Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 31
Kynningarblað Hestar, mannlíf, verslun,
skemmtiatriði, keppni og kynbótasýningar.
LANDSMÓT
FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2014
HESTAMANNA
Sannkallað fjölskyldufjör á Hellu
Rúmlega 800 hestar og yfir tíu þúsund gestir eru væntanlegir á Landsmót hestamanna sem haldið verður á á Hellu dagana 29. júní
til 6. júlí. Þar skemmta sér saman ungir sem aldnir enda sönn fjölskylduhátíð fyrir hestafólk og aðra góða gesti.
Íslenski hesturinn er hluti af ís-lenskri menningu og sam ofinn þjóðinni. Landsmót hesta-
manna er kjörið tækifæri til að
fagna íslenska hestinum og halda
merki hans á lofti,“ segir Axel
Ómars son, framk væmdastjóri
Landsmóts hestamanna, en mótið
er nú haldið í 21. sinn.
Fjölskylduskemmtun
Axel leggur áherslu á að mótið sé
síður en svo aðeins ætlað hesta-
fólki. „Þetta er fjölskylduvið burður
á Suðurlandi og til dæmis tilvalið
fyrir fólk í sumarbústöðum í ná-
grenninu að renna á Hellu enda
leggjum við mikið í hliðardag-
skrána,“ segir Axel og bendir þar á
heilmikla skemmtidagskrá sem er í
gangi, sérstaklega um helgina. „Þá
er margt í boði fyrir krakka, hús-
dýragarður, hestvagn, bingó og
barnagarður.“
Þá verður fjöldi veitingabása
á svæðinu, ýmsar verslanir að
ógleymdum fallegum hestum.
Aldrei fleiri hestar
Yfir átta hundruð hestar taka þátt
í mótinu; 280 kynbótahross, 460
gæðingar, 30 sem keppa í tölti og
kringum 50 í skeiði.
„Vegna mikils fjölda þurftum
við að lengja mótið um einn dag og
hefst Landsmótið því á sunnudag-
inn,“ útskýrir Axel og bendir á að
mótið í ár sé líklega það sterkasta
frá upphafi. „Allir sem voru efstir
á styrkleikalistum ætla að koma.“
Frábær aðstaða
Axel segir Gaddstaðaflatir henta
afar vel til mótahalds. „Svo má
segja að við komum með mótið
með okkur. Við höfum sett upp tvö
1.200 fermetra tjöld. Annað verður
markaðstjald og hitt veitingatjald
með sviði. Þá verðum við með hátt
í tíu gámahús og klósetthús.“
Erlendir og innlendir
sjálfboðaliðar
Undirbúning ur lands mótsins
hefur staðið yfir í nærri tvö ár.
Fjöldi fólks í hesta manna félögum
um allt land hefur komið að undir-
búningnum en á mótinu sjálfu þarf
að sinna á annað hundrað störfum.
Í því hlutverki verða bæði starfs-
menn landsmóts en einnig sjálf-
boðaliðar. „Til dæmis eigum við
von á um fimmtíu erlendum sjálf-
boðaliðum frá ýmsum löndum,“
upplýsir Axel.
Tíu til fimmtán þúsund gestir
Víst er að nóg verður að gera enda
búist við miklum fjölda gesta.
„Ekki er gott að áætla fjöldann
enda hefur veðrið mikið að segja.
Þó má ætla að gestir verði á bilinu
tíu til fimmtán þúsund.“
Útlendingar eru ávallt áberandi
á landsmóti en Axel telur líklegt
að þeir verði milli eitt og tvö þús-
und að venju. „Þó er ferðamönnum
á Íslandi alltaf að fjölga og líklega
má gera ráð fyrir að á Suðurlandi
verði um 50 þúsund útlendingar á
þessum tíma. Við getum því aldrei
vitað hve margir þeirra slæðast inn
um hliðið,“ segir hann glettinn.
Nokkur áhersla var lögð á það fyrir
mótið að markaðssetja það fyrir út-
lendinga. „Við vorum með auglýs-
ingaherferð á netinu þar sem við
reyndum að ná til þeirra sem voru að
bóka flug til Íslands. Margir skoðuðu
auglýsingarnar en svo veit maður
ekki hvort fólkið skilar sér á mótið.“
Landsmót á skjánum
Í ár verður mun meira framboð fyrir
þá sem vilja fylgjast með lands-
mótinu á skjá. „Við munum streyma
í sjónvarp Símans og því verður
hægt að fylgjast með báðum völlum
allt mótið. Þá verða valdir kaflar í
beinni útsendingu á RÚV auk þess
sem við streymum líka mótinu fyrir
útlendinga,“ segir Axel en á mótinu
sjálfu verður tæknin nýtt til hins
ýtrasta með LED-skilti og risaskjá.
Axel Ómarsson, framkvæmdastjóri Lands-
móts hestamanna, segir mótið henta fólki
á öllum aldri, jafnt hestafólki sem öðrum.
Íslenski
hesturinn er
hluti af íslenskri
menningu og samofinn
þjóðinni. Landsmót
hestamanna er kjörið
tækifæri til að fagna
íslenska hestinum og
halda merki hans á lofti.
MYNDIR/LANDSMÓT HESTAMANNA