafn hans er órjúfan- legt þeim tilraunakenndu tónlist- arstraumum sem létu á sér kræla í kjölfar pönksenunnar í New York og fékk á sig „no wave“-stimpilinn, einkum vegna tregðu til að fylgja eftir öðrum ráðandi og fyrirfram- gefnum straumum og tónlistar- stefnum. Þó ekki hafi „no wave“- stefnan verið langlíf hefur hún skilið eftir sig djúp spor í þróun ýmissa lista, svo sem kvikmynda- gerðar, tísku og sjónlista. Á fyrri tónleikunum mun hann flytja eigið efni sem er blanda af tilraunakenndum gítarspuna og viðkvæmum og munaðarfullum tónum ættuðum frá Brasilíu. Annað kvöld mun hann svo spinna tónlist í félagi við íslenska spunatónlistarmenn. Einn áhrifamesti tónlistarmaður heims Arto Lindsay spilar í Mengi í kvöld og annað kvöld. SPUNAMEISTARI Á fyrri tónleikum Arto Lindsay, sem eru í kvöld, mun hann flytja eigið efni. Lára Bryndís Eggertsdóttir frum- flytur á morgun sjö ný íslensk orgel- verk á tónleikum í Hallgrímskirkju. Verkin verða einnig leikin í kirkjum víða um land. Lára Bryndís er hugmyndasmið- urinn á bak við tónlistarverkefnið Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra. Í leit sinni að nýrri íslenskri orgeltónlist fannst henni afrakstur- inn ekki í samræmi við þann fjölda frábærra tónskálda sem land- ið hefur alið af sér. Lára Bryndís fékk því sjö íslensk tónskáld í lið með sér og uppskar túlkun þeirra á ýmsum frásögnum í Biblíunni þar sem vængir koma við sögu. Englar, kerúbar, fuglar og jafnvel drekar leika stórt hlutverk í biblíutilvitn- unum sem tónskáldin fengu til inn- blásturs, og einnig voru þeim sett- ar ákveðnar skorður um lengd hvers kafla. Hugmyndin var að hvert org- elverk skyldi samanstanda af tveim- ur til fjórum köflum, sem hver fyrir sig hentaði til notkunar við helgi- hald, en er þeir stæðu saman mynd- uðu þeir heildstætt verk sem færi vel á að leika á tónleikum. Tónskáldin sjö eru Bára Gríms- dóttir, Gísli Jóhann Grétarsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Michael Jón Clarke, Stefán Arason og Þóra Marteins- dóttir. Á morgun verða nýju orgelverkin frumflutt – ekki aðeins á tónleikum Láru Bryndísar í Hallgrímskirkju klukkan 17 heldur taka fjölmargir organistar þátt í „vængjaþytnum“ og leika nýju orgelverkin við messur í kirkjum sínum á þessum degi, m.a. í Hallgrímskirkju, Dómkirkjunni, Háteigskirkju, Víðistaðakirkju og fleiri kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu, Akureyrarkirkju, Hafnar kirkju og Víkurkirkju. Á tónleikunum les Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, ritningartexta sem tilheyra hverjum kafla. Fengu innblástur úr Biblíunni Lára Bryndís Eggertsdóttir frumfl ytur sjö ný íslensk orgelverk á morgun. ORGEL- LEIKARINN Lára Bryndís er hugmyn- dasmiðurinn á bak við tón- listarverkefn ið Ég heyrði þytinn frá vængjum þeirra. „Við verðum með mjög fjölbreytta dagskrá að vanda. Allt frá gömlum íslenskum þjóðlögum upp í Bohemian Rhapsody og allt þar á milli,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin kórsins, spurður um efnisskrá tón- leikanna sem kórinn heldur í Háteigskirkju klukkan 17 í dag. „Svo fengum við ungan og efnilegan tónsmið, Halldór Smárason, til að útsetja Gleðibankann eftir Magnús Eiríksson sérstaklega fyrir kórinn og frumflytjum þá útsetningu í dag.“ Prógrammið í dag er hið sama og kórinn mun flytja á alþjóðlegu móti hinsegin kóra í Dublin um miðjan júní. „Hinsegin kórar eru mjög þekkt fyrirbæri, allavega á Norðurlöndunum og meg- inlandinu, og eiga sér langa hefð,“ segir Gunn- laugur. „Breski kórinn Pink Singers sem heim- sótti okkur á Hinsegin dögum í fyrra var þá að halda upp á þrjátíu ára afmæli sitt og margir kórarnir sem verða í Dublin eru enn eldri en það. Við erum ekki að finna upp neitt nýtt.“ Starfandi meðlimir í Hinsegin kórnum eru um 45 talsins, en Gunnlaugur segir fjöldann rokka frá tónleikum til tónleika. Hann segir mótið í Dublin vera það sem allt snýst um núna, en öruggt sé að kórinn muni láta til sín taka á komandi hausti. „Eftir að við komum heim þaðan tökum við okkur smá sumarfrí en svo komum við aftur saman og stefnum á að ganga saman í Gleðigöngunni í ágúst, þótt ekki sé ákveðið hvort við höldum tónleika á Hinseg- in dögum í ár. En í kjölfar þeirra förum við allavega aftur á fullt.“ Tónleikarnir í dag hefjast, eins og áður sagði, klukkan 17. Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardótt- ir söngkona en meðleik á píanó annast Jón Birgir Eiríksson. fridrikab@frettabladid.is Hitað upp fyrir Dublin Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í dag. Þar mun hann fl ytja glænýja útsetningu Halldórs Smárasonar á Gleðibankanum. Í framhaldinu heldur kórinn síðan á alþjóðlegt mót hinsegin kóra í Dublin. HINSEGIN KÓRINN Starfandi kór- félagar eru um 45, en fjöldinn rokkar milli tónleika. MYND/RAGNHEIÐUR ARNGRÍMSDÓTTIR MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.