Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 62
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 „Plötuna tókum við upp á Egils- stöðum fyrir áramót en við áttum sönginn eftir. Svo fer ég óvænt út í janúar, ekkert búinn að syngja, en sem betur fer lifum við á 21. öldinni svo ég komst í sam- band við stúdíó hér úti og kláraði mitt,“ segir knattspyrnumaður- inn og söngvarinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson en hljómsveit hans, Mercy Buckets, heldur útgáfutón- leika á Gauknum hinn 4. júlí. Ásgeir gerði samning við sænska B-deildarliðið GAIS í janúar en hann var áður á mála hjá Fylki í Árbænum. „Það kom vissulega smá babb í bátinn við þessa flutninga en við vorum búnir að vera duglegir. Þegar ég kláraði sönginn fór þetta allt að rúlla hjá okkur,“ segir Ásgeir, sem kemur hingað til lands á sunnu- daginn en þá hefst stutt leikjahlé í sænsku deildinni. Þar af leiðandi hafi það verið kjörið að smella í eina útgáfutónleika í sumarfríinu. Ásgeir segir sveitina spila svo- kallað partírokk. „Við höfum allir verið viðloðandi þungarokkið en höfum mikinn áhuga á hefðbundnu rokki og róli líka. Þetta er því rokk og ról með þungarokksáhrifum, sem við köllum partírokk.“ Tímabilinu í sænsku deildinni lýkur í nóvember og fær Ásgeir þá gott sex vikna frí á Íslandi. Verður þá farið í tónleikaferðalag? „Það er mjög góð spurning. Af hverju ekki?“ segir hinn eldhressi Ásgeir Börkur að lokum. - ka FÖSTUDAGSLAGIÐ Við höfum allir verið við- loðandi þunga- rokkið en höfum mikinn áhuga á hefðbundnu rokki og róli líka. „Hugmyndin kviknaði hjá okkur um seinustu jól,“ segir Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, um nýjasta uppátæki sitt og Bergs Ebba Benediktssonar, en þeir félagar vinna nú að hand- riti að fyrstu íslensku jólamynd- inni. „Markmiðið er að fanga þessa séríslensku jólastemningu,“ segir Bergur Ebbi. „Gulu og rauðu per- urnar á svölum í Fellunum, panikk- ið í slyddunni á bílastæðinu fyrir utan Kringluna á Þorláksmessu, myrkrið, maníuna, útvarp Reykja- vík og allt það.“ Félagarnir fengu nýlega styrk frá Kvikmyndasjóði til þess að skrifa handritið. „Við ætlum að klára fyrsta uppkast sem fyrst, koma því upp og fara síðan að leita uppi peninga,“ segir Halldór. Verk- efnið hlaut vinnuheitið Þú komst með jólin til mín og munu íslensk jólalög vera rauður þráður í mynd- inni. „Þetta er eins konar blanda af Love Actually og Das Leben der Anderen,“ segir Halldór og bætir Bergur því við að hand ritið geti verið vandasamt verkefni. „Í sögu sem þessari þarf að feta veg milli hláturs og gráts og leyfa hvort tveggja en fyrst og fremst að reyna að hafa þetta mannlegt.“ -bþ Mið-Ísland vill íslenska jólamynd Uppistandararnir Bergur Ebbi Benediktsson og Halldór Halldórsson vinna að handriti að fyrstu íslensku jólamyndinni sem fangar séríslenska jólastemningu. SVEITTIR VIÐ SKRIFIN Félagarnir Dóri DNA og Bergur Ebbi leggja mikla vinnu í handritið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín „Ætli ég verði ekki bara að segja lagið Burn með Deep Purple.“ Andrea Gylfadóttir, tónlistarkona. Útgáfutónleikar í fótboltafríinu Knattspyrnukappinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson og hljómsveit hans, Mercy Buckets, halda útgáfutónleika fyrstu plötu sinnar á Gauknum í næstu viku. „Hugmyndin að peysunni kom upp í tengslum við textana okkar í hljómsveitinni Hljómsveitt, þá sérstaklega í laginu Kynþokka- full en lagið fjallar um líkams- hár og að allt sé fallegt, sama hvort þú rakar þau af eða ekki,“ segir tónlistarkonan Katrín Helga Andrés dóttir, en lopapeysa sem hún klæddist á tónleikum Reykja- víkur dætra á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um síðustu helgi hefur vakið mikla athygli. „Það var vinkona mín, fata- hönnuðurinn Ýr Jónsdóttir, sem prjónaði sitthvora peysuna á mig og systur mína. Þær eru í raun og veru eins nema önnur snýr öfugt.“ Katrín segir líkamshár ekki vera neitt til að skammast sín fyrir. „Það er mikil pressa á fólki að raka hár í dag. Með þessu viljum við þó heldur ekki pressa á fólk að raka sig ekki, allt er fallegt.“ Katrín er meðlimur stúlkna- rappsveitarinnar Reykjavíkur- dætra ásamt því að spila með sinni eigin hljómsveit, Hljóm- sveitt. Reykjavíkurdætur skarta oft fjölbreyttum klæðnaði á sviði og því vert að spyrja hvort mark- miðið sé að vekja athygli með klæðaburðinum. „Alls ekki. Það fer bara rosalega mikið eftir gigg- um hvernig við klæðum okkur, stundum mæti ég í gallabuxum og hlýrabol. Þegar maður er á sviði má maður hins vegar vera eins áberandi og maður vill, þá eru engar hömlur. Ég veit hins vegar ekki hverju ég ætla að klæðast næst, ætli ég verði ekki að fara að taka við öllum tilboðum. Þeir fata- hönnuðir sem eru að gera eitthvað spennandi mega endilega hafa samband,“ segir Katrín og hlær. Reykjavíkurdætur spila á Gauknum í kvöld ásamt Grísa- lappa lísu og hefjast tónleikarnir kl. 21. „Hljómsveitt ætlar einnig að frumflytja nýjasta smellinn, Næs í rassinn, en textinn kemur úr einlægri tjáningarþörf,“ segir Katrín að lokum. kristjana@frettabladid.is Líkamshár eru falleg Tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir vakti mikla athygli fyrir lopapeysu sem hún klæddist á tónlistarhátíðinni Secret Solstice um síðustu helgi. Katrín segir allt fallegt, hvort sem fólk kýs að raka líkamshárin sín af eða ekki. FRUMLEG OG FLOTT Katrín var hæstánægð með peysuna sem vinkona hennar, fatahönnuðurinn Ýr Jónsdóttir, prjónaði handa henni. MYND/ANTONÍA LÁRUSDÓTTIR Það er mikil pressa á fólki að raka hár í dag. Með þessu viljum við þó heldur ekki pressa á fólk að raka sig ekki, allt er fallegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta er eins konar blanda af Love Actually og Das Leben der Anderen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.