Fréttablaðið - 27.06.2014, Side 8
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
ORKUMÁL Jarðhita- og vatnsafls-
verkefni sem fimm íslensk fyrir-
tæki koma að í Rúmeníu fengu í vik-
unni styrk að jafnvirði samtals 1,6
milljarða króna úr Uppbyggingar-
sjóði EES.
Heildarumfang verkefnanna
þriggja er um fjórir milljarðar
króna. Verkefnin á sviði jarðhita
eiga eftir að auka nýtingu hans í
Rúmeníu um allt að 30 prósent.
Fyrirtækin sem um ræðir eru
Mannvit, Íslenskar orkurann-
sóknir (Ísor), Iceland Geothermal
Engineering, Landsvirkjun Power
og Verkís. Mannvit og Ísor koma að
stærsta verkefninu sem tengist nýt-
ingu jarðvarma í rúmensku borg-
inni Timisoara.
Icelandic Geothermal Engineer-
ing verður þátttakandi í jarðhita-
verkefni í Oradea þar sem nýta á
heitt vatn til upphitunar í borginni.
Landsvirkjun Power og Verkís koma
að lokum að uppbyggingu tveggja
lítilla vatnsaflsvirkjana á svæðinu
Somes-Tisa í Norður-Rúmeníu.
„Þetta er gríðarlega jákvætt fyrir
okkur og skiptir máli vegna allra
þeirra verkefna sem við vinnum
nú við og tengjast jarðhitamálum í
Mið-Evrópu. Við munum fara strax
í undirbúning og gerum ráð fyrir að
hefja framkvæmdir á síðasta fjórð-
ungi þessa árs,“ segir Eyjólfur Árni
Rafnsson, forstjóri Mannvits.
Í mars 2014 opnaði Uppbyggingar-
sjóður EES, áður Þróunarsjóður
EFTA, fyrir umsóknir um styrki úr
orkuáætluninni Rondine. Áætlunin
fjármagnar verkefni sem stuðla að
aukinni notkun endurnýjanlegrar
orku í Rúmeníu.
Rondine bárust umsóknir vegna
tíu verkefna og ákveðið var að
styrkja fjögur. Orkustofnun hefur
undanfarin fjögur ár tekið þátt í
mótun og framkvæmd áætlunar-
innar. Framlag Íslands til Uppbygg-
ingarsjóðs EES nemur um 960 millj-
ónum króna á ári.
Í Rúmeníu má finna yfir hundrað
jarðvarmaveitur sem nýta jarðefna-
eldsneyti. Stór hluti þeirra nýtir
innflutt gas auk þess sem mikið er
af vatnsafli sem ekki hefur verið
virkjað í landinu. haraldur@frettabladid.is
Sjónmælingar
í Optical Studio
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind
sími 5288500
Optical Studio í Keflavík
sími 4213811
Optical Studio í Leifsstöð
sími 4250500
Somes Tisa
Oradea
Timisoara RÚMENÍA
MOLDÓVA
ÚKRAÍNA
SERBÍA
UNGVERJA-
LAND
SVARTA-
HAF
➜ Staðsetning verkefnanna í Rúmeníu
Búkarest
Verkefni 5 fyrirtækja
fá 1,6 milljarða í styrk
Fimm íslensk fyrirtæki koma að jarðhita- og vatnsaflsverkefnum í Rúmeníu sem
fengu nýverið samtals 1,6 milljarða króna í styrk úr Uppbyggingarsjóði EES.
Heildar umfangið um fjórir milljarðar. Eykur nýtingu jarðhita í landinu um allt að 30%.
VIÐ REYKJANESVIRKJUN Fulltrúar rúmenska ríkisins, sveitarfélaga og einkafyrir-
tækja kynntu sér árangur Íslands á sviði orkumála. MYND/ORKUSTOFNUN
HEILBRIGÐISMÁL Pokasjóður af-
henti í gær söfnunarsjóði um
aðgerðaþjarka 25 milljóna króna
framlag. Það reyndist lokahnykk-
urinn áralangri söfnun til að kaupa
þjarka fyrir Landspítalann.
Aðgerðaþjarki er vélmenni sem
hentar sérstaklega til nákvæmnis-
aðgerða í þröngu rými, til að
mynda í kviðarholi og við aðgerðir
á blöðruhálskirtli. Ísland er síðast
Norðurlandanna til að taka slíkt
tæki í notkun.
Söfnunarsjóðurinn gerði sam-
komulag við Landspítala um að
ef tækist að safna 110 milljónum
króna, helmingi kaupverðs, myndi
spítalinn kaupa tækið.
Af þessu tilefni bauð spítalinn til
móttöku í gær þar sem framlagið
var afhent spítalanum. Í kjölfarið
undirritaði Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra staðfestingu
á því að af kaupunum yrði, ásamt
þeim Páli Matthíassyni, forstjóra
spítalans, og Brynjólfi Bjarnasyni,
formanni stjórnar söfnunarsjóðs-
ins. - bá
Nægu fé hefur nú verið safnað til kaupa á aðgerðaþjarka fyrir Landspítala eftir áralanga fjársöfnun:
Ísland síðast Norðurlanda til að kaupa þjarka
SÖFNUNINNI
LOKIÐ Heilbrigðis-
ráðherra virðir fyrir
sér fjárframlag
Pokasjóðs.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÚKRAÍNA, AP Þúsundir Úkraínubúa hafa streymt yfir austurlanda mærin til
Rússlands og mynduðust langar biðraðir við landamærastöðvarnar í gær.
Sumir sögðust aldrei ætla að snúa aftur og sökuðu stjórn landsins um
að hafa brugðist sér.
Alls hafa tugir þúsunda flúið til Rússlands frá því átökin í austan verðri
Úkraínu hófust fyrir tveimur mánuðum. Uppreisnarmenn, sem margir vilja
aðskilnað frá Úkraínu eða í það minnsta nánari tengsl við Rússland, hafa
átt í hörðum átökum við stjórnarherinn.
Vikulöngu vopnahléi, sem Úkraínustjórn boðaði til einhliða í von um að
uppreisnarmenn myndu nota tímann til að leggja niður vopn, lýkur nú um
helgina án þess að uppreisnarmenn hafi látið bilbug á sér finna.
Petró Porosjenkó Úkraínuforseti skoraði í gær á rússnesk stjórnvöld að
styðja friðaráætlun sína með gjörðum en ekki aðeins orðum.
- gb
Vikulöngu vopnahléi Úkraínustjórnar er brátt að ljúka:
Þúsundir Úkraínubúa flýja land
ÖRTRÖÐ VIÐ LANDAMÆRIN Úkraínubúar hafa flúið yfir til Rússlands þúsundum
saman síðustu dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SÚDAN, AP Meriam Ibrahim var
látin laus úr fangelsi í Súdan í
gær eftir að hafa setið í fangelsi
frá því á þriðjudag sökuð um að
hafa verið með falsaða ferða-
pappíra.
Hún var dæmd til dauða fyrir
að hafa tekið kristna trú, en látin
laus á mánudaginn eftir mikinn
þrýsting frá útlöndum.
Daginn eftir hið nýfengna
frelsi var hún aftur tekin föst, en
vonast nú til þess að fá að fara úr
landi. - gb
Sökuð um skjalafals:
Meriam var
látin laus á ný