Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 58
27. júní 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38 FÓTBOLTI FH-ingar eru með tveggja marka forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar níu umferðir eru að baki og geta fyrst og fremst þakkað það þéttum varnarleik liðsins en markvörðurinn Róbert Örn Óskarsson hefur aðeins þurft að sækja boltann þrisvar sinnum í netið á fyrstu 810 mínútum tímabilsins. FH hefur enn ekki tapað leik í deildinni í sumar en hefur gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum þar sem Hafnfirðingar hafa fengið á sig mark. FH hefur því unnið alla sex leikina þar sem liðið hefur haldið hreinu, þar af fjóra þeirra 1-0. FH-ingar eru því á toppnum þrátt fyrir að hafa aðeins skorað meira en eitt mark í tveimur af níu leikjum sínum. Það þarf að fara alla leið til ársins 1988 til að finna betri byrjun í varn- arleik í efstu deild en Fram fékk aðeins á sig tvö mörk í fyrstu níu leikjunum 1988. FH hefur jafn- að afrek ÍA frá 1995 en Skaga- menn fengu þá líka aðeins þrjú mörk á sig. Bæði Framliðið frá 1988 og ÍA-liðið frá 1995 urðu Íslandsmeistarar með sann- færandi hætti. Fimm leikmenn hafa oftast nær skipt með sér leikstöð unum fjórum í varnarlínu FH-liðsins í sumar en Hafnarfjarðarliðið missti fyrirliðann, Guðjón Árna Antoníus- son, í meiðsli eftir aðeins tvo leiki. Banda- ríkjamaðurinn Sean Michael Reynolds hefur leyst af bæði sem bakvörður og miðvörður en samkvæmt tölfræðinni er besta varnar- lína FH í sumar þegar Jón Ragnar Jónsson og Böðvar Böðvarsson spila í bakvörðunum og þeir Pétur Viðarsson og Kassim Doumbia eru miðverðir. Þessi varnarlína hefur spil- að saman í 249 mínútur í Pepsi-deildinni í sumar og ekki enn fengið á sig mark. Mest munar um Malímanninn Kassim Doumbia en það hafa liðið 349 mínútur milli marka hjá mótherjum FH þann tíma sem hann hefur verið inni á vellinum. Doumbia kom til liðsins fyrir tímabilið og er mikill happafengur fyrir Heimi Guðjónsson. FH-ingar leika sinn tíunda leik í kvöld þegar þeir fá Valsmenn í heimsókn í Kaplakrika en á sama tíma spila Fram og Stjarnan í Laugardalnum. Lið ÍA frá 1995 og lið Fram frá 1988 héldu bæði hreinu í tíunda leik sínum. ooj@frettabladid.is Ekki betri vörn í 26 ár FH-ingar hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í fyrstu níu leikjunum í Pepsi-deild karla en síðustu þrjá áratugi hafa aðeins tvö önnur lið náð slíkum árangri. BÖÐVAR BÖÐVARS- SON 19 ára bakvörður 2013: 1 leikur með FH í fyrra 2014: 8 leikir - 587 mínútur 2 mörk hjá mótherjum FH 294 mínútur milli marka KASSIM DOUMBIA 24 ára malískur miðvörður 2013: Kom frá Belgíu 2014: 8 leikir - 698 mínútur 2 mörk hjá mótherjum FH 349 mínútur milli marka PÉTUR VIÐARSSON 27 ára miðvörður 2013: 11 leikir með FH í fyrra 2014: 8 leikir - 810 mínútur 3 mörk hjá mótherjum FH 270 mínútur milli marka SEAN REYNOLDS 24 ára bandarískur bakvörður/miðvörður 2013: Kom frá Bandaríkjunum. 2014: 5 leikir - 377 mínútur 2 mörk hjá mótherjum FH 189 mínútur milli marka JÓN RAGNAR JÓNS- SON 29 ára bakvörður 2013: 16 leikir með FH í fyrra 2014: 8 leikir - 583 mínútur 2 mörk hjá mótherjum FH 292 mínútur milli marka MÍNÚTUHÆSTU VARNARMENN FH Í PEPSI-DEILD KARLA Í SUMAR Fæst mörk á sig í fyrstu níu leikjunum 1977-2014: 2 MÖRK Á SIG Fram 1988 3 MÖRK Á SIG FH 2014 ÍA 1995 4 MÖRK Á SIG Valur 2011 ÍA 1994 KR 1991 Valur 1989 Valur 1986 KR 1982 Breiðablik 1981 KR 1979 FH-metið: 3 MÖRK Á SIG 2014 5 MÖRK Á SIG 1994, 2005 og 2006 6 MÖRK Á SIG 2001 og 2009 Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin töpuðu fyrir Þýskalandi, 1-0, í lokaumferð G-riðils á HM í gær. Þetta er annar leikurinn í röð sem Aron er negldur við tréverkið allar 90 mínúturnar, en hann hefur ekki fengið traustið síðan hann kom snemma inn á fyrir Jozy Altidore í fyrsta leik Bandaríkjanna. Þrátt fyrir tapið komust Bandaríkin áfram í 16 liða úrslitin.Allt um HM á Vísi Aron hefur ekki fengið tækifæri í síðustu tveimur leikjum Thomas Müller skoraði sigurmark Þjóðverja á móti Bandaríkjamönnum á HM í gær og er markahæstur á HM 2014 með fjögur mörk ásamt Neymar frá Brasilíu og Lionel Messi frá Argentínu. Müller er nú kominn með níu HM- mörk og er hann fjórði yngsti leikmaðurinn til að skora níu HM-mörk á eftir þeim Eusebio frá Portúgal, Gerd Müller frá Þýskalandi og Sandor Kocsis frá Ungverjalandi. STJARNA GÆRDAGSINS Thomas Müller Þýskalandi. