Fréttablaðið - 31.05.2014, Qupperneq 108
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 64
14.00 Píanó í Listasafni Íslands –
gjörningar:
16.00 IMA-NOW í Listasafni ASÍ–
opnun og gjörningur
17.00 The Five Live Lo Fi í Galleríi
Kling & Bang– fjórða opnun
17.00 æ ofaní æ í Nýlistasafninu–
gjörningur og vídeó
19.00 KEEP FROZEN í Galleríi Þoku
– opnun & gjörningur
21.00 Arto Lindsay í Mengi
➜ Þeir sem fremja gjörninga í dag
á sýningunni Píanó eru:
Sveinbjörn Gröndal: Handavinna
strengja I (2014). Flytjandi: höfundur
Einar Torfi Einarsson: Negative
Dynamics II: entangled strata (2014)
Flytjandi: Tinna Þorsteinsdóttir
Páll Ivan Pálsson: Nokkur falleg dýr
(2014). Þátttakendur: einhverjir
líkamar
Margrét Bjarnadóttir: Ýmsar æfingar
(2014).
LISTAHÁTÍÐ Í DAG
LISTAHÁTÍÐ
Á SUNNUDAG
14.00, 15.00 & 16.00 Innra eyrað í
Austurbæjarskóla
20.00 Fantastar í Brimhúsinu
21.00 Arto Lindsay & gestir í
Mengi
Bandaríkjamaðurinn Arto Lindsay
heldur tónleika í Mengi klukkan
21 bæði í kvöld og annað kvöld.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá
Listahátíðar.
Lindsay er án efa á meðal
áhrifamestu tónlistarmanna í
seinni tíð. Nafn hans er órjúfan-
legt þeim tilraunakenndu tónlist-
arstraumum sem létu á sér kræla
í kjölfar pönksenunnar í New York
og fékk á sig „no wave“-stimpilinn,
einkum vegna tregðu til að fylgja
eftir öðrum ráðandi og fyrirfram-
gefnum straumum og tónlistar-
stefnum. Þó ekki hafi „no wave“-
stefnan verið langlíf hefur hún
skilið eftir sig djúp spor í þróun
ýmissa lista, svo sem kvikmynda-
gerðar, tísku og sjónlista.
Á fyrri tónleikunum mun hann
flytja eigið efni sem er blanda af
tilraunakenndum gítarspuna og
viðkvæmum og munaðarfullum
tónum ættuðum frá Brasilíu.
Annað kvöld mun hann svo
spinna tónlist í félagi við íslenska
spunatónlistarmenn.
Einn áhrifamesti
tónlistarmaður heims
Arto Lindsay spilar í Mengi í kvöld og annað kvöld.
SPUNAMEISTARI Á fyrri tónleikum
Arto Lindsay, sem eru í kvöld, mun hann
flytja eigið efni.
Lára Bryndís Eggertsdóttir frum-
flytur á morgun sjö ný íslensk orgel-
verk á tónleikum í Hallgrímskirkju.
Verkin verða einnig leikin í kirkjum
víða um land.
Lára Bryndís er hugmyndasmið-
urinn á bak við tónlistarverkefnið
Ég heyrði þytinn frá vængjum
þeirra. Í leit sinni að nýrri íslenskri
orgeltónlist fannst henni afrakstur-
inn ekki í samræmi við þann fjölda
frábærra tónskálda sem land-
ið hefur alið af sér. Lára Bryndís
fékk því sjö íslensk tónskáld í lið
með sér og uppskar túlkun þeirra á
ýmsum frásögnum í Biblíunni þar
sem vængir koma við sögu. Englar,
kerúbar, fuglar og jafnvel drekar
leika stórt hlutverk í biblíutilvitn-
unum sem tónskáldin fengu til inn-
blásturs, og einnig voru þeim sett-
ar ákveðnar skorður um lengd hvers
kafla. Hugmyndin var að hvert org-
elverk skyldi samanstanda af tveim-
ur til fjórum köflum, sem hver fyrir
sig hentaði til notkunar við helgi-
hald, en er þeir stæðu saman mynd-
uðu þeir heildstætt verk sem færi
vel á að leika á tónleikum.
