Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 8
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ORKUMÁL Jarðhita- og vatnsafls- verkefni sem fimm íslensk fyrir- tæki koma að í Rúmeníu fengu í vik- unni styrk að jafnvirði samtals 1,6 milljarða króna úr Uppbyggingar- sjóði EES. Heildarumfang verkefnanna þriggja er um fjórir milljarðar króna. Verkefnin á sviði jarðhita eiga eftir að auka nýtingu hans í Rúmeníu um allt að 30 prósent. Fyrirtækin sem um ræðir eru Mannvit, Íslenskar orkurann- sóknir (Ísor), Iceland Geothermal Engineering, Landsvirkjun Power og Verkís. Mannvit og Ísor koma að stærsta verkefninu sem tengist nýt- ingu jarðvarma í rúmensku borg- inni Timisoara. Icelandic Geothermal Engineer- ing verður þátttakandi í jarðhita- verkefni í Oradea þar sem nýta á heitt vatn til upphitunar í borginni. Landsvirkjun Power og Verkís koma að lokum að uppbyggingu tveggja lítilla vatnsaflsvirkjana á svæðinu Somes-Tisa í Norður-Rúmeníu. „Þetta er gríðarlega jákvætt fyrir okkur og skiptir máli vegna allra þeirra verkefna sem við vinnum nú við og tengjast jarðhitamálum í Mið-Evrópu. Við munum fara strax í undirbúning og gerum ráð fyrir að hefja framkvæmdir á síðasta fjórð- ungi þessa árs,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits. Í mars 2014 opnaði Uppbyggingar- sjóður EES, áður Þróunarsjóður EFTA, fyrir umsóknir um styrki úr orkuáætluninni Rondine. Áætlunin fjármagnar verkefni sem stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku í Rúmeníu. Rondine bárust umsóknir vegna tíu verkefna og ákveðið var að styrkja fjögur. Orkustofnun hefur undanfarin fjögur ár tekið þátt í mótun og framkvæmd áætlunar- innar. Framlag Íslands til Uppbygg- ingarsjóðs EES nemur um 960 millj- ónum króna á ári. Í Rúmeníu má finna yfir hundrað jarðvarmaveitur sem nýta jarðefna- eldsneyti. Stór hluti þeirra nýtir innflutt gas auk þess sem mikið er af vatnsafli sem ekki hefur verið virkjað í landinu. haraldur@frettabladid.is Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smáralind sími 5288500 Optical Studio í Keflavík sími 4213811 Optical Studio í Leifsstöð sími 4250500 Somes Tisa Oradea Timisoara RÚMENÍA MOLDÓVA ÚKRAÍNA SERBÍA UNGVERJA- LAND SVARTA- HAF ➜ Staðsetning verkefnanna í Rúmeníu Búkarest Verkefni 5 fyrirtækja fá 1,6 milljarða í styrk Fimm íslensk fyrirtæki koma að jarðhita- og vatnsaflsverkefnum í Rúmeníu sem fengu nýverið samtals 1,6 milljarða króna í styrk úr Uppbyggingarsjóði EES. Heildar umfangið um fjórir milljarðar. Eykur nýtingu jarðhita í landinu um allt að 30%. VIÐ REYKJANESVIRKJUN Fulltrúar rúmenska ríkisins, sveitarfélaga og einkafyrir- tækja kynntu sér árangur Íslands á sviði orkumála. MYND/ORKUSTOFNUN HEILBRIGÐISMÁL Pokasjóður af- henti í gær söfnunarsjóði um aðgerðaþjarka 25 milljóna króna framlag. Það reyndist lokahnykk- urinn áralangri söfnun til að kaupa þjarka fyrir Landspítalann. Aðgerðaþjarki er vélmenni sem hentar sérstaklega til nákvæmnis- aðgerða í þröngu rými, til að mynda í kviðarholi og við aðgerðir á blöðruhálskirtli. Ísland er síðast Norðurlandanna til að taka slíkt tæki í notkun. Söfnunarsjóðurinn gerði sam- komulag við Landspítala um að ef tækist að safna 110 milljónum króna, helmingi kaupverðs, myndi spítalinn kaupa tækið. Af þessu tilefni bauð spítalinn til móttöku í gær þar sem framlagið var afhent spítalanum. Í kjölfarið undirritaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfestingu á því að af kaupunum yrði, ásamt þeim Páli Matthíassyni, forstjóra spítalans, og Brynjólfi Bjarnasyni, formanni stjórnar söfnunarsjóðs- ins. - bá Nægu fé hefur nú verið safnað til kaupa á aðgerðaþjarka fyrir Landspítala eftir áralanga fjársöfnun: Ísland síðast Norðurlanda til að kaupa þjarka SÖFNUNINNI LOKIÐ Heilbrigðis- ráðherra virðir fyrir sér fjárframlag Pokasjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚKRAÍNA, AP Þúsundir Úkraínubúa hafa streymt yfir austurlanda mærin til Rússlands og mynduðust langar biðraðir við landamærastöðvarnar í gær. Sumir sögðust aldrei ætla að snúa aftur og sökuðu stjórn landsins um að hafa brugðist sér. Alls hafa tugir þúsunda flúið til Rússlands frá því átökin í austan verðri Úkraínu hófust fyrir tveimur mánuðum. Uppreisnarmenn, sem margir vilja aðskilnað frá Úkraínu eða í það minnsta nánari tengsl við Rússland, hafa átt í hörðum átökum við stjórnarherinn. Vikulöngu vopnahléi, sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða í von um að uppreisnarmenn myndu nota tímann til að leggja niður vopn, lýkur nú um helgina án þess að uppreisnarmenn hafi látið bilbug á sér finna. Petró Porosjenkó Úkraínuforseti skoraði í gær á rússnesk stjórnvöld að styðja friðaráætlun sína með gjörðum en ekki aðeins orðum. - gb Vikulöngu vopnahléi Úkraínustjórnar er brátt að ljúka: Þúsundir Úkraínubúa flýja land ÖRTRÖÐ VIÐ LANDAMÆRIN Úkraínubúar hafa flúið yfir til Rússlands þúsundum saman síðustu dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SÚDAN, AP Meriam Ibrahim var látin laus úr fangelsi í Súdan í gær eftir að hafa setið í fangelsi frá því á þriðjudag sökuð um að hafa verið með falsaða ferða- pappíra. Hún var dæmd til dauða fyrir að hafa tekið kristna trú, en látin laus á mánudaginn eftir mikinn þrýsting frá útlöndum. Daginn eftir hið nýfengna frelsi var hún aftur tekin föst, en vonast nú til þess að fá að fara úr landi. - gb Sökuð um skjalafals: Meriam var látin laus á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.