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi flugþjónustu- svæðis á Keflavíkurflugvelli / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / / Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu deiliskipulags á flugþjónustusvæði Keflavíkurflugvallar. „Keflavíkurflugvöllur – Flugstöðvar- svæði, svæði F og H“. Breytingin tekur til lóðar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Svæði F og H eru sameinuð, byggingarreitur flugstöðvar er stækkaður og nýtingarhlutfall hækkað. Bílastæðum er fjölgað og gatnakerfi er breytt. Í skilmálahefti eru gerðar leiðréttingar á stærðum er varða svæði F. Breytingartillaga þessi verður til sýnis á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar (http://www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/ Skipulagsmal/) frá og með 27. júní 2014 . Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 8. ágúst 2014. Skila skal skriflegum athugasemdum til: Skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða sveinn.valdimarsson@isavia.is. Keflavíkurflugvelli, 20. júní 2014. F.h. Skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar. HREINT MARK Í SEX LEIKJUM Róbert Örn Óskarsson, markvörður FH. MANNVIRKI S. Björn Blöndal, for- maður borgarráðs, segir að það eigi sér eðlilegar skýringar að framkvæmdir við uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal hafi tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi. Ólafur Arnarson, for- maður Fram, sagði við Frétta- blaðið í vikunni að samkvæmt upp- haflegum samningi félagsins við Reykjavíkurborg hefði staðið til að félagið væri alflutt úr Safamýri í Úlfarsárdal í lok þessa árs. „Sá samningur var gerður árið 2008 og í október það ár gerast atburðir sem allir þekkja,“ sagði Björn og átti þar vitaskuld við efnahagshrunið. „Til þessa dags erum við enn að glíma við afleið- ingarnar en meðal þess er að það varð fullkominn for- sendubrestur fyrir uppbygg- ingu byggðar í Úlfarsárdal.“ Á rið 2012 var ákveðið að setja áætlanir borgarinnar og Fram um uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Úlfarsárdal til hliðar og hún sameinuð byggingu nýs grunnskóla, bókasafns, sund- laugar og menningarmiðstöðvar. Nú stendur yfir hönnunarsam- keppni um framkvæmdina sem áætlað er að ljúki í haust. „Það er alveg ljóst að það ferli tekur tíma en niðurstaðan verður vonandi betri en hún hefði annars orðið,“ segir Björn en hann seg- ist hafa skilning á því að það hafi reynt á biðlund íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts. „Það var ekki hægt að drífa í framkvæmdum og var alltaf ljóst að verkefnið þyrfti að fara í fag- legt ferli – enda stærsta fram- kvæmd Reykjavíkur á næstu árum,“ segir Björn. Áætlað er að framkvæmdin kosti 4-5 milljarða króna en Björn vonast til að fyrsta áfanga hennar verði lokið árið 2017. - esá Fullkominn forsendubrestur Ekki var hægt að drífa í framkvæmdum fyrir uppbyggingu Fram í Úlfarsárdal. S. BJÖRN BLÖNDAL Riðlakeppninni á HM lauk í gær og nú er ljóst hvaða þjóðir mætast í sextán liða úrslitunum sem hefjast á morgun. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal urðu í gær þriðja Evrópuliðið til að vera á heimleið eftir riðlakeppnina á HM í Brasilíu þrátt fyrir að hafa komist í undanúrslit á EM fyrir tveimur árum. Evrópumeistarar Spánar og silfurlið Ítalíu sátu einnig eftir í sínum riðlum. Fjórar aðrar Evrópuþjóðir eru líka á heimleið (Króatía, England, Bosnía og Rússland) sem þýðir að aðeins sex af þrettán Evrópuþjóðum komust í sextán liða úrslitin sem hefjast með leik Brasilíu og Síle. FÓTBOLTI Úrúgvæska landsliðið og Liverpool verða án síns besta leikmanns, Luis Suárez, um langt skeið. Hann var úrskurðaður í fjögurra mánaða bann frá fótbolta í gær af alþjóða knattspyrnusam- bandinu, FIFA. Bannið er vita- skuld til komið vegna þess að Úrúgvæinn beit Giorgio Chiellini, varnarmann Ítalíu, í öxlina í leik liðanna á HM. Suárez verður ekki bara í banni með landsliðinu heldur úrskurð- aði FIFA hann í algjört bann frá æfingum og keppni með félagsliði sínu Liverpool. Hann missir af fyrstu níu umferðum ensku úrvalsdeildar- innar, fyrstu þremur umferðum riðlakeppni Meistaradeildar Evr- ópu og fyrstu tveimur umferðum enska deildabikarsins. Í heildina er bannið með Liverpool 14 leikir, komist liðið í gegnum fyrstu umferð deildabikarsins. Samtals er bann Suárez 23 leikir ef landsleikir eru teknir með en þátttöku hans á HM er augljóslega lokið. „Okkur líður eins og sé verið að sparka okkur út úr heimsmeist- arakeppninni,“ sagði Wilm ar Val- déz, forseti knatt spyrnu sam bands Úrúgvæs í gær, en sambandið er búið að áfrýja dómnum. - tom Bannið bítur Liverpool Luis Suárez mætir aft ur á völlinn í lok október. BANN Luis Suárez verður lengi frá keppni vegna bannsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.