Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 50
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 „Björk er einstaklega frumlegur listamaður og hefur haft gríðar leg áhrif á sína kynslóð með framlagi sínu til samtímatónlistar, myndbanda, kvikmynda, tísku og listsköpunar almennt. Þessi tilraunakennda sýning gefur gestum tækifæri til að upplifa list hennar frá fyrstu hendi,“ segir Klaus Biensenbach, safnstjóri MoMA og deildarstjóra MoMA PS1, um sýningu tileinkaða Björk Guðmundsdóttur sem verður sett upp í MoMA, The Museum of Modern Art, í New York næstkomandi vor. Sýningin er tileinkuð fjölþættri list Bjarkar Guðmundsdóttur og spannar meira en 20 ár af djörfum og ævintýralegum verkefnum Bjark- ar, sem tengjast sjö hljóðversplötum hennar, frá Debut (1993) til Biop- hilia (2011). Varpað verður ljósi á feril hennar í gegnum tónlist, kvikmyndir, mynd- efni, hljóðfæri, hluti, búninga og flutning. Innsetningin mun innihalda frásögn, bæði ævisögulega og skáldaða, sem samin er af Björk og Sjón. Samvinna Bjarkar við leikstjóra, ljósmyndara, fatahönnuði og listamenn verður hluti af sýningunni. Sérstök mynd verður gerð fyrir sýninguna þar sem leikstjórinn Andrew Huang og Autodesk, leiðandi afl í þrívídd- arhönnun, munu hugsa og hanna í samvinnu við Björk. Sýningin, sem ber yfirfyrirsögnina Björk, mun standa yfir í MoMA frá 7. mars til 7. júní 2015 og er MoMA eini sýningar staðurinn. Safnið hefur verið framarlega í heiminum í að safna og varðveita módernisma og nýlist og hefur oft verið talið áhrifamesta móderníska safn í heim- inum. Í eigu safnsins eru tímalaus módernísk verk á borð við The Starry Night eftir Vincent van Gogh og í eigu safnsins er eitthvert stærsta safn vestrænna módernískra verka í heiminum. Safnið var einnig það fyrsta í heiminum til að sýna arkitektúr og hönnun. alfrun@frettabladid.is Einstaklega frumlegur listamaður MoMA, The Museum of Modern Art, í New York setur upp sýningu tileinkaða listsköpun Bjarkar Guðmundsdóttur þar sem varpað verður ljósi á 20 ára fj ölbreyttan og frumlegan feril tónlistarkon- unnar. Sýningin verður opnuð þann 7. mars 2015. PLATAN SEM SLÓ Í GEGN Debut kom út árið 1993 þar sem lögin Human Behaviour, Venus as a Boy og Big Sensuality voru vinsæl. RÖDDIN Í AÐAL- HLUTVERKI Platan Medúlla kom út árið 2004 og var nánast alveg án hljóðfæra. MoMA kynnir Biophilia-öppin, blandaðan hugbúnað og tónlistarplötu með gagnvirkri grafík, teiknimyndum og nótum af tónlistinni. Verkefnið var búið til af Björk ásamt M/M Paris, Sjón, Scott Snibbe, Kodama Studios, Touch Press, Relative Wave, Nikki Dibben, Stephen Malinowski og John F. Simon Jr. Öpp Bjarkar eru hin fyrstu sem komast í eigu safnsins og fara í raðir stafrænnar hönnunar eins og tölvuleikja, myndefnis, myndtákna og sérsniðinna gagnvirkra verka. Öppin eru gjöf frá Björk og útgefanda hennar, One Little GEFUR MOMA BIOPHILIA-ÖPPIN BIOPHILIA Björk sést hér á Biophilia-tónleikum en hún flakkaði heimshorna á milli og var góður rómur gerður að þeirri för. www.borgunarbikarinn.is Valbjarnarvelli Föstudaginn 27. júní kl. 17:15 Stjarnan Fylkisvelli Föstudaginn 27. júní kl. 18:00 Fylkir KR 8-liða úrslit kvenna Vodafonevelli Laugardaginn 28. júní kl. 14:00 Valur Breiðablik JÁVERK-velli Laugardaginn 28. júní kl. 14:30 Selfoss ÍBV MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.