Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.06.2014, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGLandsmót hestamanna FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 20144 RÚV SÝNIR BEINT FRÁ LM RÚV og Landsmót hestamanna hafa samið um útsendingarrétt frá mótinu og mun RÚV sýna stóran hluta dagskrárinnar í beinni útsendingu, auk þess sem valdir liðir verða endursýndir. Eftirtaldir liðir verða sendir út hjá RÚV. Hafið í huga að RÚV1 er aðalrás og RÚV2 er íþróttarás. B er beint og E er endurtekið. Fimmtudagur 3. júlí 17.30 Forkeppni í tölti, RÚV2 B 20.30 Setningarhátíð, RÚV2 B Föstudagur 4. júlí 17.40 B-úrslit, A flokkur, RÚV2 B 19.45 Ræktunarbú, RÚV2 B 21.45 B-úrslit, tölt, RÚV2 B Laugardagur 5. júlí 12.40 B-úrslit, A flokkur, RÚV1 E 13.10 B-úrslit, tölt, RÚV1 E 13.00 A-úrslit, börn, RÚV2 B 16.30 A-úrslit, ungmenni, RÚV2 B 19.00 Ræktunarbú – úrslit, RÚV2 B 20.00 A-úrslit, tölt, RÚV2 B 21.05 A-úrslit, A flokkur, RÚV2 B Sunnudagur 6. júlí 10.30 A-úrslit, unglingar, RÚV2 B 12.00 100 m skeið, RÚV1 B 12.45 A-úrslit, tölt, RÚV1 E 13.25 A-úrslit, A flokkur, RÚV1E 14.15 A-úrslit, B flokkur, RÚV1 B Hægt verður að fylgjast með útsendingum í gegnum vefinn, á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/ ithrottaras. Einnig verður RÚV með inn- slög frá mótinu í íþróttafréttum meðan á mótinu stendur, auk þess sem unninn verður sérstakur þáttur um Landsmót til sýningar síðar á árinu. Umsjónarmenn með umfjöllun RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir, sem mun sjá um beinar lýsingar og dagskrárgerð, og Óskar Niku- lásson sem stýrir útsendingum. SKEMMTIDAGSKRÁ FYRIR UNGA SEM ALDNA Fjölmargt verður í boði fyrir alla fjölskylduna á Landsmóti hestamanna. Yngstu meðlimirnir geta til dæmis fengið að fara í hestvagn sem verður á svæðinu alla daga. Þá verður Barnagarðurinn opinn alla daga en þar má finna alls kyns skemmtileg leiktæki. Húsdýragarður verður opinn með ýmsum skemmtilegum dýrum og þá verður boðið upp á bingó fyrir þá sem þykir það skemmtilegt. Á þriðjudag og laugardag klukkan 14 verður fjárhundasýning sem er afar skemmtilegt að fylgjast með. Þá mætir Sprengjugengið á svæðið á laugardaginn og fremur ýmsar skemmtilegar tilraunir. Barnasöngvakeppni verður síðan á laugardeginum og örugglega margir ungir og hæfileikaríkir krakkar sem hlakka til að taka þátt í því. Skemmtidagskráin fyrir eldri kynslóðina er heldur ekki af verri endanum. Á fimmtudagskvöldið er setningarathöfn landsmótsins. Eftir það spila þeir Gunni Óla og Hebbi úr Skítamóral. Á föstudaginn spila Eiki Hafdal og Steini trúbador nokkrum sinnum yfir daginn í veitingatjaldinu en Sniglabandið leikur fyrir dansi um kvöldið. Á laugardaginn er komið að Sverri Bergmann og Halldóri Fjallabróður en síðla kvölds taka við Hreimur & Made in Sveitin sem leika fyrir dansi ásamt söngvaranum Eyþóri Inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.