Tónskáldin sjö eru Bára Gríms-
dóttir, Gísli Jóhann Grétarsson,
Hafsteinn Þórólfsson, Hildigunnur
Rúnarsdóttir, Michael Jón Clarke,
Stefán Arason og Þóra Marteins-
dóttir.
Á morgun verða nýju orgelverkin
frumflutt – ekki aðeins á tónleikum
Láru Bryndísar í Hallgrímskirkju
klukkan 17 heldur taka fjölmargir
organistar þátt í „vængjaþytnum“
og leika nýju orgelverkin við messur
í kirkjum sínum á þessum degi, m.a.
í Hallgrímskirkju, Dómkirkjunni,
Háteigskirkju, Víðistaðakirkju og
fleiri kirkjum á höfuðborgarsvæð-
inu, Akureyrarkirkju, Hafnar kirkju
og Víkurkirkju. Á tónleikunum les
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti, ritningartexta sem tilheyra
hverjum kafla.
Fengu innblástur úr Biblíunni
Lára Bryndís Eggertsdóttir frumfl ytur sjö ný íslensk orgelverk á morgun.
ORGEL-
LEIKARINN
Lára Bryndís
er hugmyn-
dasmiðurinn
á bak við tón-
listarverkefn ið
Ég heyrði
þytinn frá
vængjum
þeirra.
„Við verðum með mjög fjölbreytta dagskrá að
vanda. Allt frá gömlum íslenskum þjóðlögum
upp í Bohemian Rhapsody og allt þar á milli,“
segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður
Hinsegin kórsins, spurður um efnisskrá tón-
leikanna sem kórinn heldur í Háteigskirkju
klukkan 17 í dag. „Svo fengum við ungan og
efnilegan tónsmið, Halldór Smárason, til að
útsetja Gleðibankann eftir Magnús Eiríksson
sérstaklega fyrir kórinn og frumflytjum þá
útsetningu í dag.“
Prógrammið í dag er hið sama og kórinn mun
flytja á alþjóðlegu móti hinsegin kóra í Dublin
um miðjan júní. „Hinsegin kórar eru mjög þekkt
fyrirbæri, allavega á Norðurlöndunum og meg-
inlandinu, og eiga sér langa hefð,“ segir Gunn-
laugur. „Breski kórinn Pink Singers sem heim-
sótti okkur á Hinsegin dögum í fyrra var þá að
halda upp á þrjátíu ára afmæli sitt og margir
kórarnir sem verða í Dublin eru enn eldri en
það. Við erum ekki að finna upp neitt nýtt.“
Starfandi meðlimir í Hinsegin kórnum eru
um 45 talsins, en Gunnlaugur segir fjöldann
rokka frá tónleikum til tónleika. Hann segir
mótið í Dublin vera það sem allt snýst um núna,
en öruggt sé að kórinn muni láta til sín taka
á komandi hausti. „Eftir að við komum heim
þaðan tökum við okkur smá sumarfrí en svo
komum við aftur saman og stefnum á að ganga
saman í Gleðigöngunni í ágúst, þótt ekki sé
ákveðið hvort við höldum tónleika á Hinseg-
in dögum í ár. En í kjölfar þeirra förum við
allavega aftur á fullt.“
Tónleikarnir í dag hefjast, eins og áður
sagði, klukkan 17. Stjórnandi Hinsegin
kórsins er Helga Margrét Marzellíusardótt-
ir söngkona en meðleik á píanó annast Jón
Birgir Eiríksson.
fridrikab@frettabladid.is
Hitað upp fyrir Dublin
Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í dag. Þar mun hann fl ytja glænýja útsetningu Halldórs Smárasonar
á Gleðibankanum. Í framhaldinu heldur kórinn síðan á alþjóðlegt mót hinsegin kóra í Dublin.
HINSEGIN
KÓRINN
Starfandi kór-
félagar eru um
45, en fjöldinn
rokkar milli
tónleika.
MYND/RAGNHEIÐUR
ARNGRÍMSDÓTTIR
MENNING