Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 114

Fréttablaðið - 31.05.2014, Page 114
31. maí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 70 lítt hrifnir af Vitalii. Vulture hefur líst honum sem Borat án gáfna og gríns en Uproxx hefur gengið svo langt og kallað hann viðrini. Þá hefur The Wire kallað hann mennskt rusl. Breska ritið Daily Mail lítur á hann sem plágu á rauða dreglinum. Eftir athæfi hans á frumsýn- ingu Maleficent var Vitalii hand- tekinn og settur í gæsluvarðhald. Þá fékk Brad Pitt einnig lögbann á Vitalii en lögfræðingur hans, Anth- ony Willough by segir í samtali við AP-fréttastofuna að Vitalii sé ekki hættulegur. „Hann er ekki ofbeldis- fullur. Hann er afslappaður, ungur maður.“ Blaðafulltrúinn Christa Sherck vann með Vitalii síðustu tvö ár en hefur nú slitið öllum tengslum við hann. „Þetta er meira en stríðni. Þetta hefur ekki lengur skemmtanagildi,“ segir hún í viðtali við AP-fréttastof- una. Það er því spurning hvort Vital- ii þurfi nú að afplána fangelsisdóm, bæði fyrir líkamsárás á Brad Pitt og fyrir að svíkja fyrrnefnt loforð eftir Grammy-verðlaunahátíðina. liljakatrin@frettabladid.is Úkraínski blaðamaðurinn Vitalii Sediuk er 25 ára og komst fyrst í kastljósið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2011 þegar hann rétti söngkonunni Madonnu hort- ensíuvönd þó að hann vissi fullvel að henni mislíkaði sú blómategund. Vakti það litla lukku hjá söngkon- unni heimsfrægu. Síðan þá hefur hann gert í því að angra fræga fólkið á galaviðburðum, nú síðast í Los Angeles þann 28. maí þegar hann kýldi stórleikarann Brad Pitt á frumsýningu kvikmyndarinnar Maleficent. Vitalii vann fyrir úkra- ínsku sjónvarpsstöðina 1+1 en var rekinn þaðan fyrir nokkrum vikum. Vitalii var dæmur í sex mánaða fangelsi þegar hann kom sér upp á svið á Grammy-verðlaunahátíðinni í fyrra þegar söngkonan Adele tók við verðlaunum sínum sem besti sóló- listamaðurinn. Náði Vitalii að tjá ást sína á söngkonunni í hljóðnemann í beinni útsendingu öllum að óvörum. Hann náði að forðast fangelsisvist með því að segjast ætla að haga sér vel í þrjú ár og stíga aldrei fæti inn í L.A. Live, hús sem hýsir Staples Center og Nokia Theatre – loforð sem hann hefur ekki staðið við. „Það eru aðeins tveir stórir við- burðir í L.A. Live á ári: Emmy- og Grammy-verðlaunahátíðirnar. Ég held að ég lifi af að sækja ekki þessa viðburði. Það er svo mikið að gerast í Los Angeles,“ sagði Vitalii í viðtali við Hollywood Reporter rétt eftir að hann slapp við fangelsisvistina. „Tilgangur minn er að skemmta fólki og sýna aðra hlið á fræga fólk- inu. Ég er ekki geðveikur. Ég hugsa bara öðruvísi,“ bætti hann við. Stuttu eftir Grammy-hátíðina reyndi hann að komast inn á Óskars- verðlaunahátíð í svanskjól í anda Bjarkar okkar Guðmundsdóttur en var handtekinn af lögregluþjónum áður en hann komst á rauða dregil- inn. Fjölmiðlar víða um heiminn eru KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is ? Spurning: Ég vona að þú getir skýrt út fyrir mér ákveðið mál sem hefur truflað mig í smá tíma. Ég er kona í sambandi með manni og ég elska hann og líður mjög vel í sambandinu en ég hugsa oft kynferðislega um aðrar konur. Það sem mig vantar að vita er það hvort ég sé raunverulega