Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 4
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VELFERÐARMÁL Hópur fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerð- ingu á Íslandi er fámennur og segir ráðgjafi félags þeirra að kerfið bregðist þeim með úrræðaleysi og skorti á þekkingu um fötlunina. „Þjónustan hjá ríkisstofnunum er ekki samhæfð. Fólki er kastað á milli stofnana sem þjónusta annað- hvort sjónskerta eða heyrnarskerta og það vantar sértæka þjónustu fyrir þennan hóp,“ segir Guðný Katrín Einarsdóttir, ráðgjafi hjá Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnar- skerðingu. „ Ósamræmið sést til dæmis í gjaldtöku. Sjón- hjálpartæki fær fólk án endur gjalds en heyrnar hjálpar- tæki þarf að greiða fyrir og lenda margir í vandræðum með að endurnýja tækin.“ Guðný segir að það vanti almennt þekkingu á fötlun þessa hóps hjá sveitarfélögunum sem eiga að veita grunnþjónustuna. Áður fyrr fóru starfsmenn til Danmerkur að sækja þekkingu og tengslanet um mála- flokkinn en það hefur verið lagt niður og hverju landi gert að þróa grunnnám fyrir sig. Það hefur ekki verið gert á Íslandi. „Það hefur orðið lítil endur nýjun á þekkingu í málaflokknum sem verður til þess að standardinn á þjónustunni er í algjöru lágmarki og í engu samræmi við það sem þekk- ist erlendis.“ Guðný segir vandann eiga fyrst og fremst við um fólk á besta aldri sem annaðhvort vegna aldurs eða sjúkdóma missi heyrn og sjón, en það uppgötvist allt of seint vegna þekkingarleysis. Á Íslandi eru rúm- lega 200 manns 67 ára og eldri með aldurstengda sjón- og heyrnarskerð- ingu og fer hópurinn stækkandi vegna hærri meðalaldurs á Íslandi. „Fólk er í vandræðum lengi og býr við slæm skilyrði áður en kerfið bregst loksins við. Það upplifir að velferðarkerfið sem það býr við sé hriplekt og ekki það öryggisnet til staðar sem væntingar stóðu til.“ Samþætt sjón- og heyrnarskerð- ing getur verið breytileg hvað varðar eðli og alvarleika en þegar þessar tvær skerðingar koma saman magna þær hvor aðra upp. Bjargarleiðir sem sjónskertir eða heyrnarskertir geta notað eru ekki lengur til staðar og því veldur fötl- unin miklum hindrunum í daglegu lífi. erla@frettabladid.is Fólki kastað milli stofnana Ráðgjafi sjón- og heyrnarskertra segir ríki og sveitarfélög bregðast þessum fámenna hópi því það vanti sam- hæfingu og sérþekkingu. Maður sem hefur lifað við fötlunina í fimmtán ár segir bjargarleysið vera það versta. Friðgeir Jóhannesson lenti í vinnuslysi fyrir fimmtán árum og missti sjónina auk 70 prósenta heyrnar. Hann er mikill félags- málamaður, er í Kiwanis-klúbbi, fulltrúi í Öryrkjabandalaginu og viðloðandi Lionsklúbb blindra. Hann lætur fötlunina ekki stoppa sig en segir að baráttan gegn einangruninni geti verið ansi erfið. „Það er erfitt fyrir mig að gera það sem mig langar til. Ég þarf aðstoð við að komast á milli staða og þyngstu sporin í þessu öllu er að þurfa endalaust að trufla fjölskyldu og vini. Það væri gott að hafa einhvern annan en konuna mína eða dóttur til að komast á fundi og sýsla við daglegt líf.“ Friðgeir myndi þiggja liðveislu frá borginni ef hún væri einstaklingsmið- aðri og persónulegri. „Það eru ör starfsmannaskipti og þeir sem sinna starfinu eru oft ungir og óreyndir eða áhugalausir um starfið. Margir sem ég þekki hafa slæma reynslu af þjónustunni því aðstoðarmanneskjan hentar alls ekki viðkomandi. Það myndi breyta lífi mínu að fá NPA, notendastýrða persónulega aðstoð, þar sem ég gæti skipulagt tíma minn með manneskju sem á vel við mig og verið sjálfstæður.“ Friðgeir segir litla þekkingu vera um daufblindu í samfélaginu og hversu hamlandi hún er. Hann segist enga þjónustu hafa fengið frá sveitarfélaginu og ósköp takmarkaða frá ríkinu. Hann segist ekki hafa verið tilbúinn til að tapa sjálfstæði sínu með því að fara í kerfisþjónustu sem ekki hentar honum. Erfiðast að vera háður hjálpsemi ELDRI BORGARAR Það uppgötvast oft seint að eldra fólk er með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu með þeirri lífsgæða- skerðingu sem því fylgir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK GUÐNÝ KATRÍN EINARSDÓTTIR LEIÐRÉTT Í Fréttablaðinu í gær birtist mynd af móður syrgja dóttur sína. Móðirin er palestínsk en ekki ísraelsk eins og stóð í blaðinu en eldflaug sem palestínskir skæruliðar skutu varð dóttur hennar að bana. FJARSKIPTI Sjómenn á Íslandsmiðum, íbúar strjálbýlli svæða sem ekki geta nýtt sér hefð- bundið dreifikerfi og Íslendingar á Norður- löndum munu áfram geta notið útsendinga Ríkisút- varpsins. Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra á Facebook-síðu sinni í gær. Fréttablaðið greindi frá því að útsendingarnar myndu falla niður nú um mán- aðamótin þar sem ekki var búið að tryggja fjár- magn til að endurnýja samning við Telenor um útsendingarnar. Árlegur kostnaður mun vera um 60 milljónir króna, en það hefur reynst vera árlegt hark innan stjórnsýsl- unnar að tryggja fjármagn til verkefnisins. Atvinnuveganefnd alþingis tók málið sérstaklega fyrir í gær, en Bjarni tilkynnti seinni part dags að málið væri úr sögunni. Bjarni sagði í viðtali við frétta- stofu RÚV í gær að mikilvægt væri að tryggja að þessar útsend- ingar féllu ekki niður í sumar, enda liti ríkisstjórnin á gervi- hnattaútsendingarnar sem þátt í grunnþjónustu Ríkisútvarpsins. Í viðtalinu sagði Bjarni að nauðsynlegt væri að finna varan- lega lausn á fjármögnun þessa verkefnis. - shá Ríkisstjórnin telur útsendingu um gervihnött til grunnþjónustu RÚV: Útsendingarnar verða tryggðar BJARNI BENEDIKTSSON90 til 106 milljónir króna er meðalkostnaður við veiðar á ref á ári frá 2000, nema á árunum 2011 og 2012 þegar kostnaðurinn var um 60–70 milljónir. SJÁVARÚTVEGUR Félagsfundur Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) samþykkti í gær til- lögu um að vinna að sameiningu við Samtök fiskvinnslustöðva (SF). Stjórn SF kom jafnframt saman til fundar og samþykkti sambærilega tillögu. Á næstu mánuðum verður unnið að frekari útfærslu samein ingar með það að markmiði að hægt verði að taka ákvörðun um sam- einingu á aðalfundum samtakanna hvorra tveggja í haust, að því er segir í tilkynningu frá LÍÚ. Með þessu er ætlunin að koma til móts við breyttar áherslur í þessari atvinnugrein og auka slag- kraft samtaka fyrirtækja í grein- inni. - shá Sameining LÍÚ og SF: Ákvörðun bíður aðalfunda TRÚMÁL Sr. Sveinn Valgeirsson hefur verið skipaður dómkirkju- prestur í Reykja- vík af Agnesi Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Skipunartíminn er til fimm ára. Sveinn segist hlakka til að starfa með góðu fólki. Í starfi vill Sveinn leggja áherslu á að efla sóknarvitund íbúa í nágrenni Dómkirkjunnar. Sveinn mun starfa samhliða sr. Hjálmari Jónssyni sóknarpresti sem stýrir safnaðarstarfinu. - ih Mun starfa með Hjálmari: Nýr dómkirkju- prestur skipaður SR. SVEINN VALGEIRSSON EFNAHAGSMÁL Vörukarfa ASÍ lækkaði í verði í þremur íslensk- um verslunum á milli verðkann- ana í apríl og júní. Verslanirnar eru Bónus, Hagkaup og 10-11. Aftur á móti hækkaði karfan í verði í sjö verslunum og mældist mesta hækkunin í Samkaupum- Strax, um 1,4 prósent. Í tilkynningu frá ASÍ segir að miklar verðsveiflur hafi mælst í öllum vöruflokkum í öllum versl- ununum á þessu tæplega þriggja mánaða tímabili. - bá Verðlag mælt í apríl og júní: Miklar sveiflur í könnun ASÍ AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | GULI MIÐINN FÆST Í NETTÓ Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá MILT Í VEÐRI en frekar lítið um sól þessa dagana. Súld um vestanvert landið í dag og á morgun, birtir síðan til S-lands um helgina en þar verður einnig hlýjast. Stöku skúrir eða rigning NA- og A-lands um helgina. 10° 5 m/s 11° 5 m/s 13° 4 m/s 10° 5 m/s Hæg breytileg eða SV- læg átt. Hæg V-læg átt, hvassast á Vest- fj örðum. Gildistími korta er um hádegi 28° 36° 17° 23° 22° 18° 24° 18° 18° 24° 20° 32° 27° 23° 26° 23° 19° 26° 12° 2 m/s 10° 3 m/s 15° 1 m/s 13° 3 m/s 14° 2 m/s 13° 4 m/s 9° 6 m/s 12° 11° 10° 9° 18° 16° 16° 14° 16° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN eldri borgari býr við sam þætta sjón- og heyrnar- skerðingu á Íslandi. 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.