lesbía? Eða er ég kannski tvíkynhneigð? Og ef svo er, hvað þýðir það þá, þarf ég að koma út úr skápnum og er þetta eitthvað sem ég þarf að segja makanum mínum? Ég vona að þú getir svarað mér. ●●● SVAR Sæl, mín kæra. Það er algjörlega eðlilegt, og meira að segja algengt, að hugsa um annan en maka sinn kynferðislega, óháð kynhneigð og kynferði viðkom- andi. Það getur verið flókið að útskýra kynhneigð en hún saman- stendur af meiru en einungis kyn- ferðislegri aðlöðun. Þú getur því laðast rómantískt að karlmanni og vilt vera með karlmanni í sam- bandi en laðast að auki kynferðis- lega að konum og körlum. Ég get ekki svarað fyrir þig hvort þú sért tvíkynhneigð eða lesbía en skilgreining á lesbíu er yfirleitt kona sem laðast kynferðislega, tilfinningalega og rómantískt að konum. Þegar rætt er um kyn- hneigð getur verið gott að skoða þetta því út frá kynferðislegri aðlöðun, rómantískum áhuga, til- finningalegum tengslum og hvað þú álítur þig vera. Þú getur verið gagnkynhneigð kona sem hugsar kynferðislega til kvenna og karla en einnig tvíkynhneigð eða pan- kynhneigð, ef þú upplifir þig á þann hátt. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af merkimiðum heldur að þú fylgir eigin sannfæringu og lifir eftir henni. Ef þessi kyn- ferðislegi áhugi er bundinn við fantasíur og reynir ekki á sam- bandið þitt þá er það undir þér komið hvort þú viljir deila því með makanum eða ekki. Ef þú og maki þinn eruð einungis í sam- bandi með hvort öðru og þú laðast kynferðislega að annarri mann- eskju, hvort sem það er karl eða kona, og ætlar að gera eitthvað í því, þá finnst mér sennilegt að þú þurfir að endurskoða hug þinn til makans. Það er því miður ekki til neitt rétt eða rangt svar í þessu málum. Hugsar kynferðislega um aðrar konur Kíkt í snyrtibuddu leikkonunnar Zoe Saldana DR. TEAL‘S- BAÐSALT CETAPHIL- HÚÐHREINSIR L‘OREAL PARIS-MASKARI LAURA MERCIER- VARALITUR L‘OREAL PARIS-FARÐI TÍST VIKUNNAR Haukur Viðar @hvalfredsson 30. maí Fokking vesturdeild. Það munar um þennan hálftíma. Af hverju getur San Antonio ekki bara verið í Wales eða e-ð? #Zzzz #nba365 #Zzzz margrét erla maack @mokkilitli 29. maí Elsku mamma ég skal að hætta að djamma svona mikið, komst ekki um daginn vegna anna inn á Prikið. #islrapp Úkraínskur stjörnufíkill Vitalii Sediuk komst í fréttirnar í vikunni eft ir að hann kýldi leikarann Brad Pitt á frumsýningu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Vitalii angrar stjörnurnar í Hollywood. LEIDDUR Í BURT Í JÁRNUM Lögreglu- þjónar fjarlægja Vitalii af frumsýningu Maleficent. GEKK EKKI Vitalii reyndi að komast inn á MET-ballið í New York í maí á þessu ári í Borat-búningi. ÓÐ Í KLOFIÐ Úkraínski sprelligos- inn gróf andlit sitt í kjöltu leikarans Leonardos DiCaprio á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í febrúar síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY LÍFIÐ L‘OREAL PARIS- HÁRSPREY Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is OPIÐ Í DAG FRÁ 11-16 SMART CONSOLE LEIKJATÖLVA 16.900 Öflug spjald- og leikjatölva, 5” kristaltær HD snertiskjár ÓGRYNNILEIKJANÆR ÓTAKMARKAÐ ÚRVAL AF LEIKJUM OG FORRITUM FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU GRÆJU NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.